Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Önnur rang­færsla í feril­skránni: Fé­lag sér­kennara segir ekki rétt að Anna Kol­brún hafi verið rit­stjóri Glæða

Í gær sendi Fé­lag þroska­þjálfa á Ís­landi út yf­ir­lýs­ingu þar sem fram kom að Anna Kol­brún Árna­dótt­ir, þing­kona Mið­flokks­ins, hefði hvorki hlot­ið til­skylda mennt­un né feng­ið starfs­leyfi frá land­lækni þótt hún titl­aði sig þroska­þjálfa í fer­il­skrá. Nú stað­fest­ir Fé­lag sér­kenn­ara á Ís­landi að Anna Kol­brún hafi aldrei ver­ið rit­stjóri Glæða þrátt fyr­ir að titla sig þannig.

Önnur rang­færsla í feril­skránni: Fé­lag sér­kennara segir ekki rétt að Anna Kol­brún hafi verið rit­stjóri Glæða

Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, hefur aldrei verið ritstjóri Glæða, fagtímarits sérkennara, þótt hún haldi því fram á vef Alþingis.

Þetta staðfestir Sædís Ósk Harðardóttir, formaður Félags sérkennara á Íslandi í samtali við Stundina. 

Hið rétta er að árin 2011 og 2012 átti Anna Kolbrún sæti í ritnefnd blaðsins ásamt fjórum öðrum. Hermína Gunnþórsdóttir var þá ritstjóri Glæða.

Anna Kolbrún er einn þeirra þingmanna sem hittust á Klaustri bar þann 20. nóvember síðastliðinn og létu gamminn geysa. Stundin, DV og Kvennablaðið hafa fjallað ítarlega um samskiptin sem náðust á hljóðupptöku.

Þetta er ekki eina rangfærslan sem er að finna í ferilskrá Önnu Kolbrúnar á vef Alþingis. Í gær sendi Félag þroskaþjálfa á Íslandi út yfirlýsingu þar sem félagið gerði athugasemd við að Anna Kolbrún hefði kallað sig þroskaþjálfa á þingvefnum. 

„ÞÍ hefur staðfestingu frá Landlæknisembættinu um að þingmaðurinn hafi hvorki hlotið menntun sem þroskaþjálfi né fengið starfsleyfi frá embættinu,“ segir í yfirlýsingunni þar sem félagið áréttar að þroskaþjálfi er lögverndað starfsheiti.

Hefur Þroskaþjálfafélag Íslands tilkynnt brotið til landlæknisembættisins, en brot gegn ákvæðum laga um heilbrigðisstarfsmenn og reglna sem settar eru á grundvelli þeirra varða sektum eða fangelsi allt að þremur árum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Klausturmálið

Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá
FréttirKlausturmálið

Berg­þór gerð­ur að nefnd­ar­for­manni með tveim­ur at­kvæð­um – Full­trú­ar annarra flokka sátu hjá

Berg­þór Óla­son klæmd­ist og út­húð­aði stjórn­mála­kon­um á veit­inga­stað í fyrra og tal­aði um mennta­mála­ráð­herra sem „skrokk sem typp­ið á [sér] dygði í“. Í dag tryggðu nefnd­ar­menn um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar hon­um for­mennsku með hjá­setu í at­kvæða­greiðslu, en að­eins Berg­þór og Karl Gauti Hjalta­son greiddu at­kvæði með því að hann yrði formað­ur.
Skýringar Bergþórs og Gunnars Braga á ummælum um Albertínu skiptu ekki máli
FréttirKlausturmálið

Skýr­ing­ar Berg­þórs og Gunn­ars Braga á um­mæl­um um Al­bertínu skiptu ekki máli

Eft­ir að siðanefnd komst að þeirri nið­ur­stöðu að um­mæli Gunn­ars Braga og Berg­þórs Óla­son­ar um Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur og MeT­oo væru brot á siða­regl­um sögð­ust þing­menn­irn­ir hafa ver­ið að lýsa erfiðri reynslu, áreitni og „kyn­ferð­is­broti“. „Hvað við­kem­ur lýsingu BÓ og GBS á sam­skipt­um þeirra við Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur, sbr. kafli 2.5., verð­ur ekki séð að lýsing­ar þeirra á þeim skipti máli við mat á þeim málavöxt­um,“ seg­ir for­sæt­is­nefnd.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár