Hæsti styrkur Pírata frá HB Granda

Pírat­ar fengu að­eins styrki frá fjór­um lög­að­il­um í fyrra en fé­lags­menn styrktu flokk­inn um rúm­ar 8 millj­ón­ir. Flokk­ur­inn hagn­að­ist um 16 millj­ón­ir á ár­inu.

Hæsti styrkur Pírata frá HB Granda

Píratar högnuðust um 16 milljónir króna á árinu 2017 og eigið fé þeirra stóð í 46 milljónum í árslok. Aðeins fjórir lögaðilar styrktu flokkinn um samtals 560 þúsund, en útgerðarfélagið HB Grandi greiddi hæsta mögulega styrk, 400 þúsund krónur.

Þetta kemur fram í ársreikningi Pírata vegna 2017 sem Ríkisendurskoðun birti í dag. Fram kemur að tekjur flokksins í fyrra hafi numið 77 milljónum króna. Megnið af þeirri upphæð voru ríkisframlög, eða tæpar 67 milljónir, en félagsmenn flokksins styrktu hann um 8,4 milljónir. Enginn einstaklingur styrkti flokkinn um meira en 200 þúsund krónur og er því enginn nefndur á nafn í reikningnum.

Rekstur flokksins kostaði rúma 61 milljón króna í fyrra og hagnaðist því flokkurinn um tæpar 16 milljónir króna á árinu. Árið áður hafði hagnaðurinn numið 7 milljónum. Eigið fé flokksins var 46 milljónir króna í árslok og skuldir aðeins um eina milljón króna. Þá kemur fram í ársreikningnum að sala á Píratavarningi hafi skapað 60 þúsund krónur í tekjur á árinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
1
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár