Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Keyptu nítján nýjar skóflur

Kostn­að­ur við skóflu­stungu nýs með­ferð­ar­kjarna Land­spít­al­ans nam tæpri hálfri millj­ón.

Keyptu nítján nýjar skóflur
100 þúsund kall fyrir skóflur Skóflurnar sem keyptar voru fyrir skóflustunguna kostuðu rétt um 100 þúsund krónur. Mynd: Þorkell Þorkelsson

Kostnaðurinn við skóflustungu að nýjum meðferðarkjarna Landspítalans við Hringbraut nam tæpri hálfri milljón króna. Nítján nýjar skóflur sem keyptar voru vegna athafnarinnar kostuðu tæpar hundrað þúsund krónur.

Þetta kemur fram í svari Gunnars Svavarssonar, framkvæmdastjóra NLSH, við fyrirspurn Stundarinnar. Átján hagsmunaaðilar tóku skóflustungu við athöfnina, þar á meðal ráðherrar, aðilar úr háskólasamfélaginu og forystufólk fagfélaga heilbrigðisstarfsfólks. Hver skófla kostaði 4.635 kr. án virðisaukaskatts og geyma hagsmunaaðilarnir hver sína skóflu, að sögn Gunnars.

Kostnaður við svið, hljóðkerfi og öryggisgæslu nam alls 297.500 kr. Þá hlaut skólahljómsveit Kópavogs styrk í ferða- og tónlistarsjóð sem nemur 100 þúsund krónum, en 40 börn komu að athöfninni.

Meðferðarkjarninn verður stærsta byggingin í Landspítalaþorpinu og gegnir lykilhlutverki í starfsemi Landspítalans sem bráða- og háskólasjúkrahúss. Byggingin verður tekin í notkun árið 2024.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
3
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu