Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Beint lýðræði stúdenta nýtt í hugmyndasöfnun

Í verk­efn­inu „Há­skól­inn okk­ar“ geta stúd­ent­ar kos­ið um hug­mynd­ir sem þeir sjálf­ir senda inn. Elísa­bet Brynj­ars­dótt­ir for­seti Stúd­enta­ráðs lýs­ir góðu gengi við hug­mynda­söfn­un­ina. Mark­mið­ið einnig að hækka rödd stúd­enta í sam­fé­lag­inu.

Beint lýðræði stúdenta nýtt í hugmyndasöfnun
Forseti Stúdentaráðs Mun vinna allar hugmyndir með hugmyndasmiðum og að lokum verður ein kosin til að gera úr auglýsingaherferð.

Þann 17. september síðastliðinn opnaði Stúdentaráð Háskóla Íslands fyrir hugmyndasöfnun sem þau kalla „Háskólinn okkar” og snýst verkefnið um að „færa hagsmunabaráttu stúdenta nær öllum stúdentum Háskóla Íslands.”

Á meðal hugmynda sem eru ofarlega á huga stúdenta er aukið úrval vegan fæðu í mötuneyti háskólans, lágvöruverslun með matvæli á háskólasvæðinu og ýmsar hugmyndir sem bæta þjónustu fyrir stúdenta á svæðinu, t.d. með apóteki eða nýrri líkamsræktaraðstöðu.

Í samtali við Stundina lýsir Elísabet Brynjarsdóttir forseti Stúdentaráðs góðu gengi við hugmyndasöfnunina ásamt góðu samstarfi við skólayfirvöld. Hugmyndin byggir á skorti á beinu lýðræði stúdenta og er einnig markmiðið að auka áhuga þeirra á málefnum sem skipta stúdenta máli. 

StúdentarMarkmiðið með hugmyndasöfnun og kosningu er meðal annars að vekja athygli á hagsmunabaráttu stúdenta, og gefa þeim rödd.

„Ég hef talað við nemendur sem eru kannski ekki á kafi í stúdentapólítíkinni og það sést að fólk hefur mikið til málanna að leggja án þess að vera í einhverri opinberri stöðu innan Stúdentaráðs.“ Hugmyndin hefur verið á stefnuskrá Röskvu en Vaka fjallaði einnig um málið í sinni kosningabaráttu í ár. 

Aðspurð um hvort dæmi um beint þátttökulýðræði stúdenta hafi verið framkvæmt síðustu ár þekkir hún ekki til þess, en samskipti Stúdentaráðs við stúdenta hafa verið bætt. Í bland við það að kjósa hugmyndir núna geta stúdentar sett inn rök með eða á móti hugmyndunum.

Allar hugmyndir sem stúdentar senda inn verða settar í farveg og mun Elísabet hitta hvern og einn hugmyndasmið og fara yfir hugmyndina og hvernig auglýsingaherferðin gæti verið framkvæmd. „Það verður alla vega hlustað á allar hugmyndir sem berast.“

Hugmyndasöfnun lýkur mánudaginn 1. október og líður þá vika áður en kosning hefst þar sem ein hugmynd verður valin og auglýsingaherferð gerð úr. Verður hún framkvæmd af Stúdentaráði í samvinnu við hugmyndasmiðinn. Auglýsingin hafi einnig það markmið að hækka raddir stúdenta í samfélaginu og vekja athygli á þeim og hagsmunabaráttu þeirra. 

„Ég hvet bara alla til að taka þátt,“ segir Elísabet í lokin. „Sama hversu lítil eða stór hugmyndin er, það mun allt fara í ákveðinn farveg og ég vil að raddir sem flestra heyrist. Hagsmunir stúdenta er eitthvað sem varðar okkur öll.“

Kosning á málefnum hefst 8. október og verður í viku. Hægt er að nálgast hugmyndasöfnunina hér

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Háskólamál

Rektor Háskóla Íslands segir tilboð ráðherra hafa gert erfiða fjárhagsstöðu skólans verri
FréttirHáskólamál

Rektor Há­skóla Ís­lands seg­ir til­boð ráð­herra hafa gert erf­iða fjár­hags­stöðu skól­ans verri

Jón Atli Bene­dikts­son, rektor Há­skóla Ís­lands, seg­ir að til­boð há­skóla­ráð­herra til sjálf­stætt starf­andi há­skóla vera um­fangs­mikla stefnu­breyt­ingu í fjár­mögn­un há­skóla­kerf­is­ins. Ekk­ert sam­ráð hafi ver­ið haft við stjórn­end­ur skól­ans en ljóst þyk­ir að breyt­ing­in muni að óbreyttu hafa nei­kvæð áhrif á fjár­hags­stöðu skól­ans sem sé nú þeg­ar erf­ið. HÍ sé far­inn að hug­leiða að leggja nið­ur náms­leið­ir.
Björgólfur Thor á stórhýsi á svæði háskólans í gegnum Lúxemborg
FréttirHáskólamál

Björgólf­ur Thor á stór­hýsi á svæði há­skól­ans í gegn­um Lúx­em­borg

Ekki ligg­ur end­an­lega fyr­ir hvaða starf­semi verð­ur í Grósku hug­mynda­húsi ann­að en að tölvu­leikja­fyr­ir­tæk­ið CCP verð­ur þar til húsa. Bygg­ing­in er í eigu fé­laga Björgólfs Thors Björgólfs­son­ar og við­skipta­fé­laga hans sem eru í Lúx­em­borg. Vís­inda­garð­ar Há­skóla Ís­lands eiga lóð­ina en ráða engu um hvað verð­ur í hús­inu.
Viðmiðum alþjóðastofnana ekki fylgt í samningi háskólans og Útlendingastofnunar um aldursgreiningar
Fréttir

Við­mið­um al­þjóða­stofn­ana ekki fylgt í samn­ingi há­skól­ans og Út­lend­inga­stofn­un­ar um ald­urs­grein­ing­ar

Há­skóli Ís­lands hyggst festa í sessi um­deild­ar lík­ams­rann­sókn­ir á hæl­is­leit­end­um sem stand­ast ekki kröf­ur Evr­ópu­ráðs­ins, Barna­rétt­ar­nefnd­ar SÞ og UNICEF um þverfag­legt mat á aldri og þroska. Tann­lækn­ar munu fá 100 þús­und krón­ur fyr­ir hvern hæl­is­leit­anda sem þeir ald­urs­greina sam­kvæmt drög­um að verk­samn­ingi sem Stund­in hef­ur und­ir hönd­um.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár