Íslenskt eignarhaldsfélag bræðranna Lýðs og Ágústs Guðmundssonar hefur ekki byrjað að greiða félagi þeirra í skattaskjólinu Tortólu, Alloa Finance Ltd. vexti af láni upp á nærri 5 milljarða króna og eru gjaldfallnar afborganir af láninu nú ríflega 1.200 milljónir króna. Eignarhaldsfélagið íslenska, sem heitir Korkur Invest ehf., var notað til að kaupa hlutabréf í breska matvælafyrirtækinu Bakkavör Group, fyrirtækinu sem Lýður og Ágúst eru kenndir við, af kröfuhöfum þess á Íslandi árið 2012.
Með því að nota Kork Invest ehf. til að kaupa hlutabréfin gátu þeir Lýður og Ágúst fengið 20 prósenta afslátt af íslensku krónunum sem notaðar voru til að eignast hlutabréfin af því félagið keypti þessar krónur í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands. Fjárfestingarleiðin var úrræði sem komið var á eftir efnahagshrunið árið 2008, þegar gjaldeyrishöft voru ríkjandi, til að laða erlenda fjárfestingu og fjárfesta til Íslands, þrátt fyrir óvissu í efnahagsmálum í kjölfar bankahrunsins.
Fjárfestingarleiðin virkaði þannig að …
Athugasemdir