Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Utanríkisráðuneytið neitar að svara til um kostnað við öryggisgæslu

Ber fyr­ir sig að ekki liggi fyr­ir gögn um kostn­að við ör­ygg­is­gæslu í sendiskrif­stof­um er­lend­is í ráðu­neyt­inu. Ör­ygg­is­mið­stöð­in fær 88 millj­ón­ir á ári fyr­ir ör­ygg­is­gæslu í ráðu­neyt­un­um.

Utanríkisráðuneytið neitar að svara til um kostnað við öryggisgæslu
Neitar að veita upplýsingar Utanríkisráðuneytið neitar að veita Stundinni upplýsingar um kostnað við öryggisgæslu í sendiskrifstofum sínum. Mynd: Af vef utanríkisráðuneytisins

Utanríkisráðuneytið neitar að svara spurningum Stundarinnar um kostnað við öryggisgæslu í sendiskrifstofum Íslands erlendis. Ber ráðuneytið meðal annars fyrir sig að ekki sé unnt að tiltaka slíkan kostnað þar sem íslenskar sendiskrifstofur deili húsnæði með sendiskrifstofum annarra ríkja og á öðrum stöðum sé öryggisgæsla innifalin í leigukostnaði. Þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir Stundarinnar hefur ráðuneytið ekki heldur viljað greina frá því hver sé heildarkostnaður umræddrar öryggisgæslu. Sjö ráðuneyti stjórnarráðs Íslands greiða samtals 88 milljónir króna á ári í aðkeypta öryggisgæslu, allt til Öryggismiðstöðvarinnar. Níunda ráðuneytið, forsætisráðuneytið, gefur ekki upp kostnað við öryggisgæslu hjá sér en hann er fólginn í launakostnaði.

Stundin sendi fyrirspurn á öll ráðuneyti stjórnarráðs Íslands 1. október síðastliðinn þar sem óskað var eftir upplýsingum um hvernig öryggisgæslu ráðuneytanna væri háttað og hver væri kostnaður við þá gæslu. Í svörum við fyrirspurn Stundarinnar kom fram að Rekstrarfélag Stjórnarráðsins sæi um öryggisgæslu fyrir sjö af níu ráðuneytum, fyrir atvinnuvega- og …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár