Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Svalasta mynd 10. áratugarins og sundlaugarbíó

Tón­leik­ar, við­burð­ir og sýn­ing­ar 21.-27. sept­em­ber.

Svalasta mynd 10. áratugarins og sundlaugarbíó

Pulp Fiction föstudagspartísýning

Hvar? Bíó Paradís
Hvenær? 21. september kl. 20.00
Aðgangseyrir: 1.600 kr.

Pulp Fiction er í senn virðingarvottur Quentin Tarantinos fyrir áhrifavöldum kvikmyndasögunnar og sjálf áhrifavaldur fyrir næstu kynslóð kvikmyndagerðarmanna. Hún bæði fangar andrúmsloft 10. áratugarins og endurskrifar hann það fyrir þær kynslóðir sem muna ekki eftir honum. Með öðrum orðum er mjög breiður hópur af áhorfendum sem fíla hana og hún er til sýnis í sérstakri föstudagspartísýningu.

Sígildir sunnudagar: Sagan af dátanum

Hvar? Harpa
Hvenær? 23. september kl. 16.00
Aðgangseyrir: 3.500 kr.

Á fyrstu tónleikum starfsársins leikur Kammersveit Reykjavíkur Söguna af dátanum eftir Igor Stravinsky. Verkið var frumflutt fyrir 100 árum síðan í Lausanne í Sviss. Verkið samdi Stravinsky við texta eftir C.F. Ramuz, sem byggði söguna á gamalli rússneskri þjóðsögu; dátinn Jósef selur djöflinum fiðlu sína í staðinn fyrir óendanleg auðæfi sem færir Jósefi síðan enga raunverulega hamingju.

RIFF 2018

Hvar? Bíó Paradís
Hvenær? 27. sept–7. okt
Aðgangseyrir: 16.900 kr.

Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík er haldin í 15. skiptið og eru kvikmyndir frá Eystrasaltslöndunum í sviðsljósinu í ár. Á hátíðinni er sérstök athygli lögð á heimildarmyndir og leiknar myndir sem láta sig sérstaklega varða mannréttindi, lífsgæði, og umhverfismál. Meðal sérstakra heiðursgesta er danski leikarinn Mads Mikkelsen. Að venju verða líka nokkrar óhefðbundnar sýningar, eins og hin árlega sundlaugasýning, en í ár verður stórmyndin The Fifth Element varpað á tjald í gömlu innilaug Sundhallarinnar 29. september klukkan 19:30.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Segist notuð sem leppur í Vorstjörnunni, sem lúti sjóræningjastjórn
5
Fréttir

Seg­ist not­uð sem lepp­ur í Vor­stjörn­unni, sem lúti sjó­ræn­ingja­stjórn

Sigrún E. Unn­steins­dótt­ir, stjórn­ar­mað­ur í Vor­stjörn­unni, seg­ir fram­kvæmda­stjórn Sósí­al­ista­flokks­ins fara með raun­veru­lega stjórn fé­lags­ins. Sjálf viti hún ekk­ert hvað fari fram inn­an þess. „Þetta er sjó­ræn­ingja­stjórn,“ seg­ir hún. Vara­formað­ur fram­kvæmda­stjórn­ar flokks­ins seg­ir ekk­ert ann­ar­legt í gangi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár