Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Fjármálaeftirlitið lét stöðva viðskipti með bréf Icelandair

Önn­ur hluta­bréf hafa lækk­að mik­ið í Kaup­höll­inni síð­an stöðv­un­in var til­kynnt. Hluta­hafa­fund­ur vegna kaupa Iclanda­ir á WOW air fyr­ir­hug­að­ur á föstu­dag­inn.

Fjármálaeftirlitið lét stöðva viðskipti með bréf Icelandair
Viðskipti stöðvuð Viðskipti með bréf Icelandair voru stöðvuð í morgun að beiðni Fjármálaeftirlitsins.

V

 iðskipti með bréf í Icelandair Group í Kauphöll Íslands hafa verið stöðvuð. Það var gert í morgun að beiðni Fjármálaeftirlitsins. Gengi bréfa í félaginu hafði hækkað eilítið í morgun, eða um 1,88 prósent í 25 milljóna króna viðskiptum. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hefur hins vegar lækkað skarpt síðan tilkynnt var að viðskiptin yrðu stöðvuð.

Tilkynning um stöðvun viðskipta var gefin út klukkan 10:21 í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá Icelandair er von á frekari upplýsingum síðar í dag vegna málsins.

Tilkynnt var 5. nóvember síðastliðinn að Icelandair Group hefði gert kaupsamningum kaup á WOW air. Við þá tilkynningu hækkuðu  bréf í félaginu um tugi prósenta áður en viðskipti með þau voru stöðvuðu. Hlutahafafundur í Icelandair hefur verið boðaður næstkomandi föstudag vegna þeirra kaupa. Þau kaup eru nú til skoðunar hjá Samkeppniseftirlitinu.

 Greint var frá því fyrir helgi að Loftleiðir Icelandic, dótturfélag Icelandair Group, hefði keypt ríflega helmingshlut í ríkisflugfélagi Grænhöfðaeyja, Cabo Verde Airlines. Ekki er vitað hvort stöðvunin nú hefur eitthvað með þau viðskipti, eða mögulega eitthvað með kaup Icelandair á WOW air, að gera.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár