Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Keyptu nítján nýjar skóflur

Kostn­að­ur við skóflu­stungu nýs með­ferð­ar­kjarna Land­spít­al­ans nam tæpri hálfri millj­ón.

Keyptu nítján nýjar skóflur
100 þúsund kall fyrir skóflur Skóflurnar sem keyptar voru fyrir skóflustunguna kostuðu rétt um 100 þúsund krónur. Mynd: Þorkell Þorkelsson

Kostnaðurinn við skóflustungu að nýjum meðferðarkjarna Landspítalans við Hringbraut nam tæpri hálfri milljón króna. Nítján nýjar skóflur sem keyptar voru vegna athafnarinnar kostuðu tæpar hundrað þúsund krónur.

Þetta kemur fram í svari Gunnars Svavarssonar, framkvæmdastjóra NLSH, við fyrirspurn Stundarinnar. Átján hagsmunaaðilar tóku skóflustungu við athöfnina, þar á meðal ráðherrar, aðilar úr háskólasamfélaginu og forystufólk fagfélaga heilbrigðisstarfsfólks. Hver skófla kostaði 4.635 kr. án virðisaukaskatts og geyma hagsmunaaðilarnir hver sína skóflu, að sögn Gunnars.

Kostnaður við svið, hljóðkerfi og öryggisgæslu nam alls 297.500 kr. Þá hlaut skólahljómsveit Kópavogs styrk í ferða- og tónlistarsjóð sem nemur 100 þúsund krónum, en 40 börn komu að athöfninni.

Meðferðarkjarninn verður stærsta byggingin í Landspítalaþorpinu og gegnir lykilhlutverki í starfsemi Landspítalans sem bráða- og háskólasjúkrahúss. Byggingin verður tekin í notkun árið 2024.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
5
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár