Ratcliffe kaupir jörð sem þingflokksformaður Framsóknarflokksins býr á

Breski auð­kýf­ing­ur­inn James Ratclif­fe hef­ur keypt að hluta jörð­ina Hauks­staði, þar sem Þór­unn Eg­ils­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins býr. Hún hef­ur hvatt til strangra reglna um er­lent eign­ar­hald á jörð­um.

Ratcliffe kaupir jörð sem þingflokksformaður Framsóknarflokksins býr á
Býr á jörð í eigu erlends auðkýfings Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, býr á jörðinni Hauksstöðum í Vapnafirði. Breski auðkýfingurinn James Ratcliffe hefur eignast fimmtungshlut í jörðinni. Mynd: Alþingi

Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður býr á jörðinni Hauksstöðum í Vopnafirði, sem breski auðkýfingurinn James Ratcliffe hefur keypt að hluta. Tuttugu prósenta hlutur í Hauksstöðum er í eigu félagsins Grænaþings, sem Ratcliffe hefur nú keypt af Jóhannesi Kristinssyni, viðskiptafélaga sínum. 

Þórunn hefur í málflutningi sínum hvatt til þess að strangar reglur gildi um erlent eignarhald á jörðum. Sérstök umræða um málaflokkinn fór fram á Alþingi 12. nóvember síðastliðinn að frumkvæði Líneikar Önnu Sævarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokks, og tók Þórunn til máls.

„Erum við að selja auðlindir úr landi?“

„Mest ásókn hefur verið í hlunnindajarðir sem eiga veiði og vatnsréttindi,“ sagði Þórunn. „Ásóknin hefur verið mikil meðal fólks sem ekki hefur fasta búsetu hér á landi og eru erlendir ríkisborgarar. Hér er því mikilvægt að staldra við og spyrja: Erum við að selja auðlindir úr landi? Eins og sú sem hér stendur hefur áður komið inn á í þingsal leggjum við Íslendingar ekki í vana okkar að selja auðlindir úr landi.“

Þórunn nefndi að strangar reglur gildi um erlent eignarhald og á starfsemi í sjávarútvegi og flugrekstri. „Ég spyr því hvers vegna það sama gildi ekki um auðlindina íslenskar jarðir. Hér hefur verið nefnt að lausnin gæti m.a. falist í því að skilyrða kaup á jörðum við samfellda búsetu á Íslandi í ákveðið mörg ár. Ég kalla áfram eftir eigendastefnu ríkisins vegna bújarða því það er hluti af þessu máli. “

Sagði Þórunn að grípa þyrfti til aðgerða í málaflokknum. „Þetta er byggðastefnumál, þetta er náttúruverndarmál, þetta er auðlindamál, þetta er samvinnumál. Þetta er mál afkomenda okkar.“

Á nú meirihluta í veiðifélagi á svæðinu

Þórunn er sem fyrr segir búsett á Hauksstöðum í Vopnafirði ásamt manni sínum Friðbirni Guðmundssyni. Friðbjörn er skráður fyrir 41,67 prósenta hlut í Hauksstöðum, dánarbú Baldurs Guðmundssonar, bróður Friðbjarnar, á 21,66 prósent, og Jón Þór og Sigurbjörg Kristín Guðmundsbörn, systkini þeirra Friðbjarnar og Baldurs, eiga hvort um sig 8,33 prósent hlut í jörðinni.

Tuttugu prósenta hlutur í Hauksstöðum er í eigu Grænaþings, félagsins sem Jóhannes Kristinsson, sem áður var kenndur við Fons og Iceland Express, hefur nú selt James Ratcliffe. Ratcliffe hefur keypt upp jarðir á Norðausturlandi undanfarin ár. Með kaupunum á Grænaþingi eignast hann 86,67% hlut í Veiðklúbbnum Streng og þar með veiðirétt í Selá og Hofsá í Vopnafirði auk fleiri eigna.

Jörðin Hauksstaðir
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
3
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
5
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár