Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ratcliffe kaupir jörð sem þingflokksformaður Framsóknarflokksins býr á

Breski auð­kýf­ing­ur­inn James Ratclif­fe hef­ur keypt að hluta jörð­ina Hauks­staði, þar sem Þór­unn Eg­ils­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins býr. Hún hef­ur hvatt til strangra reglna um er­lent eign­ar­hald á jörð­um.

Ratcliffe kaupir jörð sem þingflokksformaður Framsóknarflokksins býr á
Býr á jörð í eigu erlends auðkýfings Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, býr á jörðinni Hauksstöðum í Vapnafirði. Breski auðkýfingurinn James Ratcliffe hefur eignast fimmtungshlut í jörðinni. Mynd: Alþingi

Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður býr á jörðinni Hauksstöðum í Vopnafirði, sem breski auðkýfingurinn James Ratcliffe hefur keypt að hluta. Tuttugu prósenta hlutur í Hauksstöðum er í eigu félagsins Grænaþings, sem Ratcliffe hefur nú keypt af Jóhannesi Kristinssyni, viðskiptafélaga sínum. 

Þórunn hefur í málflutningi sínum hvatt til þess að strangar reglur gildi um erlent eignarhald á jörðum. Sérstök umræða um málaflokkinn fór fram á Alþingi 12. nóvember síðastliðinn að frumkvæði Líneikar Önnu Sævarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokks, og tók Þórunn til máls.

„Erum við að selja auðlindir úr landi?“

„Mest ásókn hefur verið í hlunnindajarðir sem eiga veiði og vatnsréttindi,“ sagði Þórunn. „Ásóknin hefur verið mikil meðal fólks sem ekki hefur fasta búsetu hér á landi og eru erlendir ríkisborgarar. Hér er því mikilvægt að staldra við og spyrja: Erum við að selja auðlindir úr landi? Eins og sú sem hér stendur hefur áður komið inn á í þingsal leggjum við Íslendingar ekki í vana okkar að selja auðlindir úr landi.“

Þórunn nefndi að strangar reglur gildi um erlent eignarhald og á starfsemi í sjávarútvegi og flugrekstri. „Ég spyr því hvers vegna það sama gildi ekki um auðlindina íslenskar jarðir. Hér hefur verið nefnt að lausnin gæti m.a. falist í því að skilyrða kaup á jörðum við samfellda búsetu á Íslandi í ákveðið mörg ár. Ég kalla áfram eftir eigendastefnu ríkisins vegna bújarða því það er hluti af þessu máli. “

Sagði Þórunn að grípa þyrfti til aðgerða í málaflokknum. „Þetta er byggðastefnumál, þetta er náttúruverndarmál, þetta er auðlindamál, þetta er samvinnumál. Þetta er mál afkomenda okkar.“

Á nú meirihluta í veiðifélagi á svæðinu

Þórunn er sem fyrr segir búsett á Hauksstöðum í Vopnafirði ásamt manni sínum Friðbirni Guðmundssyni. Friðbjörn er skráður fyrir 41,67 prósenta hlut í Hauksstöðum, dánarbú Baldurs Guðmundssonar, bróður Friðbjarnar, á 21,66 prósent, og Jón Þór og Sigurbjörg Kristín Guðmundsbörn, systkini þeirra Friðbjarnar og Baldurs, eiga hvort um sig 8,33 prósent hlut í jörðinni.

Tuttugu prósenta hlutur í Hauksstöðum er í eigu Grænaþings, félagsins sem Jóhannes Kristinsson, sem áður var kenndur við Fons og Iceland Express, hefur nú selt James Ratcliffe. Ratcliffe hefur keypt upp jarðir á Norðausturlandi undanfarin ár. Með kaupunum á Grænaþingi eignast hann 86,67% hlut í Veiðklúbbnum Streng og þar með veiðirétt í Selá og Hofsá í Vopnafirði auk fleiri eigna.

Jörðin Hauksstaðir
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár