Langflest verjum við að minnsta kosti hluta úr deginum fyrir framan skjái. Vísindamenn hafa verið sammála um það að skjánotkun, sér í lagi seint á kvöldin, getur haft neikvæð áhrif á heilsu okkar. Nú færumst við nær því að skilja hvernig skjáir geta haft áhrif á dægursveiflur líkama okkar. Rannsókn sem birtist nýverið varpar ljósi á það hvernig gervibirta hefur áhrif á ákveðnar frumur augans. Aukinn skilningur á þessu sviði gæti meðal annars hjálpað okkur að finna meðferðir gegn mígreni, svefnvandamálum og flugþreytu.
Snjalltæki spila sífellt stærra hlutverk
Það finnst varla sú manneskja á Íslandi sem kemst í gegnum daginn án þess að eyða í það minnsta hluta úr honum fyrir framan einhvers konar skjá. Við nýtum líklega flest tölvur við vinnu okkar og snjallsímar spila sífellt stærra hlutverk í daglegu lífi.
Þrátt fyrir að vera gagnleg tól sem einfalda okkur lífið að miklu leyti hefur notkun slíkra tækja einnig …
Athugasemdir