„Noregur er það land í heiminum sem gengur mest á náttúruna út af umfangi laxeldis norskra fyrirtækja, og ekki bara í Noregi heldur líka á Íslandi ... Þegar laxeldisfyrirtækin geta ekki vaxið meira í Noregi, meðal annars út af skaðlegum áhrifum þess á umhverfið, þá fara þau til annarra landa, meðal annars Síle og Íslands,“ segir Mikael Frödin, blaða- og fluguveiðimaður, sem í byrjun nóvember var dæmdur fyrir að kafa að laxeldiskví í Altafirðinum í Norður-Noregi í sumar og taka upp myndband af eldislöxunum í kvínni. Dómurinn var kveðinn upp í héraðsdómi í Alta.
Frödin segir að um hafi verið að ræða „neyðarrétt“ af hans hálfu þar sem almenningur verði að fá að vita hvaða afleiðingar laxeldi í sjókvíum hafi á vistkerfið og náttúruna. Frödin gerði myndbandið fyrir bandaríska útivistarmerkið Patagonia og segir hann að upptakan verði notuð í heimildamynd um náttúruvernd sem fatamerkið er að gera. Stofnandi og andlit …
Athugasemdir