Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Fjórum stefnt fyrir ummæli í Hlíðamálinu

Vil­hjálm­ur H. Vil­hjálms­son lög­mað­ur hef­ur gef­ið út stefnu á hend­ur fjór­um ein­stak­ling­um fyr­ir um­mæli í tengsl­um við svo­kall­að Hlíða­mál. Hann krefst ómerk­ingu um­mæla og millj­óna í miska­bæt­ur.

Fjórum stefnt fyrir ummæli í Hlíðamálinu
Stefnir vegna Hlíðamálsins Vilhjálmur hefur sent stefnur á fjóra einstaklinga vegna ummæla sem þeir viðhöfðu í tengslum við Hlíðamálið svokallaða. Farið er fram á ómerkingu ummæla og milljónir í miskabætur.

Gefnar hafa verið út stefnur á hendur fjórum einstaklingum vegna ummæla sem þeir viðhöfðu í tengslum við svokallað Hlíðamál. Í umræddu máli var greint frá því á forsíðu Fréttablaðsins að lögregla hefði til rannsóknar tvær aðskildar nauðganir í íbúð í Hlíðunum árið 2015. Sérstaka athygli vakti að í fyrirsögn fréttarinnar var íbúðin sem um ræðir sögð útbúin til nauðgana. Gerðar eru kröfur um ómerkingu fjölda ummæla á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum í tengslum við málið. Þá eru einnig gerðar kröfur um greiðslu miskabóta, frá 1,5 til 3 milljóna króna á hendur þeim sem stefnt hefur verið.

Þetta staðfestir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður tveggja manna sem sakaðir voru um að hafa brotið gegn tveimur konum í umræddri íbúð. Vilhjálmur vildi ekki tjá sig frekar um málið þegar Stundin ræddi við hann þar eð hann hafði ekki vitneskju um hvort búið væri að birta allar stefnurnar. Samkvæmt upplýsingum Stundarinnar er svo ekki, í það minnsta einn þeirra einstaklinga sem um ræðir er búsettur erlendis og mun viðkomandi verða birt stefna með lögbirtingu. Áður hafði Vilhjálmur, fyrir hönd umbjóðenda sinna, stefnt Sigmundi Erni Rúnarssyni sem fréttastjóra á Hringbraut fyrir ómerkt skrif á vef fjölmiðilsins. Það mál hefur verið þingfest.

Íbúðin sögð útbúin til nauðgana

Lögreglan rannsakaði meintar nauðganir sem báðar áttu að hafa átt sér stað í október árið 2015. Fyrrnefnd frétt Fréttablaðsins vakti mikla reiði í þjóðfélaginu og hún ásamt frekari fréttum af málinu leiddu meðal annars til mótmæla utan við lögreglustöðina á Hverfisgötu. Einkum vakti það reiði að mennirnir tveir skyldu ekki hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Þá sköpuðust gríðarlega heitar umræður í þjóðfélaginu, sem leiddu meðal annars til þess að þau ummæli sem nú er stefnt fyrir féllu. Sama dag og fyrsta frétt Fréttablaðsins birtist voru mennirnir nafngreindir og birtar af þeim myndir á samfélagsmiðlum og var þeim deilt í á þriðja þúsund tilvika.

Málið vatt upp á sig þegar Vilhjálmur kærði konurnar tvær sem um ræddi fyrir rangar sakargiftir á hendur umbjóðendum sínum, og aðra þeirra einnig fyrir nauðgun. Þær kærur allar voru felldar niður af hálfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í desember 2015.

Allar kærur felldar niður

Kærur kvennana á hendur mönnunum tveimur voru síðan felldar niður í febrúar 2016 af hálfu héraðssaksóknara og staðfesti ríkissaksóknari á niðurstöðu í júní sama ár. Vorið 2016 sendi Vilhjálmur síðan bréf á 22 einstaklinga þar sem þeim var boðið að draga ummæli sín í tengslum við málið til baka, biðjast afsökunar og greiða skaðabætur. Að minnsta kosti einhverjir þeirra einstaklinga sem nú hefur verið gefin út stefna á hendur voru í þeim hópi, ef ekki allir.

Blaðamenn 365 dæmdir

Vilhjálmur höfðaði fyrir hendur umbjóðenda sinna mál á hendur 365 miðlum og fjórum blaðamönnum Fréttablaðsins, Vísis, Bylgjunnar og Stöðvar 2 þar sem farið var fram á að ýmis ummæli í fréttaflutningi fjölmiðlanna yrðu dæmd dauð og ómerk. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm í málinu 26. október 2017 þar sem hluti ummæla voru dæmd dauð og ómerk og fréttamönnunum öllum gert að greiða mönnunum miskabætur. Dómnum var áfrýjað til Hæstaréttar sem staðfesti dóminn 26. júní síðastliðinn. Munu stefnurnar á hendur einstaklingunum fjórum vera sendar í framhaldi af staðfestingu Hæstaréttar.

Ekki fyrsta málið

Þetta er fjarri því að vera í fyrsta skipti sem Vilhjálmur stefnir einstaklingum fyrir ummæli tengd málum af viðlíka tagi. Þannig stefndi Vilhjálmur meðal annarra Sunnu Ben Guðrúnardóttur og Inga Kristjáni Sigurmarssyni fyrir ummæli sem þau létu falla í umræðum í tengslum við nauðgunarkæru á hendur Agli Einarssyni, oft kölluðum Gillzenegger, árið 2011. Ummæli Sunnu voru dæmd dauð og ómerk án þess að henni væri gerð refsing. Ingi Kristján, sem skrifaði „Fuck you rapist bastard“ við mynd að Agli á Instagram, var sýknaður í meiðyrðamálinu. Í nóvember á síðasta ári komst Mannréttindadómstóll Evrópu hins vegar að því að dómur Hæstaréttar í máli Egils gegn Inga Kristjáni hafi verið brot á áttundu grein mannréttindasáttmálans sem segir að sérhver maður eigi rétt á friðhelgi til einkalífs.

Þá má nefna að Vilhjálmur sendi kröfubréf vegna ummæla sem féllu í fjölmiðlum vegna máls sem kennt hefur verið við Hornvík og upp kom árið 2016. Þá sendi Vilhjálmur, fyrir hönd Sveins Andra Sveinssonar, DV kröfu um 10 milljónir króna greiðslu vegna umfjöllunar um þann síðarnefnda í blaðinu árið 2014. Ekkert varð úr því máli.

Stundin náði tali af tveimur þeirra sem Vilhjálmur hefur stefnt vegna Hlíðamálsins. Báðir aðilar báðust undan því að tjá sig um málið að sinni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur
3
ViðtalME-faraldur

Ekki geð­veila held­ur al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur

Lilja Sif Þór­is­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi hjá Ak­ur­eyr­arklíník­inni en hún seg­ir ME og lang­tíma Covid-sjúk­linga gjarn­an hafa mætt al­gjöru skiln­ings­leysi þó að sjúk­dóms­ein­kenn­in hafi ver­ið hörmu­leg. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið þurfi að koma til móts við þetta fólk, til dæm­is með því að bjóða upp á auk­in hluta­störf, þeg­ar við á, það sé dýrt að missa svo marga úr vinnu eins og raun ber vitni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár