Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Fjórum stefnt fyrir ummæli í Hlíðamálinu

Vil­hjálm­ur H. Vil­hjálms­son lög­mað­ur hef­ur gef­ið út stefnu á hend­ur fjór­um ein­stak­ling­um fyr­ir um­mæli í tengsl­um við svo­kall­að Hlíða­mál. Hann krefst ómerk­ingu um­mæla og millj­óna í miska­bæt­ur.

Fjórum stefnt fyrir ummæli í Hlíðamálinu
Stefnir vegna Hlíðamálsins Vilhjálmur hefur sent stefnur á fjóra einstaklinga vegna ummæla sem þeir viðhöfðu í tengslum við Hlíðamálið svokallaða. Farið er fram á ómerkingu ummæla og milljónir í miskabætur.

Gefnar hafa verið út stefnur á hendur fjórum einstaklingum vegna ummæla sem þeir viðhöfðu í tengslum við svokallað Hlíðamál. Í umræddu máli var greint frá því á forsíðu Fréttablaðsins að lögregla hefði til rannsóknar tvær aðskildar nauðganir í íbúð í Hlíðunum árið 2015. Sérstaka athygli vakti að í fyrirsögn fréttarinnar var íbúðin sem um ræðir sögð útbúin til nauðgana. Gerðar eru kröfur um ómerkingu fjölda ummæla á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum í tengslum við málið. Þá eru einnig gerðar kröfur um greiðslu miskabóta, frá 1,5 til 3 milljóna króna á hendur þeim sem stefnt hefur verið.

Þetta staðfestir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður tveggja manna sem sakaðir voru um að hafa brotið gegn tveimur konum í umræddri íbúð. Vilhjálmur vildi ekki tjá sig frekar um málið þegar Stundin ræddi við hann þar eð hann hafði ekki vitneskju um hvort búið væri að birta allar stefnurnar. Samkvæmt upplýsingum Stundarinnar er svo ekki, í það minnsta einn þeirra einstaklinga sem um ræðir er búsettur erlendis og mun viðkomandi verða birt stefna með lögbirtingu. Áður hafði Vilhjálmur, fyrir hönd umbjóðenda sinna, stefnt Sigmundi Erni Rúnarssyni sem fréttastjóra á Hringbraut fyrir ómerkt skrif á vef fjölmiðilsins. Það mál hefur verið þingfest.

Íbúðin sögð útbúin til nauðgana

Lögreglan rannsakaði meintar nauðganir sem báðar áttu að hafa átt sér stað í október árið 2015. Fyrrnefnd frétt Fréttablaðsins vakti mikla reiði í þjóðfélaginu og hún ásamt frekari fréttum af málinu leiddu meðal annars til mótmæla utan við lögreglustöðina á Hverfisgötu. Einkum vakti það reiði að mennirnir tveir skyldu ekki hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Þá sköpuðust gríðarlega heitar umræður í þjóðfélaginu, sem leiddu meðal annars til þess að þau ummæli sem nú er stefnt fyrir féllu. Sama dag og fyrsta frétt Fréttablaðsins birtist voru mennirnir nafngreindir og birtar af þeim myndir á samfélagsmiðlum og var þeim deilt í á þriðja þúsund tilvika.

Málið vatt upp á sig þegar Vilhjálmur kærði konurnar tvær sem um ræddi fyrir rangar sakargiftir á hendur umbjóðendum sínum, og aðra þeirra einnig fyrir nauðgun. Þær kærur allar voru felldar niður af hálfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í desember 2015.

Allar kærur felldar niður

Kærur kvennana á hendur mönnunum tveimur voru síðan felldar niður í febrúar 2016 af hálfu héraðssaksóknara og staðfesti ríkissaksóknari á niðurstöðu í júní sama ár. Vorið 2016 sendi Vilhjálmur síðan bréf á 22 einstaklinga þar sem þeim var boðið að draga ummæli sín í tengslum við málið til baka, biðjast afsökunar og greiða skaðabætur. Að minnsta kosti einhverjir þeirra einstaklinga sem nú hefur verið gefin út stefna á hendur voru í þeim hópi, ef ekki allir.

Blaðamenn 365 dæmdir

Vilhjálmur höfðaði fyrir hendur umbjóðenda sinna mál á hendur 365 miðlum og fjórum blaðamönnum Fréttablaðsins, Vísis, Bylgjunnar og Stöðvar 2 þar sem farið var fram á að ýmis ummæli í fréttaflutningi fjölmiðlanna yrðu dæmd dauð og ómerk. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm í málinu 26. október 2017 þar sem hluti ummæla voru dæmd dauð og ómerk og fréttamönnunum öllum gert að greiða mönnunum miskabætur. Dómnum var áfrýjað til Hæstaréttar sem staðfesti dóminn 26. júní síðastliðinn. Munu stefnurnar á hendur einstaklingunum fjórum vera sendar í framhaldi af staðfestingu Hæstaréttar.

Ekki fyrsta málið

Þetta er fjarri því að vera í fyrsta skipti sem Vilhjálmur stefnir einstaklingum fyrir ummæli tengd málum af viðlíka tagi. Þannig stefndi Vilhjálmur meðal annarra Sunnu Ben Guðrúnardóttur og Inga Kristjáni Sigurmarssyni fyrir ummæli sem þau létu falla í umræðum í tengslum við nauðgunarkæru á hendur Agli Einarssyni, oft kölluðum Gillzenegger, árið 2011. Ummæli Sunnu voru dæmd dauð og ómerk án þess að henni væri gerð refsing. Ingi Kristján, sem skrifaði „Fuck you rapist bastard“ við mynd að Agli á Instagram, var sýknaður í meiðyrðamálinu. Í nóvember á síðasta ári komst Mannréttindadómstóll Evrópu hins vegar að því að dómur Hæstaréttar í máli Egils gegn Inga Kristjáni hafi verið brot á áttundu grein mannréttindasáttmálans sem segir að sérhver maður eigi rétt á friðhelgi til einkalífs.

Þá má nefna að Vilhjálmur sendi kröfubréf vegna ummæla sem féllu í fjölmiðlum vegna máls sem kennt hefur verið við Hornvík og upp kom árið 2016. Þá sendi Vilhjálmur, fyrir hönd Sveins Andra Sveinssonar, DV kröfu um 10 milljónir króna greiðslu vegna umfjöllunar um þann síðarnefnda í blaðinu árið 2014. Ekkert varð úr því máli.

Stundin náði tali af tveimur þeirra sem Vilhjálmur hefur stefnt vegna Hlíðamálsins. Báðir aðilar báðust undan því að tjá sig um málið að sinni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár