Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Brot Björns Braga varða við hegningarlög

Björn Bragi Arn­ar­son, sjón­varps­mað­ur og grín­isti, ját­ar ósæmi­lega snert­ingu á 17 ára stúlku í til­kynn­ingu í nótt. Slík snert­ing „inn­an klæða sem ut­an“ get­ur varð­að allt að tveggja ára fang­elsi sam­kvæmt lög­um.

Brot Björns Braga varða við hegningarlög
Játar kynferðislegt áreiti Björn Bragi hefur játað að hafa áreitt 17 ára stúlku kynferðislega með því að hafa snert hana á ósæmilegan hátt um liðna helgi.

Björn Bragi Arnarsson, sjónvarpsmaður og grínisti, játar að hafa snert 17 ára stúlku „á ósæmilegan hátt“ og biðst afsökunar í tilkynningu á Facebook í nótt. Myndband sem sýnir atvikið fór á dreifingu á samfélagsmiðlum í gærkvöldi.

Samkvæmt 199. gr. almennra hegningarlaga skal hver sá sem gerist sekur um kynferðislega áreitni sæta fangelsi allt að 2 árum. „Kynferðisleg áreitni felst m.a. í því að strjúka, þukla eða káfa á kynfærum eða brjóstum annars manns innan klæða sem utan, enn fremur í táknrænni hegðun eða orðbragði sem er mjög meiðandi, ítrekað eða til þess fallið að valda ótta,“ segir í greininni. Þá segir í 99. gr. barnaverndarlaga að vanvirðandi háttsemi gagnvart barni skuli sæta sektum eða fangelsi allt að þremur árum.

Atvikið átti sér stað aðfararnótt sunnudags. Myndbandið sýnir Björn Braga káfa á klofi 17 ára stúlku utan klæða. Samkvæmt tilkynningu hans í nótt þekktust þau ekki fyrir.

„Við áttum stutt samskipti og ég snerti hana á ósæmilegan hátt,“ skrifar hann. „Þessi hegðun mín var algjörlega óásættanleg og ég er miður mín yfir því að hafa hagað mér með þessum hætti. Það að ég hafi verið undir áhrifum áfengis er engin afsökun.“

Í tilkynningunni segist Björn Bragi hafa sett sig í samband við stúlkuna og fjölskyldu hennar á mánudagskvöld. „Ég bað hana einlægrar afsökunar á framkomu minni. Ég gekk of langt og tek fulla ábyrgð á þessu atviki. Ég átti gott samtal við móður stúlkunnar. Hún sagði mér að fjölmiðlar hefðu reynt að ná sambandi við bæði sig og stúlkuna. Hún vildi koma á framfæri ósk um að þau yrðu látin í friði. Það vil ég líka gera. Ég ber alla ábyrgð hér.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
5
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár