Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Um 300 börn bíða enn eftir vist á frístundaheimili í Reykjavík

Lít­ið hef­ur þokast í ráðn­ing­ar­mál­um leik­skóla Reykja­vík­ur­borg­ar frá fyrri mán­uði. 139 börn á bið­lista eft­ir leik­skóla­vist. Staða mönn­un­ar­mála í grunn­skól­um borg­ar­inn­ar versn­aði milli mán­aða.

Um 300 börn bíða enn eftir vist á frístundaheimili í Reykjavík
Enn vantar starfsfólk 139 börn eru á biðlista eftir leikskólaplássi. Enn á eftir að ráða í 55 stöðugildi á leikskóla Reykjavíkurborgar. Mynd: Heiða Helgadóttir

Í byrjun októbermánaðar vantaði enn starfsfólk í ríflega 55 stöðugildi við leikskóla Reykjavíkurborgar. Á sama tíma voru 139 börn, sextán mánaða og eldri, á biðlista eftir leikskólaplássi. Enn bíða um 300 börn eftir vist á frístundaheimili þar eð enn hefur ekki tekist að ráða 79 starfsmenn stil starfa. Staða mönnunarmála í grunnskólum borgarinnar versnaði þá frá fyrri mánuði. Tölurnar sem um ræðir eru fengnar dagana 3. til 5. október.

Þettta kemur fram í tölum sem Stundin óskaði eftir frá Reykjavíkurborg. Lítið hefur þokast í ráðningarmálum leikskólanna milli mánaða, 13. september síðastliðinn vantaði starfsfólk í rúmlega 62 stöðugildi og því hefur aðeins tekist að manna 7 stöðugildi milli mánaða. Staðan er mismunandi eftir borgarhverfum, verst er hún í Miðborginni, Hlíðum og Vesturbæ en þar á eftir að ráða í 23,5 stöðugildi. Í þeim hverfum bíða 36 börn eftir leikskólavist. Athygli vekur að þó ekki vanti starfsfólk í nema 12,5 stöðugildi í Laugardal og Háaleiti bíða engu að síður 39 börn eftir að fá pláss á leikskóla þar. Búið er að ráða í tæp 98 prósent stöðugilda.

Staðan versnar í grunnskólunum

Þá á eftir að ráða í rúm 20 stöðugildi í grunnskólum borgarinnar, þar af 8 kennarastöður og stöður 8 stuðningsfulltrúa. Staðan þar hefur versnað milli mánaða en 17. september síðastliðinn vantaði starfsfólk í 16,5 stöðugildi í grunnskólunum. Staðan þar hefur því versnað um tæp fjögur stöðugildi frá fyrri mánuði. Engu að síður eru 99 prósent stöðugilda grunnskólanna mönnuð.

Á biðlista eftir vist á frístundaheimili eru nú 293 börn, borið saman við 532 börn á biðlista 12. september síðastliðinn. Enn á eftir að ráða í tæp 39 stöðugildi, alls 79 starfsmenn. Það þýðir að enn á eftir að manna 11 prósent allra stöðugilda á frístundaheimilum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
Rannsókn

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.
Ríkið kaus að stíga ekki inn í kaupin á ISNIC
5
Viðskipti

Rík­ið kaus að stíga ekki inn í kaup­in á ISNIC

Sjóð­stjóri hjá Stefni seg­ir að samn­ing­ar um kaup sjóðs­ins SÍA IV á meiri­hluta í fé­lag­inu In­ter­net á Ís­landi hf., sem sér um ís­lenska lands­höf­uð­slén­ið og hef­ur greitt rúm­lega einn millj­arð til hlut­hafa sinna frá ár­inu 2011, hafi náðst í sept­em­ber. Rík­is­sjóð­ur hafi svo til­kynnt í des­em­ber að for­kaups­rétt­ur rík­is­ins, sem skrif­að­ur var inn í lög fyr­ir nokkr­um ár­um, yrði ekki nýtt­ur. Verð­ið sem sjóð­ur­inn greið­ir fyr­ir 73 pró­senta hlut í fé­lag­inu fæst ekki upp­gef­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
Rannsókn

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár