Jónas Garðarsson, sitjandi formaður Sjómannafélags Íslands, gefur lítið fyrir gagnrýni formanns ASÍ og formanna stærstu stéttarfélaga landsins á vinnubrögð hans og trúnaðarmannaráðs félagsins þegar Heiðveigu Maríu Einarsdóttur var vikið úr félaginu á þeirri forsendu að hún hefði skaðað hagsmuni þess.
Nokkrir helstu verkalýðsleiðtogar landsins hafa farið fram á að Sjómannafélagið afturkalli brottvikninguna þegar í stað. Jónas segir þá vel mega viðra sínar skoðanir en það breyti því ekki að þeir komi allir úr „sama klúbbnum“. Hann þvertekur fyrir að hann og félagar hans hafi með háttalagi sínu vegið að málfrelsi, tillögurétti og kjörgengi Heiðveigar. Þá situr hann fastur við sinn keip og sakar Heiðveigu um að hafa stundað skemmdarverkastarfsemi með ummælum sínum og gagnrýni.
Yfir hundrað félagsmenn í Sjómannafélagi Íslands hafa farið fram á félagsfund þegar í stað „í ljósi grafalvarlegrar stöðu félagsins.“ Þá hefur Sjómannafélagið Jötunn í Vestmannaeyjum nú bæst í hóp þeirra sem fordæma brottrekstur Heiðveigar úr …
Athugasemdir