Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Börn Vigdísar Hauksdóttur stefna móður sinni

Fjöl­skyldu­mál sem ver­ið er að leysa seg­ir Vig­dís. Sam­komu­lag milli að­ila um að tjá sig ekki um mál­ið.

Börn Vigdísar Hauksdóttur stefna móður sinni
Hyggst ekki tjá sig Vigdís segir að það hafi orðið að samkomulagi milli málsaðila að tjá sig ekki um málið. Mynd: gunnarsvanberg.com

Börn Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, hafa stefnt móður sinni fyrir dómstóla. Fyrirtaka var í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Samkvæmt heimildum Stundarinnar standa deilurnar um arf. Það hefur þó ekki fengist staðfest frá málsaðilum.

Lögmaður barnanna sem Stundin ræddi við sagði að samkomulag væri milli málsaðila um að tjá sig ekki um innihald stefnunnar eða önnur málsatvik. Ekki væri komin dagsetning á aðalmeðferð fyrir dómstólum.

Vigdís sagði sömuleiðis í samtali við Stundina að hún hyggðist ekki tjá sig um málið. „Það var ákveðið milli okkar lögmanna í morgun að þar sem þetta væri fjölskyldumál, sem verið væri að leysa og varðar ekki almenning, þá myndi enginn tjá sig um málið.“

Vigdís eignaðist tvö börn með eiginmanni sínum, sem hún skildi við árið 2002. Hann lést árið 2010. Börn þeirra, sem stefna Vigdísi, eru nú á fullorðinsaldri. Vigdís er sjálf lögfræðingur, en lögmaður hennar í málinu er Guðmundur Ágústsson hæstaréttarlögmaður.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
5
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár