Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Grænlenska hótelið sem Guðmundur Ingi gisti á ódýrara en sambærileg hótel í Reykjavík

Guð­mund­ur Ingi Krist­ins­son, þing­mað­ur Flokks fólks­ins, kvart­aði und­an bruðli vegna fund­ar Norð­ur­landa­ráðs í Nu­uk og sagði hót­el­ið „meira en tvö­falt dýr­ara en nokk­urt lúx­us­hót­el sem ég hef kom­ist inn á“.

Grænlenska hótelið sem Guðmundur Ingi gisti á ódýrara en sambærileg hótel í Reykjavík
Taldi gistinguna alltof dýra Guðmundur Ingi taldi gistinguna í Nuuk alltof dýra. Gisting á sambærilegum hótelum í Reykjavík er hins vegar dýrari. Mynd: Kristinn Magnússon

Nótt í eins manns herbergi með morgunmat á Hótel Hans Egede í Nuuk á Grænlandi, þar sem sendinefnd Íslands gisti meðan að á fundi Norðurlandaráðs stóð í síðustu viku, kostar á bilinu 22 til 29 þúsund krónur. Verð fyrir sambærilega gistingu á fjögurra stjörnu hótelum í Reykjavík sem tekin voru til samanburðar kosta á bilinu 30 til 38 þúsund krónur.

Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, gagnrýndi í vikunni harðlega bruðl við gistikostnað í sendinefndarinna í Nuuk. „Ég verð að gera at­huga­semd við það að ég gisti á dýr­asta hót­eli sem ég hef nokk­urn tím­ann gist á á æv­inni. Það er meira en tvö­falt dýr­ara en nokk­urt lúx­us­hót­el sem ég hef kom­ist inn á,“ sagði Guðmundur Ingi á Alþingi síðastliðinn þriðjudag.

Gagnrýndi bruðl og tilgangsleysi

Guðmundur Ingi velti því upp í þingræðu sinni hverju umræddur fundur Norðurlandaráðs ætti að skila og hver væri tilgangurinn með henni. Á fundinn hefðu verið sendir sjö þingmenn auk starfsmanns. Guðmundur Ingi velti því upp til hvers það væri enda væri tilgangurinn eingöngu „að samþykkja einhverjar áður gerðar ályktanir eða reyna að gera einhverjar orðalagsbreytingar,“ sagði Guðmundur Ingi og velti því upp í framhaldinu hvort óráðsía væri gegnumgangandi á Alþingi. „Ég spyr líka, ef ég er að borga þarna meira en helmingi dýrara hótel en þyrfti að vera og við erum að borga helmingi meira fyrir Þingvelli og hátíðina þar en þyrfti: Er þetta gegnumgangandi á þinginu? Þurfum við ekki að fara að endurskoða hlutina?“

Allt að þriðjungi ódýrara

Stundin kannaði verð á gistingu í Nuuk og í ljós kom að ódýrasta nóttin í einstaklingsherbergi á Hótel Hans Egede, þar sem sendinefnd Íslands gisti, kostar 22 þúsund krónur með morgunmat. Er þar um að ræða fremur lítið einstaklingsherbergi. Hægt er að fá öllu stærra einstaklingsherbergi á 29 þúsund krónur nóttina. Miðast verðið við upplýsingar á síðu hótelsins, að því gefnu að pöntuð sé gisting í tvær nætur dagana 25. til 26. september, og gengi krónu í dag, 21. september. Hótel Hans Egede er fjögurra stjörnu hótel.

Sé verð á sambærilegum hótelum í Reykjavík kannað þá kemur í ljós að þar er nóttin dýrari. Verð fyrir gistingu sömu nætur í einmenningsherbergi, einnig með morgunmat, á Hótel Sögu í Reykjavík er á bilinu 30 til 33 þúsund krónur fyrir nóttina. Nóttin á Grand Hótel sömu daga kostar 32 þúsund krónur en þar er boðinn 15 prósenta afsláttur þessa dagana. Á fullu verði myndi nóttin þar leggjast á tæpar 38 þúsund krónur. Bæði hótel eru fjögurra stjörnu.

Litlu ódýrara að gista á Patreksfirði

Á Hótel KEA á Akureyri reyndust ekki laus einstaklings herbergi umræddar nætur en laust var í gistingu eina nótt mánudaginn 24. september. Boðið er upp á tilboð á síðu hótelsins fyrir gistingu þá nótt og kostar nóttin tæpar 14 þúsund krónur. Ef þyrfti að greiða fullt verð fyrir gistinguna myndi nóttin kosta rúmar 16 þúsund krónur. Hótel KEA er einnig fjögurra stjörnu hótel.

Þá má geta þess að atvinnuveganefnd Alþingis er þessa dagana á ferð um Vestfirði á vegum þingsins. Þingmenn gistu liðna nótt á Fosshótel Wesstfjords á Patreksfirði. Þar kostar nóttin í einstaklingsherbergi með morgunmat tæpar 20 þúsund krónur. Hótelið telst þriggja stjörnu.

Tveir aukadagar í Nuuk

Í morgun var birt á síðu Alþingis tilkynning með upplýsingum um fund Norðurlandaráðs á Grænlandi. Þar kemur fram að dýrara sé að sækja fundi í Nuuk en í öðrum höfuðborgum Norðurlanda, þar sem fundir Norðurlandaráðs fara að jafnaði fram. Í Nuuk sé aðeins eitt hótel, Hótel Hans Egede, og kosti gistinóttin um 35 þúsund krónur sem sé mun dýrara en þau hótel sem íslenskir þingmenn búa á að jafnaði í ferðum vegna funda Norðurlandaráðs. Það rýmar þó ekki við upplýsingar af bókunarsíðu hótelsins, um eins manns herbergi, sem Stundin kynnti sér og greint er frá hér að framan. Hins vegar er umrætt 35 þúsund króna verð nálægt því sem tveggja manna herbergi á Hótel Hans Egede.

Þá segir í tilkynningunni að skrifstofa Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn hafi séð um samninga við hótelið. Einnig er greint frá því að framboð á flugsætum milli Reykjavíkur og Nuuk sé takmarkað og að þrátt fyrir að flug hafi verið pantað með góðum fyrirvara hafi ekki tekist að tryggja öllum hentugustu flug vegna fundarins. Einn þingmaður þurfti að því að dveljast í tvo aukadaga í Nuuk.

Enn fremur er greint frá því að kostnaður Alþingis vegna Íslandsdeildar Norðurlandaráðs hafi á síðasta ári verið tæpar 17 milljónir króna. Kostnaðurinn skiptist þannig að um sex milljónir fóru í fundasókn erlendis, sex milljónir í fundahald á Íslandi og tæpar fimm milljónir í framlag til reksturs Norðurlandaráðs.

Á síðasta ári fékk skrifstofa Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn tæpar 600 milljónir króna í framlög frá norrænu löndunum. Af því borguðu Íslendingar 0,9%. Framlagið er reiknað sem hlutfall af þjóðarframleiðslu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
4
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár