Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Níu af hverjum tíu vilja að Gunnar Bragi og Bergþór segi af sér

Sam­kvæmt nýrri könn­un Maskínu virð­ist þjóð­inni of­bjóða tals­máti þing­mann­anna á Klaustri Bar. 86 pró­sent að­spurðra vilja að Sig­mund­ur Dav­íð segi af sér þing­mennsku og yf­ir þrír fjórðu vilja að all­ir þing­menn­irn­ir sex segi af sér.

Níu af hverjum tíu vilja að Gunnar Bragi og Bergþór segi af sér
Njóta ekki stuðnings Yfirgnæfandi meirihluti aðspurðra í nýrri könnun Maskínu vill að þingmennirnir sem heyrist í á leyniupptökunum segi af sér þingmennsku.

Níu af hverjum tíu Íslendingum vilja að Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason segi af sér þingmennsku. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu. 86 prósent aðspurðra vilja að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segi af sér og litlu færri vilja að þeir Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson segi af sér. Tæplega þrír fjórðu aðspurðra eru þá þeirrar skoðunar að Anna Kolbrún Árnadóttir ætti að segja af sér.

Umræddir sex þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins eru þeir sem sátu samsæti á Klaustri Bar 20. nóvember síðastliðinn. Samskipti þingmannanna voru sem kunnugt er hljóðrituð og má heyra ljótan munnsöfnuð og illmælgi þeirra í garð samþingmanna sinna auk annars nafngreinds fólks.

Þau Gunnar Bragi, Bergþór, Sigmundur Davíð og Anna Kolbrún eru öll þingmenn Miðflokksins en þeir Ólafur og Karl Gauti voru þingmenn Flokks fólksins þar til þeir voru reknir úr flokknum síðastliðinn föstudag. Samkvæmt upplýsingum frá Maskínu var lang lægst hlutfall þeirra sem kusu Miðflokkinn í síðustu alþingiskosningum á því að sexmenningarnir ættu að segja af sér.

Konur eru þá einarðri en karlar í þeirri afstöðu að þingmönnunum sex beri að segja af sér þingmennsku. Þeir sem eru eldri en fimmtugir eru heldur líklegri til að styðja áframhaldandi þingsetu þingmannanna, 8 til 16 prósent fólks á þeim aldri eru andvíg því að þeir eigi að segja af sér en 2 til 10 prósent eru þeirrar skoðunar í öðrum aldrushópum.

Þá kemur fram að ríflega 60 prósent aðspurðra segjast aldrei hafa orðið vitni að viðlíka umræðum síðust tólf mánuði og 19 prósent aðspurðra segjast sjaldan hafa orðið vitni að slíkri orðræðu. Einnig kemur fram að tæplega 87 prósent aðspurðra eru þeirrar skoðunar að það hafi verið rétt hjá fjölmiðlum að birta upptökur af samræðum þingmannanna, eða upplýsingar úr þeim. Aðeins rétt ríflega 10 prósentum þótti það röng ákvörðun.

Svar­endur voru 1.311 tals­ins og komu úr Þjóð­gátt Mask­ínu. Könn­unin fór fram dag­ana 30. nóv­em­ber - 3. des­em­ber 2018.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Aðalsteinn Kjartansson
4
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.
Ísland vaknar
6
GreiningÓgnir Íslands

Ís­land vakn­ar

Ís­land stend­ur frammi fyr­ir breyttu lands­lagi í ör­ygg­is- og varn­ar­mál­um. Ut­an­rík­is­ráð­herra kynnti í vik­unni til­lögu að mót­un varn­ar­stefnu sem mið­ar að því að greina ógn­ir og varn­ar­bún­að. Gagn­rýn­end­ur telja stjórn­völd hafa van­rækt varn­ar­mál­in og ekki lag­að stefn­una að breytt­um veru­leika. Pró­fess­or sagði fyr­ir þrem­ur ár­um: „Þyrnirós svaf í heila öld: Hversu lengi ætl­um við að sofa á verð­in­um?“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
3
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
5
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár