Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

„Einbeittur vilji til útúrsnúnings“ á forsíðu Fréttablaðsins

Gylfi Magnús­son, vara­formað­ur stjórn­ar Orku­veit­unn­ar, gagn­rýn­ir for­síðu­frétt Frétta­blaðs­ins í dag þar sem Hild­ur Björns­dótt­ir borg­ar­full­trúi seg­ir fé­lag­ið hafa tek­ið dýrt lán til að greiða arð til eig­enda sinna. Frétt­in sé út­úr­snún­ing­ur og fjár­hags­staða Orku­veit­unn­ar hafi batn­að veru­lega. Hild­ur er ná­tengd út­gef­end­um og rit­stjórn Frétta­blaðs­ins.

„Einbeittur vilji til útúrsnúnings“ á forsíðu Fréttablaðsins
Hildur Björnsdóttir Varaformaður stjórnar Orkuveitunnar gagnrýnir Hildi og segir lántöku eðlilegan hluta fjárstýringar. Mynd: Sjálfstæðisflokkurinn á Facebook

Lántökur Orkuveitu Reykjavíkur eru eðlilegur hluti í fjárstýringu fyrirtækisins, að mati Gylfa Magnússonar, hagfræðings og varaformanns stjórnar þess. Fjárhagsstaða fyrirtækisins hafi batnað og lán hafi verið greidd niður á sama tíma og gjaldskrá hafi lækkað og arður verið greiddur út. „Að túlka þetta sem svo að OR hafi tekið lán til að greiða út arð kallar á einstaklega einbeittan vilja til útúrsnúnings,“ skrifar Gylfi á Facebook síðu sína.

Tilefni skrifa Gylfa er frétt sem prýddi forsíðu Fréttablaðins í dag með fyrirsögninni: Segir Orkuveituna slá dýr lán fyrir arðgreiðslu. Í fréttinni var haft eftir Hildi Björnsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og stjórnarmanni í Orkuveitunni, að hún teldi alvarlegt að fyrirtækið „slái dýr lán gagngert í þeim tilgangi að greiða arð í hendur stjórnmálamanna“.

Gylfi Magnússon

Vísar Hildur til láns sem Orkuveitan tók í lok árs 2016 hjá Íslandsbanka sem hún segir að hafi verið á óhagstæðum kjörum. Markmið lántökunnar hafi verið að hækka svokallað veltufjárhlutfall Orkuveitunnar sem sé skilyrði fyrir arðgreiðslum til eigenda þess, Reykjavíkurborgar, Akraneskaupstaðar og Borgarbyggðar. Í fréttinni er haft eftir Ingvari Stefánssyni, framkvæmdastjóra fjármála Orkuveitunnar, að Orkuveitunni hafi verið skylt að hækka veltufjárhlutfallið og lánið hafi verið einn liður í því.

Gylfi segir lántökuna hafa verið á ágætum kjörum miðað við lán í kjörum og hafa átt sér nokkurra vikna aðdraganda. „Það væri nærtækara að fagna því að fjárhagsstaða OR hafi batnað svo mikið að hægt sé bæði að lækka gjaldskrá og greiða út arð en halda samt áfram að lækka skuldir hratt. Það er einmitt það sem hefur verið gert undanfarið,“ skrifar Gylfi.

Arðgreiðslur samþykktar í eigendastefnunni

Í tilkynningu frá Brynhildi Davíðsdóttur, formanni stjórnar Orkuveitunnar, kemur fram að gjaldskrár fyrirtækisins hafi lækkað undanfarin misseri, auk þess sem greiddur hafi verið út arður af rekstrinum. „Í tilefni ummæla stjórnarmanns í fjölmiðlum í dag bendi ég á að í eigendastefnunni, sem samþykkt var einróma í öllum þremur sveitarstjórnum eigenda fyrirtækisins, er kveðið á um að reksturinn skuli skila eigendum arði,“ segir Brynhildur.

Brynhildur segir að arður sé ekki greiddur út nema skilyrði séu uppfyllt, en þau séu almenningi aðgengileg á vefnum. „Arðgreiðslur eru því eðlilegur þáttur útgjalda Orkuveitu Reykjavíkur og er gert ráð fyrir þeim í fjárhagsspám OR, sem eru öllum aðgengilegar. Fjármögnun Orkuveitu Reykjavíkur, þar á meðal lánsfjármögnun, tekur mið af fyrirsjáanlegum tekjum og gjöldum og fjárhagslegum markmiðum í rekstrinum. Sú lántaka, sem sætir gagnrýni í fjölmiðlum í dag, var í fullu samræmi við allt ofangreint,“ segir Brynhildur.

Hildur bregst við orðum Brynhildar í færslu á Facebook í dag. „Það er eftirtektarvert þegar óháðir stjórnarmenn OR bera í bætifláka fyrir þá ákvörðun hluthafa um greiða arð í hendur stjórnmálamanna. Þar er stjórnarmaðurinn kominn lóðbeint á hálan pólitískan ís,“ skrifar Hildur.

Hildur nátengd ritstjórn og útgáfufélagi Fréttablaðsins

Frétt Fréttablaðsins byggir mestmegnis á tilvitnunum í Hildi sjálfa. Ekki er rætt við stjórnendur Orkuveitunnar eða fulltrúa meirihlutans í stjórn fyrirtækisins. Aðeins er rætt við Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóra fjármála Orkuveitunnar, um tengsl lántökunnar við svokallað veltufjárhlutfall.

Hildur hefur sterk tengsl við ritstjórn og útgáfufélag Fréttablaðsins. Útgefandi Fréttablaðsins, Kristín Þorsteinsdóttir, er tengdamóðir Hildar. Einn ritstjóra blaðsins, Ólöf Skaftadóttir, er mágkona Hildar. Þá situr eiginmaður Hildar, Jón Skaftason, í stjórn Torgs ehf., útgáfufélags Fréttablaðsins. Ekki er getið um þessi tengsl í fréttinni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjölmiðlamál

Hundruð milljóna taprekstur fjölmiðla telst ekki til fjárhagserfiðleika
ÚttektFjölmiðlamál

Hundruð millj­óna ta­prekst­ur fjöl­miðla telst ekki til fjár­hagserf­ið­leika

Stærst­ur hluti Covid-styrkja til fjöl­miðla fer til þriggja sem töp­uðu hundruð­um millj­óna í fyrra. Lilja Al­freðs­dótt­ir mennta­mála­ráð­herra vildi að smærri miðl­ar fengju meira. And­staða var á Al­þingi og ekki er vit­að hvort fjöl­miðla­frum­varp verð­ur aft­ur lagt fram. Pró­fess­or seg­ir pen­ing­um aus­ið til hags­muna­að­ila.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
4
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár