Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Vilja 100 þúsund króna sektir fyrir að fleygja rusli

Ásmund­ur Frið­riks­son legg­ur fram frum­varp til breyt­inga á nátt­úru­vernd­ar­lög­um. Frum­varp­ið hef­ur tví­veg­is ver­ið flutt áð­ur en ekki náð fram að ganga.

Vilja 100 þúsund króna sektir fyrir að fleygja rusli
Berst gegn sóðskap Ásmundur vill að umhverfissóðar verði sektaðir um að lágmarki 100 þúsund krónur. Mynd: Morgunblaðið/Eggert

Fimm þingmenn Sjálfstæðisflokksins auk þingmanns Flokks fólksins hafa lagt fram frumvarp til breytinga á náttúruverndarlögum þess efnis að fleygi fólk rusli á almannafæri varði það sektum að lágmarki 100 þúsund krónum. Í greinargerð er bent á að erlendis sé víða þekkt að háar sektir liggi við slíku framferði.

Umrætt frumvarp hefur í tvígang verið flutt áður en ekki náð fram að ganga, fyrst árið 2014 og síðan árið 2015. Fyrsti flutningsmaður frumvarpið þá var Guðlaugur Þór Þórðarson, núverandi utanríkisráðherra. Nú hefur Ásmundur Friðriksson, samflokksmaður Guðlaugs Þórs í Sjálfstæðisflokknum, tekið málið upp á sína arma og flytur hann það í óbreyttri mynd ásamt meðflutningsmönnum sínum.

Frumvarpið gerir ráð fyrir að við náttúruverndalög bætist málsgrein þar sem segir að öllum sem fari um hálendið eða þjóðvegi landsins sé óheimilt að henda rusli á almannafæri. Brot á því ákvæði varði sektum að lágmarki 100.000 krónum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár