Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ratcliffe kaupir jörð sem þingflokksformaður Framsóknarflokksins býr á

Breski auð­kýf­ing­ur­inn James Ratclif­fe hef­ur keypt að hluta jörð­ina Hauks­staði, þar sem Þór­unn Eg­ils­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins býr. Hún hef­ur hvatt til strangra reglna um er­lent eign­ar­hald á jörð­um.

Ratcliffe kaupir jörð sem þingflokksformaður Framsóknarflokksins býr á
Býr á jörð í eigu erlends auðkýfings Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, býr á jörðinni Hauksstöðum í Vapnafirði. Breski auðkýfingurinn James Ratcliffe hefur eignast fimmtungshlut í jörðinni. Mynd: Alþingi

Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður býr á jörðinni Hauksstöðum í Vopnafirði, sem breski auðkýfingurinn James Ratcliffe hefur keypt að hluta. Tuttugu prósenta hlutur í Hauksstöðum er í eigu félagsins Grænaþings, sem Ratcliffe hefur nú keypt af Jóhannesi Kristinssyni, viðskiptafélaga sínum. 

Þórunn hefur í málflutningi sínum hvatt til þess að strangar reglur gildi um erlent eignarhald á jörðum. Sérstök umræða um málaflokkinn fór fram á Alþingi 12. nóvember síðastliðinn að frumkvæði Líneikar Önnu Sævarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokks, og tók Þórunn til máls.

„Erum við að selja auðlindir úr landi?“

„Mest ásókn hefur verið í hlunnindajarðir sem eiga veiði og vatnsréttindi,“ sagði Þórunn. „Ásóknin hefur verið mikil meðal fólks sem ekki hefur fasta búsetu hér á landi og eru erlendir ríkisborgarar. Hér er því mikilvægt að staldra við og spyrja: Erum við að selja auðlindir úr landi? Eins og sú sem hér stendur hefur áður komið inn á í þingsal leggjum við Íslendingar ekki í vana okkar að selja auðlindir úr landi.“

Þórunn nefndi að strangar reglur gildi um erlent eignarhald og á starfsemi í sjávarútvegi og flugrekstri. „Ég spyr því hvers vegna það sama gildi ekki um auðlindina íslenskar jarðir. Hér hefur verið nefnt að lausnin gæti m.a. falist í því að skilyrða kaup á jörðum við samfellda búsetu á Íslandi í ákveðið mörg ár. Ég kalla áfram eftir eigendastefnu ríkisins vegna bújarða því það er hluti af þessu máli. “

Sagði Þórunn að grípa þyrfti til aðgerða í málaflokknum. „Þetta er byggðastefnumál, þetta er náttúruverndarmál, þetta er auðlindamál, þetta er samvinnumál. Þetta er mál afkomenda okkar.“

Á nú meirihluta í veiðifélagi á svæðinu

Þórunn er sem fyrr segir búsett á Hauksstöðum í Vopnafirði ásamt manni sínum Friðbirni Guðmundssyni. Friðbjörn er skráður fyrir 41,67 prósenta hlut í Hauksstöðum, dánarbú Baldurs Guðmundssonar, bróður Friðbjarnar, á 21,66 prósent, og Jón Þór og Sigurbjörg Kristín Guðmundsbörn, systkini þeirra Friðbjarnar og Baldurs, eiga hvort um sig 8,33 prósent hlut í jörðinni.

Tuttugu prósenta hlutur í Hauksstöðum er í eigu Grænaþings, félagsins sem Jóhannes Kristinsson, sem áður var kenndur við Fons og Iceland Express, hefur nú selt James Ratcliffe. Ratcliffe hefur keypt upp jarðir á Norðausturlandi undanfarin ár. Með kaupunum á Grænaþingi eignast hann 86,67% hlut í Veiðklúbbnum Streng og þar með veiðirétt í Selá og Hofsá í Vopnafirði auk fleiri eigna.

Jörðin Hauksstaðir
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár