Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Um 300 börn bíða enn eftir vist á frístundaheimili í Reykjavík

Lít­ið hef­ur þokast í ráðn­ing­ar­mál­um leik­skóla Reykja­vík­ur­borg­ar frá fyrri mán­uði. 139 börn á bið­lista eft­ir leik­skóla­vist. Staða mönn­un­ar­mála í grunn­skól­um borg­ar­inn­ar versn­aði milli mán­aða.

Um 300 börn bíða enn eftir vist á frístundaheimili í Reykjavík
Enn vantar starfsfólk 139 börn eru á biðlista eftir leikskólaplássi. Enn á eftir að ráða í 55 stöðugildi á leikskóla Reykjavíkurborgar. Mynd: Heiða Helgadóttir

Í byrjun októbermánaðar vantaði enn starfsfólk í ríflega 55 stöðugildi við leikskóla Reykjavíkurborgar. Á sama tíma voru 139 börn, sextán mánaða og eldri, á biðlista eftir leikskólaplássi. Enn bíða um 300 börn eftir vist á frístundaheimili þar eð enn hefur ekki tekist að ráða 79 starfsmenn stil starfa. Staða mönnunarmála í grunnskólum borgarinnar versnaði þá frá fyrri mánuði. Tölurnar sem um ræðir eru fengnar dagana 3. til 5. október.

Þettta kemur fram í tölum sem Stundin óskaði eftir frá Reykjavíkurborg. Lítið hefur þokast í ráðningarmálum leikskólanna milli mánaða, 13. september síðastliðinn vantaði starfsfólk í rúmlega 62 stöðugildi og því hefur aðeins tekist að manna 7 stöðugildi milli mánaða. Staðan er mismunandi eftir borgarhverfum, verst er hún í Miðborginni, Hlíðum og Vesturbæ en þar á eftir að ráða í 23,5 stöðugildi. Í þeim hverfum bíða 36 börn eftir leikskólavist. Athygli vekur að þó ekki vanti starfsfólk í nema 12,5 stöðugildi í Laugardal og Háaleiti bíða engu að síður 39 börn eftir að fá pláss á leikskóla þar. Búið er að ráða í tæp 98 prósent stöðugilda.

Staðan versnar í grunnskólunum

Þá á eftir að ráða í rúm 20 stöðugildi í grunnskólum borgarinnar, þar af 8 kennarastöður og stöður 8 stuðningsfulltrúa. Staðan þar hefur versnað milli mánaða en 17. september síðastliðinn vantaði starfsfólk í 16,5 stöðugildi í grunnskólunum. Staðan þar hefur því versnað um tæp fjögur stöðugildi frá fyrri mánuði. Engu að síður eru 99 prósent stöðugilda grunnskólanna mönnuð.

Á biðlista eftir vist á frístundaheimili eru nú 293 börn, borið saman við 532 börn á biðlista 12. september síðastliðinn. Enn á eftir að ráða í tæp 39 stöðugildi, alls 79 starfsmenn. Það þýðir að enn á eftir að manna 11 prósent allra stöðugilda á frístundaheimilum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Indriði Þorláksson
3
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár