Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Vilja 100 þúsund króna sektir fyrir að fleygja rusli

Ásmund­ur Frið­riks­son legg­ur fram frum­varp til breyt­inga á nátt­úru­vernd­ar­lög­um. Frum­varp­ið hef­ur tví­veg­is ver­ið flutt áð­ur en ekki náð fram að ganga.

Vilja 100 þúsund króna sektir fyrir að fleygja rusli
Berst gegn sóðskap Ásmundur vill að umhverfissóðar verði sektaðir um að lágmarki 100 þúsund krónur. Mynd: Morgunblaðið/Eggert

Fimm þingmenn Sjálfstæðisflokksins auk þingmanns Flokks fólksins hafa lagt fram frumvarp til breytinga á náttúruverndarlögum þess efnis að fleygi fólk rusli á almannafæri varði það sektum að lágmarki 100 þúsund krónum. Í greinargerð er bent á að erlendis sé víða þekkt að háar sektir liggi við slíku framferði.

Umrætt frumvarp hefur í tvígang verið flutt áður en ekki náð fram að ganga, fyrst árið 2014 og síðan árið 2015. Fyrsti flutningsmaður frumvarpið þá var Guðlaugur Þór Þórðarson, núverandi utanríkisráðherra. Nú hefur Ásmundur Friðriksson, samflokksmaður Guðlaugs Þórs í Sjálfstæðisflokknum, tekið málið upp á sína arma og flytur hann það í óbreyttri mynd ásamt meðflutningsmönnum sínum.

Frumvarpið gerir ráð fyrir að við náttúruverndalög bætist málsgrein þar sem segir að öllum sem fari um hálendið eða þjóðvegi landsins sé óheimilt að henda rusli á almannafæri. Brot á því ákvæði varði sektum að lágmarki 100.000 krónum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár