Fáir leiðtogar hafa fallið af jafn háum stalli og Aung San Suu Kyi, friðarverðlaunahafi Nóbels og pólitískur leiðtogi Mjanmar (Búrma). Hún sat í stofufangelsi í 15 ár og leiddi stjórnarandstöðuna sem rödd frelsis og lýðræðis í landi sem var undir hæl grimmrar herforingjastjórnar.
Suu Kyi var dáð og elskuð um allan heim fyrir friðsama baráttu sína og var oft nefnd í sömu andrá og Nelson Mandela og Mahatma Gandhi. Að lokum varð alþjóðlegur þrýstingur til þess að henni var sleppt úr haldi og flokkur hennar vann sigur í lýðræðislegum kosningum árið 2015.
Nú, aðeins þremur árum seinna, er Aung San Suu Kyi úthrópuð af alþjóðlegum mannréttindasamtökum sem rasisti, siðleysingi og jafnvel stríðsglæpamaður. Hvað í ósköpunum gerðist?
Morðið á föður Aung San Suu Kyi
Það má segja að það hafi verið ljóst að Aung San Suu Kyi yrði viðriðin pólitík með einum eða öðrum hætti síðan hún var tveggja ára gömul, …
Athugasemdir