Á sólríkum sumardegi í júlí fóru vinirnir Prodhi Manisha og Logn Þorgerðar saman í sund. Við fæðingu var Prodhi skilgreindur sem kona, en er trans maður og það hefur verið ríkur þáttur af sjálfsmynd hans frá því að hann man fyrst eftir sér. Sem baráttumanneskja sættir hann sig ekki við að láta það sem hann kallar úrelt samfélagsleg viðmið stýra sínu lífi og hefur því ekki fundið þörf til þess að breyta líkama sínum til að passa inn í fyrirframgefnar hugmyndir samfélagsins um kyn.
Þegar Prodhi fer í sund notar hann alltaf karlaklefa, jafnvel þótt því fylgi gjarnan skrítið augnaráð annarra sundgesta og sundverðir telji hann hafa villst inn í rangan klefa fyrir slysni. En þegar gestir fá að heyra að hann sé trans líta þeir yfirleitt ekki á það sem vandamál að hann deili búningsklefa með þeim.
Föstudaginn 6. júlí var það ekki …
Athugasemdir