Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ratcliffe kaupir jörð sem þingflokksformaður Framsóknarflokksins býr á

Breski auð­kýf­ing­ur­inn James Ratclif­fe hef­ur keypt að hluta jörð­ina Hauks­staði, þar sem Þór­unn Eg­ils­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins býr. Hún hef­ur hvatt til strangra reglna um er­lent eign­ar­hald á jörð­um.

Ratcliffe kaupir jörð sem þingflokksformaður Framsóknarflokksins býr á
Býr á jörð í eigu erlends auðkýfings Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, býr á jörðinni Hauksstöðum í Vapnafirði. Breski auðkýfingurinn James Ratcliffe hefur eignast fimmtungshlut í jörðinni. Mynd: Alþingi

Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður býr á jörðinni Hauksstöðum í Vopnafirði, sem breski auðkýfingurinn James Ratcliffe hefur keypt að hluta. Tuttugu prósenta hlutur í Hauksstöðum er í eigu félagsins Grænaþings, sem Ratcliffe hefur nú keypt af Jóhannesi Kristinssyni, viðskiptafélaga sínum. 

Þórunn hefur í málflutningi sínum hvatt til þess að strangar reglur gildi um erlent eignarhald á jörðum. Sérstök umræða um málaflokkinn fór fram á Alþingi 12. nóvember síðastliðinn að frumkvæði Líneikar Önnu Sævarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokks, og tók Þórunn til máls.

„Erum við að selja auðlindir úr landi?“

„Mest ásókn hefur verið í hlunnindajarðir sem eiga veiði og vatnsréttindi,“ sagði Þórunn. „Ásóknin hefur verið mikil meðal fólks sem ekki hefur fasta búsetu hér á landi og eru erlendir ríkisborgarar. Hér er því mikilvægt að staldra við og spyrja: Erum við að selja auðlindir úr landi? Eins og sú sem hér stendur hefur áður komið inn á í þingsal leggjum við Íslendingar ekki í vana okkar að selja auðlindir úr landi.“

Þórunn nefndi að strangar reglur gildi um erlent eignarhald og á starfsemi í sjávarútvegi og flugrekstri. „Ég spyr því hvers vegna það sama gildi ekki um auðlindina íslenskar jarðir. Hér hefur verið nefnt að lausnin gæti m.a. falist í því að skilyrða kaup á jörðum við samfellda búsetu á Íslandi í ákveðið mörg ár. Ég kalla áfram eftir eigendastefnu ríkisins vegna bújarða því það er hluti af þessu máli. “

Sagði Þórunn að grípa þyrfti til aðgerða í málaflokknum. „Þetta er byggðastefnumál, þetta er náttúruverndarmál, þetta er auðlindamál, þetta er samvinnumál. Þetta er mál afkomenda okkar.“

Á nú meirihluta í veiðifélagi á svæðinu

Þórunn er sem fyrr segir búsett á Hauksstöðum í Vopnafirði ásamt manni sínum Friðbirni Guðmundssyni. Friðbjörn er skráður fyrir 41,67 prósenta hlut í Hauksstöðum, dánarbú Baldurs Guðmundssonar, bróður Friðbjarnar, á 21,66 prósent, og Jón Þór og Sigurbjörg Kristín Guðmundsbörn, systkini þeirra Friðbjarnar og Baldurs, eiga hvort um sig 8,33 prósent hlut í jörðinni.

Tuttugu prósenta hlutur í Hauksstöðum er í eigu Grænaþings, félagsins sem Jóhannes Kristinsson, sem áður var kenndur við Fons og Iceland Express, hefur nú selt James Ratcliffe. Ratcliffe hefur keypt upp jarðir á Norðausturlandi undanfarin ár. Með kaupunum á Grænaþingi eignast hann 86,67% hlut í Veiðklúbbnum Streng og þar með veiðirétt í Selá og Hofsá í Vopnafirði auk fleiri eigna.

Jörðin Hauksstaðir
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
1
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
Sundrung hægri manna þegar fylgið mælist mest
5
Greining

Sundr­ung hægri manna þeg­ar fylg­ið mæl­ist mest

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn glím­ir við til­vist­ar­kreppu þar sem Mið­flokk­ur­inn krafs­ar í þjóð­ern­is­sinn­aða kjós­end­ur hans en Við­reisn í þá al­þjóða­sinn­uðu. Bók­un 35, út­lend­inga­mál og að­ild að Evr­ópu­sam­band­inu eru með­al þess sem grein­ir þá að. Heim­ild­in ræddi við kjörna full­trúa flokk­anna þriggja um átakalín­urn­ar, þró­un fylgis­ins og hvort flöt­ur sé á sam­starfi í hægri stjórn í fram­tíð­inni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
3
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
6
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár