Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Grænlenska hótelið sem Guðmundur Ingi gisti á ódýrara en sambærileg hótel í Reykjavík

Guð­mund­ur Ingi Krist­ins­son, þing­mað­ur Flokks fólks­ins, kvart­aði und­an bruðli vegna fund­ar Norð­ur­landa­ráðs í Nu­uk og sagði hót­el­ið „meira en tvö­falt dýr­ara en nokk­urt lúx­us­hót­el sem ég hef kom­ist inn á“.

Grænlenska hótelið sem Guðmundur Ingi gisti á ódýrara en sambærileg hótel í Reykjavík
Taldi gistinguna alltof dýra Guðmundur Ingi taldi gistinguna í Nuuk alltof dýra. Gisting á sambærilegum hótelum í Reykjavík er hins vegar dýrari. Mynd: Kristinn Magnússon

Nótt í eins manns herbergi með morgunmat á Hótel Hans Egede í Nuuk á Grænlandi, þar sem sendinefnd Íslands gisti meðan að á fundi Norðurlandaráðs stóð í síðustu viku, kostar á bilinu 22 til 29 þúsund krónur. Verð fyrir sambærilega gistingu á fjögurra stjörnu hótelum í Reykjavík sem tekin voru til samanburðar kosta á bilinu 30 til 38 þúsund krónur.

Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, gagnrýndi í vikunni harðlega bruðl við gistikostnað í sendinefndarinna í Nuuk. „Ég verð að gera at­huga­semd við það að ég gisti á dýr­asta hót­eli sem ég hef nokk­urn tím­ann gist á á æv­inni. Það er meira en tvö­falt dýr­ara en nokk­urt lúx­us­hót­el sem ég hef kom­ist inn á,“ sagði Guðmundur Ingi á Alþingi síðastliðinn þriðjudag.

Gagnrýndi bruðl og tilgangsleysi

Guðmundur Ingi velti því upp í þingræðu sinni hverju umræddur fundur Norðurlandaráðs ætti að skila og hver væri tilgangurinn með henni. Á fundinn hefðu verið sendir sjö þingmenn auk starfsmanns. Guðmundur Ingi velti því upp til hvers það væri enda væri tilgangurinn eingöngu „að samþykkja einhverjar áður gerðar ályktanir eða reyna að gera einhverjar orðalagsbreytingar,“ sagði Guðmundur Ingi og velti því upp í framhaldinu hvort óráðsía væri gegnumgangandi á Alþingi. „Ég spyr líka, ef ég er að borga þarna meira en helmingi dýrara hótel en þyrfti að vera og við erum að borga helmingi meira fyrir Þingvelli og hátíðina þar en þyrfti: Er þetta gegnumgangandi á þinginu? Þurfum við ekki að fara að endurskoða hlutina?“

Allt að þriðjungi ódýrara

Stundin kannaði verð á gistingu í Nuuk og í ljós kom að ódýrasta nóttin í einstaklingsherbergi á Hótel Hans Egede, þar sem sendinefnd Íslands gisti, kostar 22 þúsund krónur með morgunmat. Er þar um að ræða fremur lítið einstaklingsherbergi. Hægt er að fá öllu stærra einstaklingsherbergi á 29 þúsund krónur nóttina. Miðast verðið við upplýsingar á síðu hótelsins, að því gefnu að pöntuð sé gisting í tvær nætur dagana 25. til 26. september, og gengi krónu í dag, 21. september. Hótel Hans Egede er fjögurra stjörnu hótel.

Sé verð á sambærilegum hótelum í Reykjavík kannað þá kemur í ljós að þar er nóttin dýrari. Verð fyrir gistingu sömu nætur í einmenningsherbergi, einnig með morgunmat, á Hótel Sögu í Reykjavík er á bilinu 30 til 33 þúsund krónur fyrir nóttina. Nóttin á Grand Hótel sömu daga kostar 32 þúsund krónur en þar er boðinn 15 prósenta afsláttur þessa dagana. Á fullu verði myndi nóttin þar leggjast á tæpar 38 þúsund krónur. Bæði hótel eru fjögurra stjörnu.

Litlu ódýrara að gista á Patreksfirði

Á Hótel KEA á Akureyri reyndust ekki laus einstaklings herbergi umræddar nætur en laust var í gistingu eina nótt mánudaginn 24. september. Boðið er upp á tilboð á síðu hótelsins fyrir gistingu þá nótt og kostar nóttin tæpar 14 þúsund krónur. Ef þyrfti að greiða fullt verð fyrir gistinguna myndi nóttin kosta rúmar 16 þúsund krónur. Hótel KEA er einnig fjögurra stjörnu hótel.

Þá má geta þess að atvinnuveganefnd Alþingis er þessa dagana á ferð um Vestfirði á vegum þingsins. Þingmenn gistu liðna nótt á Fosshótel Wesstfjords á Patreksfirði. Þar kostar nóttin í einstaklingsherbergi með morgunmat tæpar 20 þúsund krónur. Hótelið telst þriggja stjörnu.

Tveir aukadagar í Nuuk

Í morgun var birt á síðu Alþingis tilkynning með upplýsingum um fund Norðurlandaráðs á Grænlandi. Þar kemur fram að dýrara sé að sækja fundi í Nuuk en í öðrum höfuðborgum Norðurlanda, þar sem fundir Norðurlandaráðs fara að jafnaði fram. Í Nuuk sé aðeins eitt hótel, Hótel Hans Egede, og kosti gistinóttin um 35 þúsund krónur sem sé mun dýrara en þau hótel sem íslenskir þingmenn búa á að jafnaði í ferðum vegna funda Norðurlandaráðs. Það rýmar þó ekki við upplýsingar af bókunarsíðu hótelsins, um eins manns herbergi, sem Stundin kynnti sér og greint er frá hér að framan. Hins vegar er umrætt 35 þúsund króna verð nálægt því sem tveggja manna herbergi á Hótel Hans Egede.

Þá segir í tilkynningunni að skrifstofa Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn hafi séð um samninga við hótelið. Einnig er greint frá því að framboð á flugsætum milli Reykjavíkur og Nuuk sé takmarkað og að þrátt fyrir að flug hafi verið pantað með góðum fyrirvara hafi ekki tekist að tryggja öllum hentugustu flug vegna fundarins. Einn þingmaður þurfti að því að dveljast í tvo aukadaga í Nuuk.

Enn fremur er greint frá því að kostnaður Alþingis vegna Íslandsdeildar Norðurlandaráðs hafi á síðasta ári verið tæpar 17 milljónir króna. Kostnaðurinn skiptist þannig að um sex milljónir fóru í fundasókn erlendis, sex milljónir í fundahald á Íslandi og tæpar fimm milljónir í framlag til reksturs Norðurlandaráðs.

Á síðasta ári fékk skrifstofa Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn tæpar 600 milljónir króna í framlög frá norrænu löndunum. Af því borguðu Íslendingar 0,9%. Framlagið er reiknað sem hlutfall af þjóðarframleiðslu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár