Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Erfingjar biðja um frest á skiptalokum vegna frumvarps Sjálfstæðismanna

Sýslu­mað­ur­inn á Aust­ur­landi sendi nefnda­sviði Al­þing­is er­indi vegna frum­varps Sjálf­stæð­is­manna um lækk­un erfða­fjárskatts eft­ir að bera fór á því að erf­ingj­ar ósk­uðu eft­ir fresti á skipta­lok­um dán­ar­búa.

Erfingjar biðja um frest á skiptalokum vegna frumvarps Sjálfstæðismanna
Erfingjar vilja bíða Þingmannafrumvörp geta haft hegðunaráhrif sem fáir sjá fyrir. Mynd: Pressphotos.biz

B

orið hefur óvenju mikið á því undanfarið að erfingjar óski eftir fresti á skiptalokum dánarbúa. Ástæðan er sögð frumvarp ellefu þingmanna Sjálfstæðismanna þar sem lagt er til að erfðafjárskattur verði lækkaður og þrepaskipting á skattstofninum tekin upp. 

Þetta kemur fram í umsögn frá Sýslumanninum á Austurlandi sem hefur biðlað til Alþingis að kveða skýrar á um það í frumvarpinu til hvaða dánarbúa „hin breyttu lög taki og frá hvaða tíma“. 

Um er að ræða þingmannafrumvarp sem er allsendis óvíst hvort tekið verði til annarrar og þriðju umræðu á Alþingi, hvað þá samþykkt. Engu að síður virðist framlagning frumvarpsins hafa áhrif á væntingar og hegðun erfingja sem sjá fram á að geta sparað sér skattgreiðslur með því að fá skiptalokum frestað þar til frumvarpið verður að lögum.

„Gera sér væntingar um að skattstofn lækki“

„Nú þegar er farið að bera á því að erfingjar dánarbúa séu farnir að gera sér væntingar um að skattstofn lækki sem aftur leiðir til þess að óskað er eftir fresti á skiptalokum fyrirliggjandi dánarbúa fram yfir þann tíma sem lög kveða á um,“ segir í umsögn sýslumanns. „Með því að kveða á um að lagabreytingin eigi eingöngu við um dánarbú þeirra sem andast við eða eftir gildistöku þeirra er réttaróvissu eytt og enginn þarf að velkjast í vafa um hvaða reglur gilda. Um er að ræða skattalagabreytingu og krafa er uppi um það í íslenskum rétti að engin óvissa sé um skattskyldu manna.“ 

Í frumvarpi Sjálfstæðismanna um lækkun erfðafjárskatts er lagt til að skatturinn, sem nú er 10 prósent, verði þrepaskiptur. Annars vegar verði greidd 5 prósent af fyrstu 75 milljónum króna af skattstofni dánarbús og hins vegar greidd 10 prósent af skattstofni dánarbús yfir 75 milljónum. Þá er lagt til að fjárhæðarmörk skattþrepa taki árlegum breytingum miðað við þróun vísitölu neysluverðs. 

Eldri borgarar vilja afleggja skattinn

Í umræðum um frumvarpið á Alþingi þann 19. september síðastliðinn benti Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, á að samkvæmt gögnum ríkisskattstjóra eiga ríkustu 5 prósent heimila að meðaltali 127 milljónir í hreina eign, efsta prósentið á 281 milljón og efsta 0,1 prósentið tæpan milljarð. „Mætti ekki taka þessa hugmynd þingmannsins um þrepaskipt skattkerfi skrefinu lengra og búa til nokkrar hraustlegar prósentur til að ná þeim sem eiga langmest í samfélaginu?“ spurði hann. Óli Björn Kárason, fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, sagði þá að Andrés væri að tala fyrir eignaupptöku. „Ég er í hjarta mínu á móti því að það sé lagður á erfðafjárskattur,“ sagði Óli. 

Erfðafjárskattar eru við lýði í flestum ríkjum OECD og sums staðar mun hærri en á Íslandi þótt víða séu líka há skattleysismörk. Frönsku hagfræðingarnir Thomas Piketty og Emmanuel Saez héldu því fram í fræðigrein fyrir fáeinum árum að hagkvæmasta skatthlutfall (e. optimal tax rate) erfðafjárskatts væri á bilinu 50 til 60 prósent og í skýrslu sem unnin var fyrir OECD árið 2012 er bent á að skattlagning erfðafjár og eigna sé síður til þess fallin að draga úr hagvexti heldur en bein skattlagning tekna. Þá hafa margir litið til erfðafjárskatts sem mikilvægs verkfæris til að draga úr ójöfnuði auðs og tækifæra.

Landssamband eldri borgara hefur sent Alþingi umsögn um frumvarp Sjálfstæðismanna þar sem því er haldið fram að „erfðaskattur sé mjög ósanngjörn skattlagning“ í ljósi þess að um tvísköttun sé að ræða. „Landssamband eldri borgara telur að stefna eigi að því að erfðafjárskattur heyri sögunni til.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Skattamál

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár