Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Erfingjar biðja um frest á skiptalokum vegna frumvarps Sjálfstæðismanna

Sýslu­mað­ur­inn á Aust­ur­landi sendi nefnda­sviði Al­þing­is er­indi vegna frum­varps Sjálf­stæð­is­manna um lækk­un erfða­fjárskatts eft­ir að bera fór á því að erf­ingj­ar ósk­uðu eft­ir fresti á skipta­lok­um dán­ar­búa.

Erfingjar biðja um frest á skiptalokum vegna frumvarps Sjálfstæðismanna
Erfingjar vilja bíða Þingmannafrumvörp geta haft hegðunaráhrif sem fáir sjá fyrir. Mynd: Pressphotos.biz

B

orið hefur óvenju mikið á því undanfarið að erfingjar óski eftir fresti á skiptalokum dánarbúa. Ástæðan er sögð frumvarp ellefu þingmanna Sjálfstæðismanna þar sem lagt er til að erfðafjárskattur verði lækkaður og þrepaskipting á skattstofninum tekin upp. 

Þetta kemur fram í umsögn frá Sýslumanninum á Austurlandi sem hefur biðlað til Alþingis að kveða skýrar á um það í frumvarpinu til hvaða dánarbúa „hin breyttu lög taki og frá hvaða tíma“. 

Um er að ræða þingmannafrumvarp sem er allsendis óvíst hvort tekið verði til annarrar og þriðju umræðu á Alþingi, hvað þá samþykkt. Engu að síður virðist framlagning frumvarpsins hafa áhrif á væntingar og hegðun erfingja sem sjá fram á að geta sparað sér skattgreiðslur með því að fá skiptalokum frestað þar til frumvarpið verður að lögum.

„Gera sér væntingar um að skattstofn lækki“

„Nú þegar er farið að bera á því að erfingjar dánarbúa séu farnir að gera sér væntingar um að skattstofn lækki sem aftur leiðir til þess að óskað er eftir fresti á skiptalokum fyrirliggjandi dánarbúa fram yfir þann tíma sem lög kveða á um,“ segir í umsögn sýslumanns. „Með því að kveða á um að lagabreytingin eigi eingöngu við um dánarbú þeirra sem andast við eða eftir gildistöku þeirra er réttaróvissu eytt og enginn þarf að velkjast í vafa um hvaða reglur gilda. Um er að ræða skattalagabreytingu og krafa er uppi um það í íslenskum rétti að engin óvissa sé um skattskyldu manna.“ 

Í frumvarpi Sjálfstæðismanna um lækkun erfðafjárskatts er lagt til að skatturinn, sem nú er 10 prósent, verði þrepaskiptur. Annars vegar verði greidd 5 prósent af fyrstu 75 milljónum króna af skattstofni dánarbús og hins vegar greidd 10 prósent af skattstofni dánarbús yfir 75 milljónum. Þá er lagt til að fjárhæðarmörk skattþrepa taki árlegum breytingum miðað við þróun vísitölu neysluverðs. 

Eldri borgarar vilja afleggja skattinn

Í umræðum um frumvarpið á Alþingi þann 19. september síðastliðinn benti Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, á að samkvæmt gögnum ríkisskattstjóra eiga ríkustu 5 prósent heimila að meðaltali 127 milljónir í hreina eign, efsta prósentið á 281 milljón og efsta 0,1 prósentið tæpan milljarð. „Mætti ekki taka þessa hugmynd þingmannsins um þrepaskipt skattkerfi skrefinu lengra og búa til nokkrar hraustlegar prósentur til að ná þeim sem eiga langmest í samfélaginu?“ spurði hann. Óli Björn Kárason, fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, sagði þá að Andrés væri að tala fyrir eignaupptöku. „Ég er í hjarta mínu á móti því að það sé lagður á erfðafjárskattur,“ sagði Óli. 

Erfðafjárskattar eru við lýði í flestum ríkjum OECD og sums staðar mun hærri en á Íslandi þótt víða séu líka há skattleysismörk. Frönsku hagfræðingarnir Thomas Piketty og Emmanuel Saez héldu því fram í fræðigrein fyrir fáeinum árum að hagkvæmasta skatthlutfall (e. optimal tax rate) erfðafjárskatts væri á bilinu 50 til 60 prósent og í skýrslu sem unnin var fyrir OECD árið 2012 er bent á að skattlagning erfðafjár og eigna sé síður til þess fallin að draga úr hagvexti heldur en bein skattlagning tekna. Þá hafa margir litið til erfðafjárskatts sem mikilvægs verkfæris til að draga úr ójöfnuði auðs og tækifæra.

Landssamband eldri borgara hefur sent Alþingi umsögn um frumvarp Sjálfstæðismanna þar sem því er haldið fram að „erfðaskattur sé mjög ósanngjörn skattlagning“ í ljósi þess að um tvísköttun sé að ræða. „Landssamband eldri borgara telur að stefna eigi að því að erfðafjárskattur heyri sögunni til.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Skattamál

Mest lesið

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
2
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
4
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.
Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
5
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár