Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Lilja svarar fyrir sig og segir ummælin lýsa „vanmætti, ótta og úreltum viðhorfum“

Gunn­ar Bragi Sveins­son hvatti til hefndarað­gerða gegn Lilju á fundi Mið­flokks­manna með þing­mönn­um frá Flokki fólks­ins á barn­um Klaustri.

Lilja svarar fyrir sig og segir ummælin lýsa „vanmætti, ótta og úreltum viðhorfum“
Lilja Alfreðsdóttir Sinnti ekki boði um að ganga til liðs við Miðflokkinn og er nú kölluð „tík“ af þingmanni Miðflokksins og sögð „spila á karlmenn“ af formanni flokksins. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Yfirlýsingar þingmanna Miðflokksins eru óafsakanlegar. Trúnaðarbrestur hefur átt sér stað milli þeirra, þings og þjóðar. Það orðfæri og sleggjudómar sem orðið hafa tilefni fréttaskrifa í dag lýsa vanmætti, ótta og úreltum viðhorfum,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningamálaráðherra. Vísar hún þar til ummæla þingmanna Miðflokksins sem þeir viðhöfðu þar sem þeir sátu með þingmönnum frá Flokki fólksins og lýstu því meðal annars yfir að tími væri kominn á hefndaraðgerðir gegn Lilju, kölluðu hana „tík“ og ræddu um hana með kynferðislegum hætti.

Hvatti til hefndaraðgerða

Hvatti Gunnar Bragi Sveinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og varaformaður Miðflokksins, að þeir myndu hjóla í helvítis tíkina, hann væri að verða brjálaður á henni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Miðflokksins, sagðist þá geta sjálfum sér um kennt, og vísaði þar til þess að Lilja var skipuð ráðherra að tillögu hans. Virtust þeir hafa orðið fyrir vonbrigðum að Lilja hefði ekki hug á nánara samstarfi við þá.

Ræddu þeir Sigmundur Davíð og Bergþór Ólasson um kynþokka hennar, eða skort á honum, sögðu að henni væri ekki treystandi og að hún spilaði á karlmenn eins og kvenfólk kann.

„Það hefur engin gugga teymt mig meira á asnaeyrunum en hún, sem ég hef ekki fengið að ríða,“ sagði Bergþór

„Who the fuck is that bitch?“ segir einn þingmannanna um Lilju og annar segir „Fuck that bitch“.

„Þú getur riðið henni, skilurðu,“ sagði Bergþór og virtist einnig vísa til Lilju.

Lítilsvirðandi ummæli  

Stundin hefur fjallað með ítarlegum hætti um þá kvenfyrirlitningu sem birtist í samskiptum þingmannanna, en þar kom fram að þeir sem voru viðstaddir þennan fund viðhöfðu fjölmörg lítilsvirðandi ummæli gagnvart konum, samkynhneigðum og fötluðum.  

Kölluðu þeir meðal annars um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins, „húrrandi klikkaða kuntu,“ auk þess sem þingmennirnir sögðu eðlilegt að kona sem væri ekki jafn „hot“ og áður yrði látin gjalda fyrir það í prófkjörum. „Það fellur hratt á hana,“ sagði Bergþór um stjórnmálakonu.

Þá gerðu þeir lítið úr Freyju Haraldsdóttur, baráttukonu fyrir réttindum fatlaðra, meðal annars með því að líkja eftir hljóðum sela þegar þeir ræddu um hana.

Baðst afsökunar, óviss um að ummælin ættu við hana

Gunnar Bragi var gestur Kastljóssins, en sá sér ekki fært um að mæta í beina útsendingu þar sem hann hafði ráðgert að mæta á þingmannaball á Bessastöðum í kvöld. Innslagið var því tekið upp fyrr í dag, áður en Stundin greindi frá því hvernig þingmennirnir töluðu um Lilju.

Í viðtalinu taldi Gunnar Bragi upp þá sem hann hefði beðið afsökunar; Loga Einarsson, formann Samfylkingarinnar, sem var hann kallaði trúð, Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, sem Gunnar sagði hafa samþykkt að hann sjálfur ætti inni greiða frá flokknum fyrir að skipa Geir H. Haarde sendiherra, Oddnýju Harðardóttur þingkonu Samfylkingarinnar vegna ummæla um að hún væri apaköttur.

Greindi Gunnar Bragi einnig frá því að hann hefði beðið Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttir afsökunar, með þeim fyrirvara að hann væri ekki viss um að hann hefði átt við hana, í umræðum um að ónefnd stjórnmálakona væri ekki jafn hot og áður og ætti að gjalda sig þess pólitískt. „Ef að ég er að tala um hana þarna, ég er ekki klár á því.“

Sömuleiðis sagðist hann hafa beðið Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur afsökunar á að hafa sakað hana um nauðgunartilraun í umræðum þar sem grín var gert að #Metoo-byltingunni.

Hvergi kom fram að hann hefði í hyggju að biðja Lilju Alfreðisdóttur afsökunar á ummælum sínum um hana.  

„Ég hef ekkert brotið af mér“

„Þetta var ekki góð staða sem við lendum á þarna,“ sagði Gunnar Bragi og kenndi áfengisdrykkju um framgöngu sína. „Það er annað að tala frjálslega en að vera drukkinn á einhverjum bar og tala eins og fífl,“ sagði Gunnar Bragi, en tók undir að það væri kannski „ódýr“ afsökun. 

Sá hann enga ástæðu til þess að hann eða aðrir þáttakendur í þessu samtali verði að segja af sér þingmennsku þó að framganga hans hafi orðið honum til minnkunar. „Nei, nei auðvitað segi ég ekki af mér,“ sagði hann. „Af því að ég hef ekkert brotið af mér. Ég hagaði mér asnalega og ég er ekki fyrsti þingmaðurinn í sögunni sem gerir það.“

„Ég hagaði mér asnalega og ég er ekki fyrsti þingmaðurinn í sögunni sem gerir það“

Það yrði að koma í ljós hvort hann nyti trausts annarra stjórnarandstöðuflokka. „Það eru einhverjir dagar í að við komumst í gegnum þetta og við verðum bara að sjá til.“

Þá sagði hann eins með þá eins og aðra sem hefur orðið á. „Við þurfum að biðjast afsökunar og við þurfum að leita sátta við það fólk sem við höfum komið illa fram við. Það er fleira en þetta fólk. Það eru flokksmenn, það eru vinir og fjölskylda sem við þurfum að skýra hlutina út fyrir. Það er bara verkefni. Sem betur fer er það þannig að ég held það að fólk muni skilja það að við fórum vissulega yfir strikið og við eigum að skammast okkar fyrir það. Við höfum séð það áður í þessum þingsölum að fólki hefur fyrirgefist ýmislegt, en fyrirgefningin er nú yfirleitt sterkust.“

Fyrr í dag sagðist hann ekki eiga neitt inni hjá Sjálfstæðisflokknum eftir að hann skipaði Geir H. Haarde sendiherra. „En ég held hins vegar að ég geti alveg vel staðið undir slíku starfi,“ sagði hann í samtali við Vísi. Þar kom einnig fram í máli hans að þar sem þau sætu svo mörg í súpinni, af þingmönnum Miðflokksins, að hann ætti ekki von á neinum aðgerðum þaðan. 

Íhugar stöðu sína

Fram hefur hins vegar komið að Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins sem sat með þeim á barnum og tók þátt í samtalinu, sé að hugsa stöðu sína innan Alþingis. „Mér finnst afar leitt hvernig við flest höguðum okkur þetta kvöld,“ sagði hún í kvöldfréttum RÚV. Hún situr í velferðarnefnd sem fer með málefni fatlaðra og kvaðst ekki hafa liðið vel þar í dag, í ljósi þess að þingmennirnir gerðu grín að fötluðum þetta kvöld. Það væri henni mikilvægt að axla ábyrgð. „Ég á mér engar málsbætur.“

Sigmundur Davíð hefur ekki svarað fjölmiðlum í dag og hafnaði boði Kastljóssins um að mæta þangað.  Sameiginleg yfirlýsing þessara fjögurra þingmanna Miðflokksins, sem tóku þátt í samtalinu, barst fyrr í dag og báðust þeir afsökunar á framferði sínu. Áður hafði Sigmundur Davíð þó birt yfirlýsingu á Facebook þar sem hann sakaði fjölmiðla að ósekju um hleranir og kvaðst vonast eftir aðgerðum. Líkt og Stundin greindi frá fyrr í dag átti hann að mæta á karlakaffi í Fella- og Hólakirkju á morgun en hann hefur afboðað sig. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Klausturmálið

Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá
FréttirKlausturmálið

Berg­þór gerð­ur að nefnd­ar­for­manni með tveim­ur at­kvæð­um – Full­trú­ar annarra flokka sátu hjá

Berg­þór Óla­son klæmd­ist og út­húð­aði stjórn­mála­kon­um á veit­inga­stað í fyrra og tal­aði um mennta­mála­ráð­herra sem „skrokk sem typp­ið á [sér] dygði í“. Í dag tryggðu nefnd­ar­menn um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar hon­um for­mennsku með hjá­setu í at­kvæða­greiðslu, en að­eins Berg­þór og Karl Gauti Hjalta­son greiddu at­kvæði með því að hann yrði formað­ur.
Skýringar Bergþórs og Gunnars Braga á ummælum um Albertínu skiptu ekki máli
FréttirKlausturmálið

Skýr­ing­ar Berg­þórs og Gunn­ars Braga á um­mæl­um um Al­bertínu skiptu ekki máli

Eft­ir að siðanefnd komst að þeirri nið­ur­stöðu að um­mæli Gunn­ars Braga og Berg­þórs Óla­son­ar um Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur og MeT­oo væru brot á siða­regl­um sögð­ust þing­menn­irn­ir hafa ver­ið að lýsa erfiðri reynslu, áreitni og „kyn­ferð­is­broti“. „Hvað við­kem­ur lýsingu BÓ og GBS á sam­skipt­um þeirra við Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur, sbr. kafli 2.5., verð­ur ekki séð að lýsing­ar þeirra á þeim skipti máli við mat á þeim málavöxt­um,“ seg­ir for­sæt­is­nefnd.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár