Um leið og sýklalyfjaónæmi breiðist hraðar og hraðar út fær þessi mikla ógn sem að okkur stefjar meiri og meiri athygli. Bæði í heimi vísindanna sem og í umfjöllun fjölmiðla. Rík ástæða er til, enda eru sýklalyf líklega sú læknisfræðilega uppgötvun sem hefur bjargað flestum mannslífum. Ef við missum þetta tól okkar er hætt við að dánartíðni vegna sýkinga hækki mjög. Annar fyrirséður fylgifiskur er hið aukna álag sem leggst á heilbrigðiskerfið á skömmum tíma og gæti þannig einnig leitt til lakari meðferðar gegn öðrum sjúkdómum.
Sýklalyfjaónæmi er eftirsóttur eiginleiki fyrir bakteríur. Ónæmið gefur bakteríunum hæfileikann til að lifa af í umhverfi þar sem sýklalyf eru til staðar. Ónæmið er skrásett á ákveðin gen sem skrá fyrir prótínum sem geta meðal annars brotið sýklalyfin niður eða á annan hátt varið bakteríuna fyrir því. Þessi gen sem geyma sýklalyfjaónæmið ganga svo á milli baktería í sama umhverfi. Bakteríur eru nefnilega gæddar …
Athugasemdir