Finnist ekki markaðir fyrir lífrænt ræktað lambakjöt erlendis er hætta á að sú framleiðsla leggist af hér á landi. Greitt hefur verið aukaálag ofan á hefðbundið kílóverð til lífrænna bænda en útlit er fyrir að það verði ekki gert í haust. Sláturhússtjóri eina sláturhússins á landinu sem hefur lífræna vottun segir ástæðuna vera þá að eftirspurn eftir lífræna kjötinu sé nálega engin innanlands og fyrirtækið beri einvörðungu kostnað af því að slátra því.
Til að hljóta lífræna vottun þarf að uppfylla ýmis skilyrði, meðal annars er óheimilt að nota tilbúinn áburð á tún, aukið eftirlit þarf að vera með lyfjagjöf og hún lágmörkuð, landnýtingaráætlanir þurfa að vera til staðar og aukin krafa um dýravelferð, svo sem útivist og pláss í húsum, svo nokkuð sé nefnt. Sjö bæir hafa lífræna vottun til framleiðslu á lambakjöti og er framleiðslan smá í sniðum í flestum tilfellum utan einu, í Ytri-Fagradal á Skarðsströnd …
Athugasemdir