Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Fjármálaeftirlitið lét stöðva viðskipti með bréf Icelandair

Önn­ur hluta­bréf hafa lækk­að mik­ið í Kaup­höll­inni síð­an stöðv­un­in var til­kynnt. Hluta­hafa­fund­ur vegna kaupa Iclanda­ir á WOW air fyr­ir­hug­að­ur á föstu­dag­inn.

Fjármálaeftirlitið lét stöðva viðskipti með bréf Icelandair
Viðskipti stöðvuð Viðskipti með bréf Icelandair voru stöðvuð í morgun að beiðni Fjármálaeftirlitsins.

V

 iðskipti með bréf í Icelandair Group í Kauphöll Íslands hafa verið stöðvuð. Það var gert í morgun að beiðni Fjármálaeftirlitsins. Gengi bréfa í félaginu hafði hækkað eilítið í morgun, eða um 1,88 prósent í 25 milljóna króna viðskiptum. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hefur hins vegar lækkað skarpt síðan tilkynnt var að viðskiptin yrðu stöðvuð.

Tilkynning um stöðvun viðskipta var gefin út klukkan 10:21 í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá Icelandair er von á frekari upplýsingum síðar í dag vegna málsins.

Tilkynnt var 5. nóvember síðastliðinn að Icelandair Group hefði gert kaupsamningum kaup á WOW air. Við þá tilkynningu hækkuðu  bréf í félaginu um tugi prósenta áður en viðskipti með þau voru stöðvuðu. Hlutahafafundur í Icelandair hefur verið boðaður næstkomandi föstudag vegna þeirra kaupa. Þau kaup eru nú til skoðunar hjá Samkeppniseftirlitinu.

 Greint var frá því fyrir helgi að Loftleiðir Icelandic, dótturfélag Icelandair Group, hefði keypt ríflega helmingshlut í ríkisflugfélagi Grænhöfðaeyja, Cabo Verde Airlines. Ekki er vitað hvort stöðvunin nú hefur eitthvað með þau viðskipti, eða mögulega eitthvað með kaup Icelandair á WOW air, að gera.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
6
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár