Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Framboðslista Heiðveigar hafnað af Sjómannafélaginu

Kjör­stjórn tók lista Heið­veig­ar Maríu Ein­ars­dótt­ur ekki gild­an. Hún var rek­in úr fé­lag­inu en skil­aði inn fram­boðs­list­um í gær. Listi stjórn­ar­inn­ar er því sjálf­kjör­inn.

Framboðslista Heiðveigar hafnað af Sjómannafélaginu

Kjörstjórn Sjómannafélags Íslands hefur hafnað framboði Heiðveigar Maríu Einarsdóttur til formanns og þeim listum meðframbjóðenda sem hún skilaði. Þetta kemur fram í fundargerðum kjörstjórnarinnar.

Framboði B-lista, sem Heiðveig fór fyrir, er hafnað af nokkrum ástæðum. Lista hafi aðeins verið skilað í stjórn og varastjórn, en ekki til stjórnar matsveinadeildar eða trúnaðarmannaráðs, eins og lög hafi kveðið á um. Þá sé Heiðveig ekki félagsmaður í Sjómannafélaginu og hafi ekki greitt í það síðastliðin þrjú ár. Loks hafi tilskyldum fjölda meðmælenda ekki verið náð.

„Af öllum framangreindum ástæðum leiðir, að framboð B-lista til stjórnar í félaginu uppfyllir ekki skilyrði laga félagsins til mótframboðs og telst listinn því ekki vera lögmætur,“ segir í fundargerð kjörstjórnar. „Þar sem aðeins einn lögmætur listi, A-listi stjórnar félagsins, hefur borist til stjórnar, trúnaðarmannaráðs og matsveinadeildar úrskurðar kjörstjórn að þeir menn sem þar eru tilnefndir teljast vera sjálfkjörnir í stjórn félagsins, stjórn matsveinadeildar og trúnaðarmannaráð, til samræmis við önnur ákvæði laga félagsins.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Verkalýðsmál

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár