Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Uppskeruhátíð íslenska tónlistarlífsins, hrekkjavaka og minningartónleikar

Tón­leik­ar, við­burð­ir og sýn­ing­ar 26. októ­ber til 8. nóv­em­ber.

Uppskeruhátíð íslenska tónlistarlífsins, hrekkjavaka og minningartónleikar

Listahátíðin Cycle 

Hvar? Kópavogi og víðar
Hvenær? 26. október– 4. nóvember
Aðgangseyrir: Oftast ókeypis!

Fjöllistahátíðin Cycle er haldin fjórða árið í röð, en hún er haldin á Íslandi, Þýskalandi og Kína. Hátíðin er samtal tilraunakenndrar samtímatónlistar og myndlistar, en opnunarathöfn hátíðarinnar fer fram á Þingvöllum 26. október kl. 12–13. Hátíðin fer síðan fram í Gerðarsafni, Iðnó, Mengi, Kópavogslaug, Salnum og NÝLÓ. Hægt er að nálgast dagskrána á www.cycle.is.

Reykjavík Kabarett

Hvar? Þjóðleikhúskjallarinn
Hvenær? 26. október, 2. & 9. nóvember
Aðgangseyrir: 3.900 kr.

Sýningin blandar saman burlesque, kabarett, sirkuslistum, dragi, töfrum, tónlist og fleiru með vænni skvettu af fullorðinsbröndurum. Auk kjarnateymisins bak við Reykjavík Kabarett koma erlendir og íslenskir gestir fram í sýningunni. Sýningin er stranglega bönnuð innan 18 og ekki fyrir þá sem eru viðkvæmir fyrir dónabröndurum eða undrum mannslíkamans.

Jóhann Jóhannsson minningartónleikar

Hvar? Mengi
Hvenær? 27. október kl. 21.00
Aðgangseyrir: 3.000 kr.

Fráfall Jóhanns Jóhannssonar skildi eftir sig djúp sár í íslenska tónlistarheiminum. Á 48 árum gaf tónlistarmaðurinn út fjöldann allan af plötum, hljóðheimum og lögum. Sérstakir minningartónleikar eru haldnir honum til heiðurs í Mengi þar sem HAM, Ben Frost, Skúli Sverrisson og fjölmargir aðrir listamenn koma fram. Allur ágóði miðasölunnar fer í minningarsjóð Jóhanns.

Halloween Iceland 2018

Hvar? Gaukurinn
Hvenær? 27. október kl. 21.00
Aðgangseyrir: 2.000 kr.

Hið árlega hrekkjavökuball Halloween Iceland fer fram á Gauknum. Eins og áður er þetta búningakeppni og því verður búningalausum meinaður aðgangur. Verðlaun eru veitt fyrir bestu búninga og tilþrif og síðan munu plötusnúðar þeyta skífum fram í rauða bítið.

The Exorcist hrekkjavökusýning

Hvar? Bíó Paradís
Hvenær? 31. október kl. 20.00
Aðgangseyrir: 1.600 kr.

Særingarmaðurinn, eða The Exorcist, heldur enn dampi sem ein mest sjokkerandi og grípandi mynd í kvikmyndasögunni og er oft með á listum yfir óhugnanlegustu myndir sem gerðar hafa verið. Myndin fjallar um tólf ára stelpu sem verður andsetin og baráttu móður hennar og tveggja presta við að særa kölska í burtu.

Ingólfur Arnarsson: Jarðhæð

Hvar? Hafnarhúsið
Hvenær? 3. nóvember–10. febrúar
Aðgangseyrir: 1.650 kr.

Ingólfur hefur verið áhrifamikill í íslensku listalífi frá níunda áratugnum. Teikning hefur ætíð skipað veigamikinn sess í listsköpun hans en teikningar Ingólfs einkennast af fíngerðum línum, nákvæmni og tíma. Sýningar á verkum Ingólfs eru hugsaðar út frá hverju rými fyrir sig og hafa sparleg en nákvæmlega úthugsuð verk hans verið kennd við mínímalisma.

Skotleyfi á skynfærin: Indriði Arnar Ingólfsson

Hvar? Húrra
Hvenær? 4. nóvember kl. 20.00
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Á sunnudagskvöldum fá valdir listamenn frjálsar hendur í tónlistarvali á Húrra. Listamaður þennan tiltekna sunnudag er Indriði Arnar Ingólfsson listamaður, en áður en hann hóf sóló-indí-feril sinn spilaði hann með leifturhröðu pönksveitinni Muck. Búast má við því að hann muni spila alls konar tónlist á þessu kvöldi.

Iceland Airwaves

Hvar? Reykjavík
Hvenær? 7.–10. nóvember
Aðgangseyrir: 21.900 kr.

Iceland Airwaves er uppskeruhátíð íslenska tónlistarlífsins, en á þessari fjögurra daga  tónlistarhátíð koma rúmlega 200 hljómsveitir fram. Aðeins rjómi íslensks tónlistarfólks og hljómsveita stíga á svið, en samhliða dagskrá hátíðarinnar fer fram svokölluð „off venue“-dagskrá sem er gjaldfrjáls. Hátíðin er haldin í 20. skiptið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
1
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
3
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
6
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár