Oddsson Hosteli verður lokað í byrjun október, en starfsfólk móttöku segist ekki vita hvað verði um störf þeirra eftir það. Starfsfólk lýsir samskiptaleysi við eigendur, og segist finna fyrir kvíða yfir því hvað framtíðin muni bera í skauti sér vegna upplýsingaskorts. Stjórnarformaður JL Holdings og annar eigenda Oddssonar segir málið ekki vera fréttnæmt, að starfsfólkið fái kjarasamningsbundin laun sín, að það sé upplýst um framgöngu málsins.
Oddsson var opnað í JL-húsinu í Vesturbæ Reykjavíkur í maí 2016 og bauð gestum upp á blöndu af há- og lágmenningu. Sýnilegar lagnir og ómálaðir veggir deildu rými með hágæða hönnunarhúsgögnum. Skrifað var víða um gistiheimilið í hönnunarblöðum og vefsíðum, en það var víða talið nýstárlegt að bjóða upp á ódýr gistirými og rándýra hönnun í sama húsi.
Áður en gistiheimilið var opnað hafði þetta húsnæði hýst matvöruverslunina Nóatún og fræðimannasetrið Reykjarvíkurakademíuna. Myndlistaskóli Reykjavíkur er til húsa á annarri og þriðju hæð byggingarinnar, en …
Athugasemdir