Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Samkeppniseftirlitið segir frummat á máli Guðmundar í Brimi geta breyst

Guð­mund­ur Kristjáns­son var geng­inn úr stjórn Vinnslu­stöðv­ar­inn­ar áð­ur en at­hug­un Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins hófst.

Samkeppniseftirlitið segir frummat á máli Guðmundar í Brimi geta breyst
Frummat gæti breyst Samkeppniseftirlitið leggur áherslu á að ekki liggi fyrir endanleg niðurstaða í rannsókn þess á málefnum Guðmundar Kristjánssonar í Brimi. Mynd: Pressphotos

RRannsókn Samkeppniseftirlitsins á hugsanlegum brotum Guðmundar Kristjánssonar í Brimi á samkeppnislögum stendur enn yfir og endanleg niðurstaða í málinu liggur ekki fyrir. Frummat eftirlitsins var kynnt aðilum máls og byggði það á þeim upplýsingum sem þá lágu fyrir. Aðilar málsins hafa komið á framfæri skýringum og sjónarmiðum vegna þess. Meðal annars kemur fram að Guðmundur var genginn úr stjórn Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum þegar athugun Samkeppniseftirlitsins hófst. 

Þetta kemur fram í tilkynningu sem Samkeppniseftirlitið sendi frá sér í dag. Þar kemur fram að til skoðunar sé hvort breytingar hafi orðið á yfirráðum í HB Granda þegar Brim eignaðist verulegan hlut í fyrirtækinu í maí síðastliðnum, og sömuleiðis hvort tengsl fyrirtækja hafi verið til staðar á þeim tíma eða áður með stjórnarsetu Guðmundar eða í gegnum eignarhluti hans.

„Rétt er taka skýrt fram að endanleg niðurstaða í framangreindu máli liggur ekki fyrir. Það frummat sem kynnt var aðilum máls byggði á fyrirliggjandi upplýsingum á þeim tíma. Var frummatið sett fram til þess að gefa hlutaðeigandi aðilum tækifæri til þess bregðast við því og koma skýringum og sjónarmiðum á framfæri. Af eðli máls leiðir að umrætt frummat getur því breyst,“ segir í tilkynningunni. Samkeppniseftirlitið sé nú að fara yfir fram komnar skýringar og upplýsingar, áður en ákvörðun verður tekin um hvort þörf sé á íhlutun í málinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár