Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Þingkona Framsóknar líkir aðferðum Sigmundar við aðferðir einræðisherra

Silja Dögg Gunn­ars­dótt­ir seg­ir fyrr­ver­andi formann sinn hvorki hug­rakk­an né kjark­mik­inn. Sig­mund­ur Dav­íð hafi í heilt ár vart mætt til vinnu en nýtt tím­ann á þing­far­ar­kaupi við að stofna flokk ut­an um sig á bak við fé­laga sína.

Þingkona Framsóknar líkir aðferðum Sigmundar við aðferðir einræðisherra
Segir Sigmund Davíð kasta grjóti úr glerhúsi Silja Dögg Gunnarsdóttir segir sinn fyrrverandi formann kasta grjóti úr glerhúsi þegar hann saki aðra um kjark- og verkleysi. Mynd: Samsett

Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, líkir málflutningi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar við aðferðir popúlista og einræðisherra og segir Sigmund Davíð hvorki hugrakkan né kjarkmikinn. Hann eigi þvert á móti sögu að því að hafa lagt á flótta undan fjölmiðlum og gagnrýnendum sínum. Þá hafi hann vart mætt til vinnu í heilt ár sem þingmaður en hafi nýtt tíma sinn á þingmannakaupi til að stofna flokk utan um sjálfan sig, á bak við þáverandi samflokksmenn hans í Framsóknarflokknum.

Þessar lýsingar setur Silja Dögg fram í færslu á Facebook þar sem hún tengir á frétt um flokksráðsfund Miðflokksins um liðna helgi. Í formannsræðu sinni á fundinum sagði Sigmundur Davíð það ánægjuefni að geta treyst samflokksmönnum sínum, það sé breyting frá því sem áður var og vísar þar til þess tíma sem hann starfaði í Framsóknarflokknum.

„Vissulega getur Sigmundur Davíð verið hugmyndaríkur en hugrakkur og kjarkmikill er hann svo sannarlega ekki“

Gagnrýni Silju Daggar er hörð þar sem hún lýsir yfirlýsingum Sigmundar Davíðs um kjark- og verkleysi annarra við að kasta steinum úr glerhúsi. „Sami maður og hljóp út úr sjónvarpsviðtali. Maður sem mætti sárasjaldan í þingsal þegar hann var forsætisráðherra, brunaði á Bessastaði án vitundar þingflokks síns til að slíta stjórnarsamstarfi (gegn vilja þingflokks), hljóp út af flokksþingi þegar hann tapaði kosningu í stað þess að óska keppinauti sínum til hamingju og þakka stuðningsmönnum sínum (sem margir hverjir komu langt að) fyrir stuðninginn. Sami maður og hefur margsinnis verið á flótta undan fjölmiðlum og öðrum þeim sem hafa gagnrýnt hann, í stað þess að svara spurningum heiðarlega.

Maður sem mætti varla til vinnu í heilt ár, en þáði þó laun fyrir, getur trútt um talað þegar kemur að verkleysi...nei annars, hann var auðvitað ekki verklaus heldur upptekinn við að stofna framfarafélag og flokk um sjálfan sig. Já, og safna frímerkjum.“

Silja Dögg segir aðferð Sigmundar Davíðs vera þá að búa til stríð við andlitslaust fólk og tala um sjálfan sig sem hugrakkan og kjarkaðan leiðtoga. „Það er líka voðalega auðvelt að eiga í stríði í andlitslaust fólk og tala um sjálfan sig sem hugrakkan og kjarkaðan leiðtoga. Andlitslaust fólk eins og hrægamma, embættismenn og auðvitað hið hræðilega „vinstri“. Klassísk og vel þekkt aðferð popúlista og einræðisherra til að ná völdum og halda þeim er einmitt að búa til óvini. Óvini sem aldrei verða sigraðir. „Ógnin“ er því stöðug og „nauðsynlegt“ fyrir fylgismenn hins „hugrakka og óumdeilda“ foringja að styðja hann. Annars gæti „eitthvað“ hræðilegt gerst. Maðurinn er sá eini sem getur bjargað þjóðinni frá glötun,“ útskýrir hún.

„Ég er svo gapandi hissa að hverju fólk er tilbúið að trúa.“

Þá gefur Silja Dögg til kynna að Sigmundur ýki upp eigin aðkomu að leiðréttingu húsnæðislána.

„Miðflokksmenn eru hrifnir af hinum „kjarkaða foringja“ sínum. Sumir hverjir standa jafnvel í þeirri trú að hann hafi einn og sjálfur leiðrétt húsnæðislán Íslendinga, sem er auðvitað alger firra. Þar komu að fjölmargir sérfræðingar, hinir alræmdu embættismenn ýmissa stofnana og ráðuneyta sem og auðvitað allur þingflokkur Framsóknarflokksins. Grasrót Framsóknarflokksins barðist einnig ötullega fyrir leiðréttingu húsnæðislána á fjölmörgum vígstöðvum. Ég er svo gapandi hissa að hverju fólk er tilbúið að trúa. Vissulega getur Sigmundur Davíð verið hugmyndaríkur en hugrakkur og kjarkmikill er hann svo sannarlega ekki,“ skrifar Silja Dögg.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu