Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Útvarp Saga skilaði sama ársreikningnum tvö ár í röð

Rík­is­skatt­stjóri hef­ur fellt burt árs­reikn­ing Út­varps Sögu fyr­ir ár­ið 2017 þar sem ein­tak­ið sem fjöl­mið­ill­inn skil­aði var af­rit af árs­reikn­ingi árs­ins á und­an. Frest­ur rann út 31. ág­úst.

Útvarp Saga skilaði sama ársreikningnum tvö ár í röð
Arnþrúður Karlsdóttir Arnþrúður er eini hluthafi SagaNet - Útvarp Saga ehf. Mynd: Pressphotos

Ársreikningaskrá hefur fellt út ársreikning Útvarps Sögu fyrir árið 2017. Eftir yfirferð ríkisskattstjóra reyndist ársreikningurinn sem fjölmiðillinn skilaði inn vera afrit af ársreikningi félagsins fyrir árið 2016.

Arnþrúður Karlsdóttir er eini hluthafi SagaNet - Útvarp Saga ehf. sem rekur útvarpsstöðina. Tap varð á rekstri félagsins um 2,6 milljónir árið 2016, en rekstrarniðurstaða fyrir árið 2017 er ekki þekkt þar sem fullnægjandi ársreikningur hefur ekki borist. Frestur til að skila ársreikningi rann út 31. ágúst síðastliðinn.

Ársreikningaskrá gerir úrtakskannanir og athuganir á ársreikningum til þess að ganga úr skugga um að innsend gögn séu í samræmi við lög. Að sögn Jónínu Jónasdóttur, sviðsstjóra skráasviðs hjá ríkisskattstjóra, er slíkt ekki alltaf gert um leið og ársreikningur berst. „Staðan er því sú núna að Útvarp Saga ehf. hefur ekki skilað fullnægjandi ársreikningi ársins 2017,“ segir Jónína.

CreditInfo fékk eintak að ársreikningnum áður en hann var felldur út. Á því má sjá að eintakið er eins og ársreikningur félagsins fyrir 2016, merkt sem ársreikningur 2016 og dagsett af Arnþrúði í lok ágúst 2017. „Í ljós kom að reikningurinn uppfyllti ekki ákvæði ársreikningalaga og var hann því felldur út af skránni,“ segir Jónína. „Það er skýringin á því að fram kemur á vef okkar að ársreikningi hafi ekki verið skilað.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
3
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.
Bráðafjölskylda á vaktinni
6
Á vettvangi

Bráða­fjöl­skylda á vakt­inni

Starfs­fólk bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um á það til að líkja starfs­hópn­um við fjöl­skyldu, þar sem teym­ið vinn­ur þétt sam­an og þarf að treysta hvert öðru fyr­ir sér, ekki síst and­spæn­is erf­ið­leik­um og eftir­köst­um þeirra. Þar starfa líka fjöl­skyld­ur og nán­ir að­stand­end­ur lenda jafn­vel sam­an á vakt. Hér er rætt við með­limi einn­ar fjöl­skyld­unn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár