Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Uppskeruhátíð íslenska tónlistarlífsins, hrekkjavaka og minningartónleikar

Tón­leik­ar, við­burð­ir og sýn­ing­ar 26. októ­ber til 8. nóv­em­ber.

Uppskeruhátíð íslenska tónlistarlífsins, hrekkjavaka og minningartónleikar

Listahátíðin Cycle 

Hvar? Kópavogi og víðar
Hvenær? 26. október– 4. nóvember
Aðgangseyrir: Oftast ókeypis!

Fjöllistahátíðin Cycle er haldin fjórða árið í röð, en hún er haldin á Íslandi, Þýskalandi og Kína. Hátíðin er samtal tilraunakenndrar samtímatónlistar og myndlistar, en opnunarathöfn hátíðarinnar fer fram á Þingvöllum 26. október kl. 12–13. Hátíðin fer síðan fram í Gerðarsafni, Iðnó, Mengi, Kópavogslaug, Salnum og NÝLÓ. Hægt er að nálgast dagskrána á www.cycle.is.

Reykjavík Kabarett

Hvar? Þjóðleikhúskjallarinn
Hvenær? 26. október, 2. & 9. nóvember
Aðgangseyrir: 3.900 kr.

Sýningin blandar saman burlesque, kabarett, sirkuslistum, dragi, töfrum, tónlist og fleiru með vænni skvettu af fullorðinsbröndurum. Auk kjarnateymisins bak við Reykjavík Kabarett koma erlendir og íslenskir gestir fram í sýningunni. Sýningin er stranglega bönnuð innan 18 og ekki fyrir þá sem eru viðkvæmir fyrir dónabröndurum eða undrum mannslíkamans.

Jóhann Jóhannsson minningartónleikar

Hvar? Mengi
Hvenær? 27. október kl. 21.00
Aðgangseyrir: 3.000 kr.

Fráfall Jóhanns Jóhannssonar skildi eftir sig djúp sár í íslenska tónlistarheiminum. Á 48 árum gaf tónlistarmaðurinn út fjöldann allan af plötum, hljóðheimum og lögum. Sérstakir minningartónleikar eru haldnir honum til heiðurs í Mengi þar sem HAM, Ben Frost, Skúli Sverrisson og fjölmargir aðrir listamenn koma fram. Allur ágóði miðasölunnar fer í minningarsjóð Jóhanns.

Halloween Iceland 2018

Hvar? Gaukurinn
Hvenær? 27. október kl. 21.00
Aðgangseyrir: 2.000 kr.

Hið árlega hrekkjavökuball Halloween Iceland fer fram á Gauknum. Eins og áður er þetta búningakeppni og því verður búningalausum meinaður aðgangur. Verðlaun eru veitt fyrir bestu búninga og tilþrif og síðan munu plötusnúðar þeyta skífum fram í rauða bítið.

The Exorcist hrekkjavökusýning

Hvar? Bíó Paradís
Hvenær? 31. október kl. 20.00
Aðgangseyrir: 1.600 kr.

Særingarmaðurinn, eða The Exorcist, heldur enn dampi sem ein mest sjokkerandi og grípandi mynd í kvikmyndasögunni og er oft með á listum yfir óhugnanlegustu myndir sem gerðar hafa verið. Myndin fjallar um tólf ára stelpu sem verður andsetin og baráttu móður hennar og tveggja presta við að særa kölska í burtu.

Ingólfur Arnarsson: Jarðhæð

Hvar? Hafnarhúsið
Hvenær? 3. nóvember–10. febrúar
Aðgangseyrir: 1.650 kr.

Ingólfur hefur verið áhrifamikill í íslensku listalífi frá níunda áratugnum. Teikning hefur ætíð skipað veigamikinn sess í listsköpun hans en teikningar Ingólfs einkennast af fíngerðum línum, nákvæmni og tíma. Sýningar á verkum Ingólfs eru hugsaðar út frá hverju rými fyrir sig og hafa sparleg en nákvæmlega úthugsuð verk hans verið kennd við mínímalisma.

Skotleyfi á skynfærin: Indriði Arnar Ingólfsson

Hvar? Húrra
Hvenær? 4. nóvember kl. 20.00
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Á sunnudagskvöldum fá valdir listamenn frjálsar hendur í tónlistarvali á Húrra. Listamaður þennan tiltekna sunnudag er Indriði Arnar Ingólfsson listamaður, en áður en hann hóf sóló-indí-feril sinn spilaði hann með leifturhröðu pönksveitinni Muck. Búast má við því að hann muni spila alls konar tónlist á þessu kvöldi.

Iceland Airwaves

Hvar? Reykjavík
Hvenær? 7.–10. nóvember
Aðgangseyrir: 21.900 kr.

Iceland Airwaves er uppskeruhátíð íslenska tónlistarlífsins, en á þessari fjögurra daga  tónlistarhátíð koma rúmlega 200 hljómsveitir fram. Aðeins rjómi íslensks tónlistarfólks og hljómsveita stíga á svið, en samhliða dagskrá hátíðarinnar fer fram svokölluð „off venue“-dagskrá sem er gjaldfrjáls. Hátíðin er haldin í 20. skiptið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Guðfaðir plokksins: „Þú brennir meira með því að plokka en skokka“
6
Fréttir

Guð­fað­ir plokks­ins: „Þú brenn­ir meira með því að plokka en skokka“

„Þetta er ekki rusl­ið þitt en þetta er plán­et­an okk­ar,“ seg­ir Erik Ahlström, guð­fað­ir plokks­ins. Ekki bara felst heilsu­bót í plokk­inu held­ur seg­ir Erik það líka gott fyr­ir um­hverf­ið og kom­andi kyn­slóð­ir. Hann tel­ur mik­il­vægt fyr­ir sjáv­ar­þjóð eins og Ís­land að koma í veg fyr­ir að rusl fari í sjó­inn en 85 pró­sent þess kem­ur frá landi. Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar fylgdi Erik út að plokka.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár