Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Samkeppniseftirlitið segir frummat á máli Guðmundar í Brimi geta breyst

Guð­mund­ur Kristjáns­son var geng­inn úr stjórn Vinnslu­stöðv­ar­inn­ar áð­ur en at­hug­un Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins hófst.

Samkeppniseftirlitið segir frummat á máli Guðmundar í Brimi geta breyst
Frummat gæti breyst Samkeppniseftirlitið leggur áherslu á að ekki liggi fyrir endanleg niðurstaða í rannsókn þess á málefnum Guðmundar Kristjánssonar í Brimi. Mynd: Pressphotos

RRannsókn Samkeppniseftirlitsins á hugsanlegum brotum Guðmundar Kristjánssonar í Brimi á samkeppnislögum stendur enn yfir og endanleg niðurstaða í málinu liggur ekki fyrir. Frummat eftirlitsins var kynnt aðilum máls og byggði það á þeim upplýsingum sem þá lágu fyrir. Aðilar málsins hafa komið á framfæri skýringum og sjónarmiðum vegna þess. Meðal annars kemur fram að Guðmundur var genginn úr stjórn Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum þegar athugun Samkeppniseftirlitsins hófst. 

Þetta kemur fram í tilkynningu sem Samkeppniseftirlitið sendi frá sér í dag. Þar kemur fram að til skoðunar sé hvort breytingar hafi orðið á yfirráðum í HB Granda þegar Brim eignaðist verulegan hlut í fyrirtækinu í maí síðastliðnum, og sömuleiðis hvort tengsl fyrirtækja hafi verið til staðar á þeim tíma eða áður með stjórnarsetu Guðmundar eða í gegnum eignarhluti hans.

„Rétt er taka skýrt fram að endanleg niðurstaða í framangreindu máli liggur ekki fyrir. Það frummat sem kynnt var aðilum máls byggði á fyrirliggjandi upplýsingum á þeim tíma. Var frummatið sett fram til þess að gefa hlutaðeigandi aðilum tækifæri til þess bregðast við því og koma skýringum og sjónarmiðum á framfæri. Af eðli máls leiðir að umrætt frummat getur því breyst,“ segir í tilkynningunni. Samkeppniseftirlitið sé nú að fara yfir fram komnar skýringar og upplýsingar, áður en ákvörðun verður tekin um hvort þörf sé á íhlutun í málinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár