Ekkert verður úr kaupum Icelandair Group á WOW air. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair.Segir þar að um sameiginlega niðurstöðu beggja félaga sé að ræða.
Bogi Nils Bogason, starfandi forstjóri Icelandair Group, segir í tilkynningunnu að þetta sé nú orðið ljóst. „Fyrirhuguð kaup Icelandair Group á flugfélaginu Wow air munu ekki ganga eftir. Stjórn og stjórnendur beggja félaga hafa unnið að þessu verkefni af heilum hug. Niðurstaðan er vissulega vonbrigði. Stjórnendum WOW air færi ég þakkir fyrir mjög gott samstarf í þessu verkefni síðustu vikur. Jafnframt óskum við eigendum og starfsfólki félagsins alls hins besta.“
Haft er eftir Skúla Mogensen, forstjóra og stofnanda Wow air að það hafi verið ljóst strax í upphafi að það væri metnaðarfullt verkefni að klára alla fyrirvara við kaupsamninginn á þetta skömmum tíma. „Við þökkum stjórnendum Icelandair Group fyrir samstarfið í þessu krefjandi verkefni og óskum sömuleiðis stjórnendum og starfsfólki Icelandair Group alls hins besta.“
Athugasemdir