Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

„Einbeittur vilji til útúrsnúnings“ á forsíðu Fréttablaðsins

Gylfi Magnús­son, vara­formað­ur stjórn­ar Orku­veit­unn­ar, gagn­rýn­ir for­síðu­frétt Frétta­blaðs­ins í dag þar sem Hild­ur Björns­dótt­ir borg­ar­full­trúi seg­ir fé­lag­ið hafa tek­ið dýrt lán til að greiða arð til eig­enda sinna. Frétt­in sé út­úr­snún­ing­ur og fjár­hags­staða Orku­veit­unn­ar hafi batn­að veru­lega. Hild­ur er ná­tengd út­gef­end­um og rit­stjórn Frétta­blaðs­ins.

„Einbeittur vilji til útúrsnúnings“ á forsíðu Fréttablaðsins
Hildur Björnsdóttir Varaformaður stjórnar Orkuveitunnar gagnrýnir Hildi og segir lántöku eðlilegan hluta fjárstýringar. Mynd: Sjálfstæðisflokkurinn á Facebook

Lántökur Orkuveitu Reykjavíkur eru eðlilegur hluti í fjárstýringu fyrirtækisins, að mati Gylfa Magnússonar, hagfræðings og varaformanns stjórnar þess. Fjárhagsstaða fyrirtækisins hafi batnað og lán hafi verið greidd niður á sama tíma og gjaldskrá hafi lækkað og arður verið greiddur út. „Að túlka þetta sem svo að OR hafi tekið lán til að greiða út arð kallar á einstaklega einbeittan vilja til útúrsnúnings,“ skrifar Gylfi á Facebook síðu sína.

Tilefni skrifa Gylfa er frétt sem prýddi forsíðu Fréttablaðins í dag með fyrirsögninni: Segir Orkuveituna slá dýr lán fyrir arðgreiðslu. Í fréttinni var haft eftir Hildi Björnsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og stjórnarmanni í Orkuveitunni, að hún teldi alvarlegt að fyrirtækið „slái dýr lán gagngert í þeim tilgangi að greiða arð í hendur stjórnmálamanna“.

Gylfi Magnússon

Vísar Hildur til láns sem Orkuveitan tók í lok árs 2016 hjá Íslandsbanka sem hún segir að hafi verið á óhagstæðum kjörum. Markmið lántökunnar hafi verið að hækka svokallað veltufjárhlutfall Orkuveitunnar sem sé skilyrði fyrir arðgreiðslum til eigenda þess, Reykjavíkurborgar, Akraneskaupstaðar og Borgarbyggðar. Í fréttinni er haft eftir Ingvari Stefánssyni, framkvæmdastjóra fjármála Orkuveitunnar, að Orkuveitunni hafi verið skylt að hækka veltufjárhlutfallið og lánið hafi verið einn liður í því.

Gylfi segir lántökuna hafa verið á ágætum kjörum miðað við lán í kjörum og hafa átt sér nokkurra vikna aðdraganda. „Það væri nærtækara að fagna því að fjárhagsstaða OR hafi batnað svo mikið að hægt sé bæði að lækka gjaldskrá og greiða út arð en halda samt áfram að lækka skuldir hratt. Það er einmitt það sem hefur verið gert undanfarið,“ skrifar Gylfi.

Arðgreiðslur samþykktar í eigendastefnunni

Í tilkynningu frá Brynhildi Davíðsdóttur, formanni stjórnar Orkuveitunnar, kemur fram að gjaldskrár fyrirtækisins hafi lækkað undanfarin misseri, auk þess sem greiddur hafi verið út arður af rekstrinum. „Í tilefni ummæla stjórnarmanns í fjölmiðlum í dag bendi ég á að í eigendastefnunni, sem samþykkt var einróma í öllum þremur sveitarstjórnum eigenda fyrirtækisins, er kveðið á um að reksturinn skuli skila eigendum arði,“ segir Brynhildur.

Brynhildur segir að arður sé ekki greiddur út nema skilyrði séu uppfyllt, en þau séu almenningi aðgengileg á vefnum. „Arðgreiðslur eru því eðlilegur þáttur útgjalda Orkuveitu Reykjavíkur og er gert ráð fyrir þeim í fjárhagsspám OR, sem eru öllum aðgengilegar. Fjármögnun Orkuveitu Reykjavíkur, þar á meðal lánsfjármögnun, tekur mið af fyrirsjáanlegum tekjum og gjöldum og fjárhagslegum markmiðum í rekstrinum. Sú lántaka, sem sætir gagnrýni í fjölmiðlum í dag, var í fullu samræmi við allt ofangreint,“ segir Brynhildur.

Hildur bregst við orðum Brynhildar í færslu á Facebook í dag. „Það er eftirtektarvert þegar óháðir stjórnarmenn OR bera í bætifláka fyrir þá ákvörðun hluthafa um greiða arð í hendur stjórnmálamanna. Þar er stjórnarmaðurinn kominn lóðbeint á hálan pólitískan ís,“ skrifar Hildur.

Hildur nátengd ritstjórn og útgáfufélagi Fréttablaðsins

Frétt Fréttablaðsins byggir mestmegnis á tilvitnunum í Hildi sjálfa. Ekki er rætt við stjórnendur Orkuveitunnar eða fulltrúa meirihlutans í stjórn fyrirtækisins. Aðeins er rætt við Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóra fjármála Orkuveitunnar, um tengsl lántökunnar við svokallað veltufjárhlutfall.

Hildur hefur sterk tengsl við ritstjórn og útgáfufélag Fréttablaðsins. Útgefandi Fréttablaðsins, Kristín Þorsteinsdóttir, er tengdamóðir Hildar. Einn ritstjóra blaðsins, Ólöf Skaftadóttir, er mágkona Hildar. Þá situr eiginmaður Hildar, Jón Skaftason, í stjórn Torgs ehf., útgáfufélags Fréttablaðsins. Ekki er getið um þessi tengsl í fréttinni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjölmiðlamál

Hundruð milljóna taprekstur fjölmiðla telst ekki til fjárhagserfiðleika
ÚttektFjölmiðlamál

Hundruð millj­óna ta­prekst­ur fjöl­miðla telst ekki til fjár­hagserf­ið­leika

Stærst­ur hluti Covid-styrkja til fjöl­miðla fer til þriggja sem töp­uðu hundruð­um millj­óna í fyrra. Lilja Al­freðs­dótt­ir mennta­mála­ráð­herra vildi að smærri miðl­ar fengju meira. And­staða var á Al­þingi og ekki er vit­að hvort fjöl­miðla­frum­varp verð­ur aft­ur lagt fram. Pró­fess­or seg­ir pen­ing­um aus­ið til hags­muna­að­ila.

Mest lesið

Hvalfjörðurinn endi ekki sem „ruslahaugur alls konar tilrauna“
2
SkýringVindorka á Íslandi

Hval­fjörð­ur­inn endi ekki sem „ruslahaug­ur alls kon­ar til­rauna“

Ra­feldsneytis­verk­smiðj­ur eru sögu­lega orku­frek­ar. Þær eru líka fyr­ir­ferð­ar­mikl­ar og með tengd­um mann­virkj­um á borð við bryggj­ur og virkj­an­ir yrði rask af þeim mik­ið. „Má ekki ákveða á ein­hverj­um tíma­punkti að nóg sé kom­ið?“ spyr kona í Hval­firði sem myndi sjá 60 metra há­an kyndil ra­feldsneytis­verk­smiðju á Grund­ar­tanga frá jörð­inni sinni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár