Erfðamengi mannsins var fyrst raðgreint rétt upp úr síðustu aldamótum. Tilkynningin barst eftir mikið kapphlaup milli bandarískra rannsóknarhópa sem annars vegar voru styrktir af National Institutes of Health í Bandaríkjunum og hins vegar einkafyrirtækinu Celera Genomics.
Áður en raðgreining hófst höfðu margir reynt að giska á hversu mörg gen erfðamengi mannsins teldi. Til að útskýra þá gríðarlegu yfirburði sem maðurinn hafði yfir aðrar dýrategundir þótti augljóst að genafjöldi hlyti að vera margfalt meiri. Eftir fjölda ágiskana, sem yfirleitt voru byggðar á einhvers konar rannsóknarvinnu, komust hóparnir að þeirri niðurstöðu að líklegur fjöldi væri milli 25.000 og 50.000 gen. Einhverjir vildu þó halda því fram að þau væru nær 100.000. Það voru því talsverð vonbrigði fyrir marga þegar raðgreiningu lauk og í ljós kom að fjöldinn var sennilega rétt um 25.000 gen.
Tilkoma raðgreininganna
Raðgreining á erfðaefni er að mestu leyti samvinna tveggja mikilvægra þátta: nákvæmra efnahvarfa og tækni til að …
Athugasemdir