Utanríkisráðuneytið neitar að svara spurningum Stundarinnar um kostnað við öryggisgæslu í sendiskrifstofum Íslands erlendis. Ber ráðuneytið meðal annars fyrir sig að ekki sé unnt að tiltaka slíkan kostnað þar sem íslenskar sendiskrifstofur deili húsnæði með sendiskrifstofum annarra ríkja og á öðrum stöðum sé öryggisgæsla innifalin í leigukostnaði. Þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir Stundarinnar hefur ráðuneytið ekki heldur viljað greina frá því hver sé heildarkostnaður umræddrar öryggisgæslu. Sjö ráðuneyti stjórnarráðs Íslands greiða samtals 88 milljónir króna á ári í aðkeypta öryggisgæslu, allt til Öryggismiðstöðvarinnar. Níunda ráðuneytið, forsætisráðuneytið, gefur ekki upp kostnað við öryggisgæslu hjá sér en hann er fólginn í launakostnaði.
Stundin sendi fyrirspurn á öll ráðuneyti stjórnarráðs Íslands 1. október síðastliðinn þar sem óskað var eftir upplýsingum um hvernig öryggisgæslu ráðuneytanna væri háttað og hver væri kostnaður við þá gæslu. Í svörum við fyrirspurn Stundarinnar kom fram að Rekstrarfélag Stjórnarráðsins sæi um öryggisgæslu fyrir sjö af níu ráðuneytum, fyrir atvinnuvega- og …
Athugasemdir