Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Eigandi starfsmannaleigu sætti ofbeldi og hótunum: „Það er nú mitt mission in life að koma þér illa“

Eig­andi Verk­leig­unn­ar kærði fyrr­ver­andi skrif­stofu­starfs­menn fyr­ir­tæk­is­ins til lög­reglu fyr­ir fjár­drátt og hef­ur sjálf­ur sætt skatt­rann­sókn vegna meintra skatta­laga­brota upp á tugi millj­óna. Tveir menn réð­ust á hann.

Eigandi starfsmannaleigu sætti ofbeldi og hótunum: „Það er nú mitt mission in life að koma þér illa“
Hefur ekki átt sjö dagana sæla Eigandi starfsmannaleigunnar Manngildis telur lögreglu hafa farið offari og misbeitt valdi gegn sér.

Ingimar Skúli Sævarsson, eigandi starfsmannaleigunnar Manngildis, sem var handtekinn og yfirheyrður í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu gegn vegabréfafölsun í byrjun mánaðarins, hefur sætt skattrannsókn vegna meintra skattalagabrota Verkleigunnar, starfsmannaleigu sem hann rak áður og úrskurðuð var gjaldþrota í maí.

Á meðal þeirra atriða sem eru til skoðunar samkvæmt heimildum Stundarinnar er hvort skattskyld velta upp á 237 milljónir hafi verið vantalin hjá Verkleigunni og 57 milljónum króna verið skotið undan við skil á útskatti á seinni hluta ársins 2017. Þá virðast vanskil hafa verið á staðgreiðslu, en rannsókn skattrannsóknarstjóra afmarkaðist við skattskil frá október til og með desember það ár. 

„Rannsóknin snýr meðal annars að því hvaða heimildir eru til þess að færa niður virðisaukaskil vegna tapaðra krafna. Við erum að vinna að því að afla gagna og það getur verið álitamál hvernig á að gera þetta,“ segir Tryggvi Agnarsson, lögmaður Ingimars Skúla, í samtali við Stundina. Vísar hann þar til viðskipta Verkleigunnar við byggingarfyrirtækið SS hús ehf., fyrirtæki sem stýrt var af Sigurði Kristinssyni, einum hinna ákærðu í svokölluðu Skáksambandsmáli, og varð gjaldþrota í janúar 2018. 

Samkvæmt bókhaldi Verkleigunnar voru gefnir út sölureikningar á SS hús ehf. upp á samtals 15,3 milljónir sem fengust greiddir árið 2017. Þann 30. október það ár voru rúmlega 22 milljónir bakfærðar svo viðskiptin enduðu í mínus og virðisaukaskattgreiðslur vegna tímabilsins lækkuðu um rúmar 4 milljónir. „Ef félag telur fram til virðisauka en um leið að afskrifa kröfur sem félagið á á einhvern sem borgar ekki neitt og er farinn á hausinn, þá þarf það að gerast eftir vissum kokkabókum og nú er til skoðunar hvort þetta hafi verið gert allt rétt,“ segir Tryggvi.

Telur lögreglu hafa farið offari

Verkleigan fór í þrot í vor eftir að skattrannsóknarstjóri hafði kyrrsett eignir félagsins. Önnur starfsmannaleiga Ingimars, Manngildi ehf., var svo í sigti lögreglu nú á dögunum þegar gripið var til umfangsmikilla aðgerða vegna rannsóknar á útgáfu falsaðra skilríkja fyrir níu erlenda karlmenn. Ingimar var handtekinn en sleppt að lokinni yfirheyrslu.

Hann telur lögreglu hafa farið offari og misbeitt valdi. Sjálfur segist hann hafa gert lögreglu viðvart í september um að skilríki erlends starfsmanns hjá Manngildi væru grunsamleg en lögregla ekkert aðhafst. „Það kom því ekki lítið á óvart þegar tugir lögreglumanna ruddust inn á heimili starfsmanna og annarra leigjenda hjá Manngildi eldsnemma í gærmorgun. Engin ástæða var fyrir þessari fantalegu innrás sem olli skelfingu og vanlíðan íbúa og annarra gesta,“ segir hann í yfirlýsingu til fjölmiðla. „Hvers vegna kallaði lögreglan viðkomandi einstaklinga ekki einfaldlega til yfirheyrslu á lögreglustöð eða sótti þá í vinnuna? Þurfti virkilega að kalla tugi lögreglumanna út á næturvakt í bófahasar til að skoða mál sem lá fyrir á skrifborði á lögreglustöðinni?“

„Ég mun rústa þér og rústa lífi þínu“

Eigandi Manngildis hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarnin misseri. Þann 18. nóvember 2017 sátu tveir menn fyrir Ingimari Skúla við heimili hans og réðust á hann með þeim afleiðingum að hann rifbeinsbrotnaði. Skömmu síðar fóru honum að berast hótanir. „Ég mun rústa þér og rústa lífi þínu eins og þú reyndir að rústa mínu. Ég beið til að gera þetta almennilega og nú er stundin komin,“ segir í smáskilaboðum sem hann fékk 6. janúar síðastliðinn. 

Hann kærði málið til lögreglu í febrúar og kærði svo fyrrverandi starfsmenn Verkleigunnar fyrir fjárdrátt, fjársvik, skjalafals og skipulagða glæpastarfsemi í apríl. Halla Rut Bjarnadóttir, fyrrverandi lykilstarfsmaður Verkleigunnar, segir ásakanirnar fráleitar og að hið rétta muni koma í ljós.  

Starfsmönnunum á skrifstofu Verkleigunnar var sagt upp 2. október 2017. DV fjallaði ítarlega um uppsagnirnar og aðdraganda þeirra, meðal annars um atvik þar sem þáverandi starfsmenn á skrifstofu Verkleigunnar töldu sér ógnað af „vöðvatrölli“, en haft var eftir Tryggva, lögmanni Ingimars Skúla, að ákveðið hefði verið að ráðast í aðgerðir vegna gruns um fjárdrátt. „Þetta var eins og í svæsnasta reyfara,“ sagði Tryggvi þegar Stundin ræddi við hann um málið. „Það flæddu milljónatugir út úr fyrirtækinu án heimilda.“

Nafnlausar hótanir af NOVA-vef

Í nóvember 2017 varð Ingimar Skúli fyrir árás fyrir utan heimili sitt. „Snerist hann til varnar og var í átökum við þá þegar fótgangendur bar að og hurfu árásarmennirnir á brott við svo búið. Fór kærandi á Slysadeild Landspítala og var þar staðfest að hann var rifbeinsbrotinn eftir átökin,“ segir í kæru hans til lögreglu. 

Nokkrum vikum seinna fóru Ingimari að berast hótunarskilaboð í símann sinn gegnum vefsíðu NOVA. Lögð voru fram afrit af skilaboðunum sem fylgiskjöl með lögreglukærunni og þess óskað að lögregla grennslaðist fyrir um það hjá NOVA hver hefði sent skilaboðin. 

„Ég mun rústa þér og rústa lífi þínu 
eins og þú reyndir að rústa mínu“

Eftirfarandi skilaboð bárust 6. janúar: 1. „jæja nú er komið að því. Hélstu að þú mundir komast upp meðþetta? hahaha …nú kem ég úr öllum áttum.“ 2. „Þú gerðir mestu mistök í lífi þínu að ræna mig vanþakkláta fíflið þitt.“ 3. „Ég mun rústa þér og rústa lífi þínu eins og þú reyndir að rústa mínu. Ég beið til að gera þetta amlennilega.“ 4. „og nú er stundin komin.“ 5. „Þú og þrír aðrir eru ábyrgir fyrir að ræna öllu af mér og reyna að koma mér á götuna.“ 6. „Helvítis aumingjar sem þið eruð. Þið fáið allir fyrir ferðina. Á allan hátt mögulegan.“ 7. „Það er nú mitt mission in live að koma þér illa og mun ég aldrei hætta. Allt sem ég gerði fyrir þig.“ 8. „Tók aumingja sem var ekkert oggerði hann að alvöru manni sem menn báru virðingu fyrir og þú gerir þetta.“

Hjólbarðar eyðilagðir og lögmanninum einnig hótað

Daginn eftir að skilaboðin bárust var búið að skera og eyðileggja alla hjólbarða á bílum í eigu Verkleigunnar, Ingimars og unnustu hans. Alls hafa 12 dekk verið skorin

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Vinnumál

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár