Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Framboðslista Heiðveigar hafnað af Sjómannafélaginu

Kjör­stjórn tók lista Heið­veig­ar Maríu Ein­ars­dótt­ur ekki gild­an. Hún var rek­in úr fé­lag­inu en skil­aði inn fram­boðs­list­um í gær. Listi stjórn­ar­inn­ar er því sjálf­kjör­inn.

Framboðslista Heiðveigar hafnað af Sjómannafélaginu

Kjörstjórn Sjómannafélags Íslands hefur hafnað framboði Heiðveigar Maríu Einarsdóttur til formanns og þeim listum meðframbjóðenda sem hún skilaði. Þetta kemur fram í fundargerðum kjörstjórnarinnar.

Framboði B-lista, sem Heiðveig fór fyrir, er hafnað af nokkrum ástæðum. Lista hafi aðeins verið skilað í stjórn og varastjórn, en ekki til stjórnar matsveinadeildar eða trúnaðarmannaráðs, eins og lög hafi kveðið á um. Þá sé Heiðveig ekki félagsmaður í Sjómannafélaginu og hafi ekki greitt í það síðastliðin þrjú ár. Loks hafi tilskyldum fjölda meðmælenda ekki verið náð.

„Af öllum framangreindum ástæðum leiðir, að framboð B-lista til stjórnar í félaginu uppfyllir ekki skilyrði laga félagsins til mótframboðs og telst listinn því ekki vera lögmætur,“ segir í fundargerð kjörstjórnar. „Þar sem aðeins einn lögmætur listi, A-listi stjórnar félagsins, hefur borist til stjórnar, trúnaðarmannaráðs og matsveinadeildar úrskurðar kjörstjórn að þeir menn sem þar eru tilnefndir teljast vera sjálfkjörnir í stjórn félagsins, stjórn matsveinadeildar og trúnaðarmannaráð, til samræmis við önnur ákvæði laga félagsins.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Verkalýðsmál

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár