Fyrsti vísir að hafnaraðstöðu í Finnafirði gæti verið kominn í notkun árið 2025, að mati þýska fyrirtækisins Bremenports, sem kemur að verkefninu. Fyrirtækið mun eiga meirihluta hlutafjár í þróunarfélagi hafnarinnar og nýr fjárfestir kemur inn í næsta áfanga undirbúnings, samkvæmt tilkynningu.
Samstarfshópur ráðuneyta, sveitarfélaga og stofnana kannar nú fýsileika á atvinnustarfsemi í Finnafirði og er stefnt á að hann skili af sér í janúar, að sögn Þórmundar Jónatanssonar, upplýsingafulltrúa samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. „Þeirra vinna er að skoða allar hliðar málsins og leggja fram tillögur sem verða metnar og þá fyrst verður tekin afstaða til þess hvort verður farið í næsta áfanga,“ segir Þórmundur. „Þá vitum við hvort þetta verkefni uppfylli öll þau skilyrði sem þurfa að vera í lagi.
Þá hefur Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, ákveðið að styrkja verkefnið um 18 milljónir króna. Eyþing, landshlutasamtök sveitarfélaga á Norðausturlandi, tekur við styrknum, sem nýtist annars vegar í undirbúningsvinnu …
Athugasemdir