Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Uppskeruhátíð íslenska tónlistarlífsins, hrekkjavaka og minningartónleikar

Tón­leik­ar, við­burð­ir og sýn­ing­ar 26. októ­ber til 8. nóv­em­ber.

Uppskeruhátíð íslenska tónlistarlífsins, hrekkjavaka og minningartónleikar

Listahátíðin Cycle 

Hvar? Kópavogi og víðar
Hvenær? 26. október– 4. nóvember
Aðgangseyrir: Oftast ókeypis!

Fjöllistahátíðin Cycle er haldin fjórða árið í röð, en hún er haldin á Íslandi, Þýskalandi og Kína. Hátíðin er samtal tilraunakenndrar samtímatónlistar og myndlistar, en opnunarathöfn hátíðarinnar fer fram á Þingvöllum 26. október kl. 12–13. Hátíðin fer síðan fram í Gerðarsafni, Iðnó, Mengi, Kópavogslaug, Salnum og NÝLÓ. Hægt er að nálgast dagskrána á www.cycle.is.

Reykjavík Kabarett

Hvar? Þjóðleikhúskjallarinn
Hvenær? 26. október, 2. & 9. nóvember
Aðgangseyrir: 3.900 kr.

Sýningin blandar saman burlesque, kabarett, sirkuslistum, dragi, töfrum, tónlist og fleiru með vænni skvettu af fullorðinsbröndurum. Auk kjarnateymisins bak við Reykjavík Kabarett koma erlendir og íslenskir gestir fram í sýningunni. Sýningin er stranglega bönnuð innan 18 og ekki fyrir þá sem eru viðkvæmir fyrir dónabröndurum eða undrum mannslíkamans.

Jóhann Jóhannsson minningartónleikar

Hvar? Mengi
Hvenær? 27. október kl. 21.00
Aðgangseyrir: 3.000 kr.

Fráfall Jóhanns Jóhannssonar skildi eftir sig djúp sár í íslenska tónlistarheiminum. Á 48 árum gaf tónlistarmaðurinn út fjöldann allan af plötum, hljóðheimum og lögum. Sérstakir minningartónleikar eru haldnir honum til heiðurs í Mengi þar sem HAM, Ben Frost, Skúli Sverrisson og fjölmargir aðrir listamenn koma fram. Allur ágóði miðasölunnar fer í minningarsjóð Jóhanns.

Halloween Iceland 2018

Hvar? Gaukurinn
Hvenær? 27. október kl. 21.00
Aðgangseyrir: 2.000 kr.

Hið árlega hrekkjavökuball Halloween Iceland fer fram á Gauknum. Eins og áður er þetta búningakeppni og því verður búningalausum meinaður aðgangur. Verðlaun eru veitt fyrir bestu búninga og tilþrif og síðan munu plötusnúðar þeyta skífum fram í rauða bítið.

The Exorcist hrekkjavökusýning

Hvar? Bíó Paradís
Hvenær? 31. október kl. 20.00
Aðgangseyrir: 1.600 kr.

Særingarmaðurinn, eða The Exorcist, heldur enn dampi sem ein mest sjokkerandi og grípandi mynd í kvikmyndasögunni og er oft með á listum yfir óhugnanlegustu myndir sem gerðar hafa verið. Myndin fjallar um tólf ára stelpu sem verður andsetin og baráttu móður hennar og tveggja presta við að særa kölska í burtu.

Ingólfur Arnarsson: Jarðhæð

Hvar? Hafnarhúsið
Hvenær? 3. nóvember–10. febrúar
Aðgangseyrir: 1.650 kr.

Ingólfur hefur verið áhrifamikill í íslensku listalífi frá níunda áratugnum. Teikning hefur ætíð skipað veigamikinn sess í listsköpun hans en teikningar Ingólfs einkennast af fíngerðum línum, nákvæmni og tíma. Sýningar á verkum Ingólfs eru hugsaðar út frá hverju rými fyrir sig og hafa sparleg en nákvæmlega úthugsuð verk hans verið kennd við mínímalisma.

Skotleyfi á skynfærin: Indriði Arnar Ingólfsson

Hvar? Húrra
Hvenær? 4. nóvember kl. 20.00
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Á sunnudagskvöldum fá valdir listamenn frjálsar hendur í tónlistarvali á Húrra. Listamaður þennan tiltekna sunnudag er Indriði Arnar Ingólfsson listamaður, en áður en hann hóf sóló-indí-feril sinn spilaði hann með leifturhröðu pönksveitinni Muck. Búast má við því að hann muni spila alls konar tónlist á þessu kvöldi.

Iceland Airwaves

Hvar? Reykjavík
Hvenær? 7.–10. nóvember
Aðgangseyrir: 21.900 kr.

Iceland Airwaves er uppskeruhátíð íslenska tónlistarlífsins, en á þessari fjögurra daga  tónlistarhátíð koma rúmlega 200 hljómsveitir fram. Aðeins rjómi íslensks tónlistarfólks og hljómsveita stíga á svið, en samhliða dagskrá hátíðarinnar fer fram svokölluð „off venue“-dagskrá sem er gjaldfrjáls. Hátíðin er haldin í 20. skiptið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár