Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Börn Vigdísar Hauksdóttur stefna móður sinni

Fjöl­skyldu­mál sem ver­ið er að leysa seg­ir Vig­dís. Sam­komu­lag milli að­ila um að tjá sig ekki um mál­ið.

Börn Vigdísar Hauksdóttur stefna móður sinni
Hyggst ekki tjá sig Vigdís segir að það hafi orðið að samkomulagi milli málsaðila að tjá sig ekki um málið. Mynd: gunnarsvanberg.com

Börn Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, hafa stefnt móður sinni fyrir dómstóla. Fyrirtaka var í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Samkvæmt heimildum Stundarinnar standa deilurnar um arf. Það hefur þó ekki fengist staðfest frá málsaðilum.

Lögmaður barnanna sem Stundin ræddi við sagði að samkomulag væri milli málsaðila um að tjá sig ekki um innihald stefnunnar eða önnur málsatvik. Ekki væri komin dagsetning á aðalmeðferð fyrir dómstólum.

Vigdís sagði sömuleiðis í samtali við Stundina að hún hyggðist ekki tjá sig um málið. „Það var ákveðið milli okkar lögmanna í morgun að þar sem þetta væri fjölskyldumál, sem verið væri að leysa og varðar ekki almenning, þá myndi enginn tjá sig um málið.“

Vigdís eignaðist tvö börn með eiginmanni sínum, sem hún skildi við árið 2002. Hann lést árið 2010. Börn þeirra, sem stefna Vigdísi, eru nú á fullorðinsaldri. Vigdís er sjálf lögfræðingur, en lögmaður hennar í málinu er Guðmundur Ágústsson hæstaréttarlögmaður.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
1
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
3
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
6
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár