Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Leyfi fyrir hvalveiðibyssum Hvals hf. finnst ekki

Ekk­ert eft­ir­lit virð­ist vera með skot­vopn­um sem fyr­ir­tæk­ið Hval­ur not­ar til veiða á lang­reyð­um.

Leyfi fyrir hvalveiðibyssum Hvals hf. finnst ekki
Hvalveiðar Fyrirtækið Hvalur hefur sætt gagnrýni fyrir veiðar á blendingshval í sumar. Mynd: Grapevine

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu finnur ekki leyfi Hvals hf. fyrir fjórum skutulbyssum sem hafa verið notaðar við langreyðarveiðar við Íslandsstrendur. Ekkert eftirlit virðist vera með vopnunum. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Hvalveiðar Hvals hf. eru nú til rannsóknar hjá lögreglunni á Vesturlandi. Kærði félagið Jarðvinir vegna veiða Hvals á blendingshval í sumar. Var óskað eftir gögnum um eftirlit og leyfi fyrirtækisins fyrir skutulbyssum Hvals, 90mm Kongsbert-skutulbyssum sem sérhannaðar eru til hvalveiða.

Svo virðist sem ekkert eftirlit sé með vopnunum. Leyfi fyrir þeim finnst ekki á pappírsformi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, en skip fyrirtækisins komu til landsins á árunum 1964 og 1965. Vopnin hafi því nú verið skráð í rafræna skotvopnaskrá Ríkislögreglustjóra.

Þá segja hvorki Vinnueftirlitið né Samgöngustofa að eftirlit með vopnunum sé á þeirra könnu. Vinnueftirlitið hefur þó eftirlit með sprengihleðslunum sem í byssurnar fara, þar sem þær falla undir reglugerðir um meðhöndlun sprengiefna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár