Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Kolbeinn segir Grænlandsferð ekki tilgangslaust bruðl

Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé, þing­mað­ur VG, er ósam­mála Guð­mundi Inga Krist­ins­syni, þing­manni Flokks fólks­ins, um gagns­leysi þess að senda hóp fólks á fund Norð­ur­landa­ráðs á Græn­landi.

Kolbeinn segir Grænlandsferð ekki tilgangslaust bruðl
Ósammála um bruðl Kolbeinn er ekki sammála Guðmundi Inga um að Grænlandsferðin hafi verið tilgangslaust bruðl.

Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, er ósammála því að fundur Norðurlandaráðs á Grænlandi hafi verið tilgangslaust bruðl líkt og Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, lýsti henni. Í ferðinni hafi Kolbeinn aflað sér þekkingar sem hann muni nýta sér og sömuleiðis haft áhrif á ákvarðanir Norðurlandaráðs.

Guðmundur Ingi lýsti því í gær í umræðum um störf þingsins á Alþingi að hann skildi ekki tilgang þess að senda tíu manns á fund Norðurlandaráðs í Nuuk á Grænlandi, fund sem hefði einungis haft þann tilgang að „samþykkja einhverjar áður gerðar ályktanir eða reyna að gera einhverjar orðalagsbreytingar.“ Raunar munu fulltrúarnir þó aðeins hafa verið átta en ekki tíu, eins og Guðmundur hélt fram.

Þá lýsti Guðmundur Ingi einnig undrun sinni á því að gestir fundarins hefðu gist á því dýrasta hóteli sem hann hefði stigið fæti sínum inn á. Spurði hann í framhaldinu hvort ekki þyrfti að fara að kafa ofan í utanlandsferðir á vegum þingsins og þann kostnað sem af þeim hlytist með það að markmiði að komast að því hvort þær væru nauðsynlegar.

Segir starfsfólk Alþingis standa sig vel í ráðdeild

Kolbeinn aftur á móti er þeirrar skoðunar að ferðin á fundinn hafi verið bæði merkileg og gagnleg. Hann hafi þannig fundað með borgarfulltrúum í Nuuk og borgarstjóra um ýmis mál sem tengist Íslandi og Grænlandi, setið fyrirlestra um loftslagsbreytingar og áhirf þeirra á siglingaleiðir um norðurslóðir auk annars. Þá hafi fjölmargt komið fram í nefndavinnu Norðurlandaráðs sem snerti Ísland og Íslendinga og þar hafi skipt máli að fylgja eftir tillögum og álitum, og gera jafnvel á þeim breytingar. „Þannig gaf þessi ferð mér fjölmargt sem mun nýtast í þingstörfunum, um leið og ég tel að ég hafi lagt mitt fram, af mínum veika mætti.“

Kolbeinn segir jafnfram að hann sé sammála Guðmundi hvað varðar að sýna þurfi ráðdeild þegar kemur að kostnaði og gistingu. Kolbeinn bendir þó á að vart sé um ótal kosti að ræða í þeim efnum í Nuuk þegar um 150 manna ráðstefnu sé að ræða. Honum hafi raunar sýnst starfsfólk Alþingis standa sig vel þegar komi að því að finna hagkvæma kosti varðandi ferðalög og gistingu.

Ummæli Guðmundar Inga vöktu verulega athygli í gær. Bent var á í samhenginu nýjar upplýsingar um kostnað við hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum á liðnu sumri. Fundurinn sá kostaði 87 milljónir króna og fór kostnaður um helming fram úr áætlun. Sérstaklega vakti undrun að lýsing, um bjartan dag í júlí, hefði kostað 22 milljónir króna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár