Mikilvægt er að mæta reglulega í leghálsskoðun hjá Krabbameinsfélagi Íslands, kvensjúkdómalæknum, hjá heilsugæslustöðvum eða heimilislæknum. Um einfalda en mikilvæga rannsókn er að ræða. HPV-veiran, sem getur smitast við samfarir, er algeng. Til eru rúmlega 100 stofnar veirunnar og getur hluti þeirra valdið frumubreytingum sem geta síðan orðið að leghálskrabbameini ef ekkert er að gert. Þá valda sumar HPV-tegundir kynfæravörtum. Síðustu ár hefur stúlkum verið boðið upp á bólusetningu gegn HPV-veirunni en þrátt fyrir það er nauðsynlegt að mæta reglulega í leghálsskoðun.
HPV-veirusmit er mjög algengt og er talið að um 80 prósent kvenna sem stunda kynlíf smitist af HPV-veirunni, sem smitast við kynmök eða nána snertingu húðar á kynfærasvæði. HPV-stofnar eru margir og er talið að undirtegundir séu rúmlega 100 talsins. Tæplega 30 tegundir veirunnar geta valdið frumubreytingum í kynfærum kvenna, um 15 þeirra tengjast leghálskrabbameini en aðrar geta valdið vörtum á kynfærum. Tveir stofnar veirunnar valda um 70 til …
Athugasemdir