Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Sögðust hlæjandi og í kaldhæðni hata karlmenn og eru nú tekin í gegn á netinu

Forsprakk­ar fyr­ir rétt­ind­um trans ein­stak­linga á Ís­landi hafa sætt gagn­rýni og upp­nefn­um fyr­ir orð sem lát­in voru falla í kald­hæðni í hlað­varpi í des­em­ber síð­ast­liðn­um, en er fjall­að um á DV.is í dag. Alda Villi­ljós og Sæ­borg Ninja segja frétt DV um að þau telji karl­menn eiga skil­ið að deyja al­gjör­an út­úr­snún­ing.

Sögðust hlæjandi og í kaldhæðni hata karlmenn og eru nú tekin í gegn á netinu
Sæborg og Alda Hlaðvarpsþáttur þeirra snerist um fordómafulla sýn á femínisma og átti að vekja fólk til umhugsunar um forréttindastöðu Íslendinga. Mynd: Facebook

Trans aktívistarnir Sæborg Ninja Guðmundsdóttir og Alda Villiljós sögðu hlæjandi frá því að þau hötuðu karlmenn í hlaðvarpsþættinum Hvað er svona merkilegt, í desember síðastliðnum. Í kynningu þáttarins sagði Alda, sem er formaður réttindasamtakanna Trans-Ísland, það vera „fáránlega hugmynd“ að femínistar vildu útrýma karlmönnum.

Þátturinn vakti litla athygli, en í dag birtist hins vegar frétt á DV.is með fyrirsögninni: „Alda og Sæborg segja karlmenn eiga skilið að deyja: „Lítum frekar á þá eins og kakkalakka““. Undir fréttinni er skorað á þau að svipta sig lífi, þau kölluð „fígúrur“ og „trukkalessur“ og andlega veikar. Þá segir einn lesandinn að Alda sé „glæsilegt kvikindi“ með yfirvararskegg.

Í frétt DV, sem er sú mest lesna í dag, er ekki rætt við Sæborgu Ninju eða Öldu Villiljós, en í samtali við Stundina segjast þau sár og leið vegna málsins.

Haft er eftir Sæborgu úr hlaðvarpinu frá því í desember á DV.is: „Við hötum karlmenn líklega meira en þú heldur,“ segir Sæborg við hlustendur. „Þú vanmetur það hatur sem við höfum. Þú heldur kannski að ég vilji skjóta þig í haglabyssu í andlitið, en það er ekki rétt, ég vil binda þig upp í litlu orkuveitunni niðri í Elliðaárdal og láta þig síga ofan í sýrubað, tærnar fyrst, annars deyrðu um leið og sýran fer í heilann þinn. Ó nei, þú ert ekki nógu góður fyrir það“.

Ekki sagt frá kynningu

Frétt DV.isFréttin var sú mest lesna á vef DV í dag, sem er sá þriðji vinsælasti á landinu.

Ekki er tekið fram í fréttinni að bæði Sæborg og Alda hlæja þegar ummælin eru látin falla, enda segjast þau hafa látið þau út úr sér í kaldhæðni til að vekja fólk til umhugsunar. Ekki er heldur tekið fram, í fréttinni sem segir efnislega að þau hati karlmenn og vilji þá almennt feiga, að orðin komu fram í hlaðvarpi undir formerkjum þess að þar ætti að taka umræðu út frá þeim fordómum gegn femínistum að þeir hati karlmenn. 

Í upphafi hlaðvarpsþáttarins sem DV vitnar til kynnir Alda Villiljós þá fyrirætlun þáttarstjórnenda að „hlaupa með“ fordómafulla og „fáránlega“ hugmynd um að femínistar hati karlmenn:  „Já, eins og Sæborg er búin að segja, þetta kom svona upp frá femínískum hugmyndum um mæðraveldið, og þessi hugmynd sko, að femínismi snúist um það að við viljum útrýma öllum karlmönnum, sem er svo fáránleg hugmynd, þannig að við erum bara svona að taka þá hugmynd og bara hlaupa með hana.“

Ekki er greint frá þessari kynningu í frétt DV.

Í þættinum ræða þau kerfislægt misrétti sem felst í samfélaginu, og getur verið illgreinanlegt og undirliggjandi í gildismati fólks.

Hlusta má á þáttinn í fullu samhengi hér.

„Augljós kaldhæðni“

„Ég hélt ekki að það sem ég hélt að væri augljós kaldhæðni yrði tekið alvarlega,“ segir Sæborg Stundinni. „Leið líka, þar sem þetta setur annað fólk í lélega stöðu, fólk sem er að gera mikilvæga vinnu af heilindum. Sár þar sem hin nafnlausa ritstjórn gerði ekki einu sinni tilraun til að hafa samband.“

Alda bætir við: „Já, við höfum sagt í djóki að við og femínistar almennt vilji í raun taka yfir heiminn, útrýma karlkyninu eins og það leggur sig, halda nokkrum karlmönnum eftir sem „breeding machines“ og þrælum, og svo framvegis. Þessi frétt er rosa mikið að koma höggi á femínista sem þora að tala og taka pláss.“

Hlaðvarpið andsvar við karlhatri femínista

Þau segja að „Hvað er svona merkilegt við það“ sé byggt á hlaðvarpinu „Misandry with Marcia and Rae“. „Pointið með þessu er að taka þessa fáránlegu hugmynd og láta eins og okkur sé alvara með það,“ segir Alda. „Ég get lofað því að það eru ekki til femínistar sem hugsa svona í alvörunni—annaðhvort er það þá djók eins og hjá okkur eða þeim hefur verið komið fyrir af antí-femínistum. Það er eins og þessi frétt sé unnin beint upp úr Lord Pepe myndbandinu.“

Í gær birti íslenski myndbandsbloggarinn Lord Pepe myndbandið „Non-Binary Lunacy“ þar sem hann klippti til ummæli Öldu og Sæborgar í sundur úr hlaðvarpi þeirra. Lord Pepe segist sjálfur vera þjóðernissinnaður og samsama sig við hægri væng stjórnmála.

„Hlaðvarpið fæddist sem andsvar við orðræðunni um að femínistir hati karla og vilji bara taka af þeim réttindi,“ segir Sæborg. „Við vildum líka snerta á einhverjum flötum mannréttindabaráttu, svo sem valdajafnvægi og fjölþættri jaðarsetningu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Trans fólk

Trans manni vísað úr Laugardalslaug fyrir að nota karlaklefa
ÚttektTrans fólk

Trans manni vís­að úr Laug­ar­dals­laug fyr­ir að nota karla­klefa

Starfs­fólk Laug­ar­dals­laug­ar fór fram á að trans mað­ur­inn Prod­hi Man­isha not­aði ekki karla­klefa laug­ar­inn­ar, jafn­vel þótt mann­rétt­inda­stefna borg­ar­inn­ar taki skýrt fram að það sé óheim­ilt að mis­muna fólki eft­ir kyn­hneigð, kyn­vit­und, kyntján­ingu eða kyn­ein­kenn­um. Formað­ur mann­rétt­inda- og lýð­ræð­is­ráðs vill leyfa kyn­vit­und að ráða vali á bún­ings­klef­um í sund­laug­um.
„Ég er ekki kona“
MyndirTrans fólk

„Ég er ekki kona“

Prod­hi Man­isha er pan­kyn­hneigð­ur trans­mað­ur sem jafn­framt er húm­an­isti ut­an trú­fé­lags. Þessi ein­kenni hans voru grund­völl­ur þess að hon­um var veitt staða flótta­manns á Ís­landi. Hann var skráð­ur karl­mað­ur hjá Út­lend­inga­stofn­un á með­an hann hafði stöðu hæl­is­leit­anda en það breytt­ist þeg­ar hon­um var veitt hæli. Nú stend­ur ekki leng­ur karl á skil­ríkj­un­um hans, held­ur kona. Það seg­ir hann seg­ir ólýs­an­lega sárs­auka­fullt eft­ir alla hans bar­áttu. Hann leit­ar nú rétt­ar síns.
Togarajaxlinn sem var kona
ViðtalTrans fólk

Tog­arajaxl­inn sem var kona

Anna Kristjáns­dótt­ir var lengi kona í karl­manns­lík­ama. Dreng­ur­inn Kristján klæddi sig í kven­manns­föt og leyndi því að hann var stúlka. Gekk í hjóna­band og eign­að­ist þrjú börn. Laum­að­ist í föt eig­in­kon­unn­ar. En kon­an varð á end­an­um yf­ir­sterk­ari og fór í kyn­leið­rétt­ingu. Anna er sátt í dag eft­ir að hafa sigr­ast á erf­ið­leik­um við að fá að lifa sem trans­kona.

Mest lesið

„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
1
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.
Andrúmsloftinu sama hvort koltvíoxíð losni á Ítalíu eða Íslandi
5
FréttirLoftslagsvá

And­rúms­loft­inu sama hvort kolt­víoxíð losni á Ítal­íu eða Ís­landi

Ál­ver­in á Ís­landi losa jafn­mik­ið af gróð­ur­húsaloft­teg­und­um og vega­sam­göng­ur og fiski­skipa­flot­inn sam­an­lagt. Það er hins veg­ar „lít­ið að frétta“ af að­ferð­um sem minnka þá los­un, seg­ir sér­fræð­ing­ur hjá Um­hverf­is­stofn­un. En senn fer að þrengja að mögu­leik­um til kaupa á los­un­ar­heim­ild­um. Og sam­hliða eykst þrýst­ing­ur á að bregð­ast við.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
2
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi
3
Fréttir

Lög­mað­ur kon­unn­ar seg­ir lög­regl­una fara með ósann­indi

Lög­mað­ur konu sem var til rann­sókn­ar vegna meintr­ar byrlun­ar, af­rit­un­ar á upp­lýs­ing­um af síma og dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu mynd­efni seg­ir ým­is­legt hrein­lega ósatt í yf­ir­lýs­ingu sem lög­regl­an birti á Face­book­síðu sinni í til­efni af nið­ur­fell­ingu máls­ins. „Lög­regl­an er þarna að breiða yf­ir eig­in klúð­ur, eig­in mis­tök,“ seg­ir hann og kall­ar eft­ir op­in­berri rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­regl­unn­ar.
Dóttirin neyðist til að hitta geranda sinn í skólanum: „Við erum dauðhrædd um að missa hana“
5
Fréttir

Dótt­ir­in neyð­ist til að hitta ger­anda sinn í skól­an­um: „Við er­um dauð­hrædd um að missa hana“

Kristjana Gísla­dótt­ir, móð­ir tæp­lega 14 ára stúlku, seg­ir að sam­nem­andi dótt­ur henn­ar hafi brot­ið á henni kyn­ferð­is­lega í grunn­skóla þeirra í vor og að barna­vernd Kópa­vogs hafi ekki tal­ið ástæðu til að kanna mál­ið. Kristjönu þyk­ir Snæ­lands­skóli ekki koma til móts við dótt­ur henn­ar, sem þol­ir ekki að hitta dreng­inn dag­lega, og get­ur því ekki mætt til skóla.
„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
8
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
4
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
7
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
8
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár