Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Börn Vigdísar Hauksdóttur stefna móður sinni

Fjöl­skyldu­mál sem ver­ið er að leysa seg­ir Vig­dís. Sam­komu­lag milli að­ila um að tjá sig ekki um mál­ið.

Börn Vigdísar Hauksdóttur stefna móður sinni
Hyggst ekki tjá sig Vigdís segir að það hafi orðið að samkomulagi milli málsaðila að tjá sig ekki um málið. Mynd: gunnarsvanberg.com

Börn Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, hafa stefnt móður sinni fyrir dómstóla. Fyrirtaka var í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Samkvæmt heimildum Stundarinnar standa deilurnar um arf. Það hefur þó ekki fengist staðfest frá málsaðilum.

Lögmaður barnanna sem Stundin ræddi við sagði að samkomulag væri milli málsaðila um að tjá sig ekki um innihald stefnunnar eða önnur málsatvik. Ekki væri komin dagsetning á aðalmeðferð fyrir dómstólum.

Vigdís sagði sömuleiðis í samtali við Stundina að hún hyggðist ekki tjá sig um málið. „Það var ákveðið milli okkar lögmanna í morgun að þar sem þetta væri fjölskyldumál, sem verið væri að leysa og varðar ekki almenning, þá myndi enginn tjá sig um málið.“

Vigdís eignaðist tvö börn með eiginmanni sínum, sem hún skildi við árið 2002. Hann lést árið 2010. Börn þeirra, sem stefna Vigdísi, eru nú á fullorðinsaldri. Vigdís er sjálf lögfræðingur, en lögmaður hennar í málinu er Guðmundur Ágústsson hæstaréttarlögmaður.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár