Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Segir vel hægt að sporna gegn vaxtamunarviðskiptum án stífra fjármagnshafta

Agn­ar Tóm­as Möller, fram­kvæmda­stjóri sjóða hjá GAMMA, seg­ir menn gjarna á að fara í skot­graf­ir í um­ræð­unni um inn­flæð­is­höft Seðla­bank­ans.

Segir vel hægt að sporna gegn vaxtamunarviðskiptum án stífra fjármagnshafta

Agnar Tómas Möller, framkvæmdastjóri sjóða hjá GAMMA, segir umræðuna um innflæðishöft Seðlabankans litast af því að menn fari í skotgrafir í stað þess að ræða kosti og galla þess að höftunum sé beitt. 

Stundin fjallaði um innflæðishöftin á dögunum og háværa gagnrýni fólks úr fjármálageiranum, meðal annars stjórnenda GAMMA, sem telja höftin leiða til lakari vaxtakjara og draga úr verðmætasköpun og hvetja eindregið til þess að þeim verði aflétt. 

Í umfjöllun Stundarinnar var meðal annars rætt við Gylfa Magnússon, formann bankaráðs Seðlabankans og dósent í fjármálum við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, sem telur innflæðishöftin mikilvæg til að tempra innflæði erlends skammtímafjármagns sem leitar til landsins vegna vaxtamunarskipta og spákaupmennsku vegna gengishreyfinga. „Í ljósi þess hve slæma reynslu við höfum af óheftu innflæði erlends skammtímafjármagns þykir mér nánast grátlegt að einungis tíu árum eftir hrun séu farnar að heyrast raddir sem vilja endurtaka leikinn,“ sagði Gylfi. „Það bendir til þess að mjög hratt fenni yfir reynsluna frá fyrsta áratug aldarinnar.“

Agnar Tómas hjá GAMMA segist sjálfur ekki hafa talað fyrir því að engar takmarkanir séu á fjármagnsflutningum til landsins. Hann er sammála því að mikilvægt sé að tempra innflæði skammtímafjármagns. „En umræðan um innflæðishöftin, t.d. með ummælum Gylfa Magnússonar um að þeir sem gagnrýni innflæðishöftin hafi „ekkert lært af hruninu“ og vilji hætta á að það endurtaki sig, litast af því að menn eru komnir aðeins í skotgrafirnar í stað þess að ræða kosti og galla haftanna,“ segir Agnar. 

Hann segist hafa bent á að núverandi útfærsla haftanna sé of stíf og telur löngu tímabært að breyta henni. „Ég get til að mynda alveg fallist á það að hefta hér fjárfestingu í skammtímaskuldaskjölum, þ.e. svokölluð „vaxtamunarviðskipti“, á meðan ég tel á móti að ætti að afnema með öllu höft á fjárfestingar erlendra aðila í lengri tíma skuldabréfum, einkum til fyrirtækja. Þær ástæður sem gefnar voru fyrir að setja á mjög stíf fjármagnshöft á allar skuldabréfafjárfestingar erlendra aðila fyrir tveimur árum hafa allar breyst mjög, auk þess sem vaxtamunur hefur minnkað talsvert.“ 

Hann tekur sem dæmi að langtíma raunvaxtamunur Íslands við Bandaríkin hafi farið úr um 2,6% við setningu haftanna júní 2016 í um um 0,85% í dag, og skammtímavaxtamunur úr um 5,5% í 1,5% miðað við 2 ára bandarísk ríkisskuldabréf. „Það er því lítið t.d. fyrir bandaríska skuldabréfafjárfesta að sækja hér nema í langtíma fjárfestingar vegna hugsanlegrar trúar þeirra á íslenska hagkerfinu – en í því sambandi má nefna að mikill hluti þeirra fjárfesta sem hafa fjárfest hér undanfarin ár eru bandarískir sjóðir.“

Agnar segir að auk þess sé mikil skekkja í eignasamsetningu lífeyrissjóða sem hafi flutt gríðarlega fjármuni erlendis og muni eflaust halda því áfram. „Nú þegar hægir á íslenska hagkerfinu væri mjög æskilegt að fá meira af langtíma fjármagn til landsins til að mæta þeirri þróun og styðja við íslenskt efnahagslíf í stað íslenskra lífeyrissjóða. Í því ljósi má benda á að samkvæmt nýjustu tölum frá Seðlabankanum hefur samanlagt innflæði erlendra aðila í hlutabréf og skuldabréf á þessu ári verið ekkert, og fjárfesting erlendra aðila í innlendum skuldabréfum (með gjaldaga árið 2022 og síðar) hefur staðið í stað frá apríl 2016, þ.e. fyrir setningu innflæðishaftanna.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Efnahagsmál

Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Konan fékk ekki læknisfræðilega skoðun á neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis
2
Fréttir

Kon­an fékk ekki lækn­is­fræði­lega skoð­un á neyð­ar­mót­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is

Fram­burð­ur Al­berts Guð­munds­son­ar var „stað­fast­ur, skýr og trú­verð­ug­ur“ að mati Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur þar sem hann var sýkn­að­ur í dag af ákæru vegna nauðg­un­ar. Fram­burð­ur kon­unn­ar fái ekki fylli­lega stoð í gögn­um máls­ins. Tek­ið er fram að ekk­ert liggi fyr­ir um nið­ur­stöð­ur lækn­is­fræði­legr­ar skoð­un­ar á neyð­ar­mótt­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is - „hverju sem þar er um að kenna.“
Foreldrar og fullorðið fólk lykilbreyta sem stjórnar líðan ungmenna
6
Viðtal

For­eldr­ar og full­orð­ið fólk lyk­il­breyta sem stjórn­ar líð­an ung­menna

Van­líð­an ungs fólks er að fær­ast í auk­ana og hef­ur ólík­ar birt­ing­ar­mynd­ir; allt frá óæski­legri hegð­un í skól­um til of­beld­is­hegð­un­ar og auk­inn­ar tíðni sjálfsskaða, seg­ir banda­ríski sál­fræð­ing­ur­inn Christoph­er Will­ard. Hann kenn­ir með­al ann­ars nú­vit­und og sam­kennd sem hann tel­ur að geti ver­ið sterk for­vörn.
Tugmilljónir í húfi fyrir stjórnina að kjósa ekki strax
9
Fréttir

Tug­millj­ón­ir í húfi fyr­ir stjórn­ina að kjósa ekki strax

Út­lit er fyr­ir að rík­is­stjórn­ar­flokk­arn­ir verði af meira en 170 millj­ón­um króna tóri sam­starf þeirra ekki fram yf­ir ára­mót. Greiðsl­ur úr rík­is­sjóði upp á 622 millj­ón­ir skipt­ast á milli flokka eft­ir at­kvæða­fjölda í kosn­ing­um. Stuðn­ing­ur við stjórn­ar­flokk­ana þrjá hef­ur hrun­ið og það gæti stað­an á banka­reikn­ing­um þeirra líka gert.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
2
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
4
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.
Dóttirin neyðist til að hitta geranda sinn í skólanum: „Við erum dauðhrædd um að missa hana“
5
Fréttir

Dótt­ir­in neyð­ist til að hitta ger­anda sinn í skól­an­um: „Við er­um dauð­hrædd um að missa hana“

Kristjana Gísla­dótt­ir, móð­ir tæp­lega 14 ára stúlku, seg­ir að sam­nem­andi dótt­ur henn­ar hafi brot­ið á henni kyn­ferð­is­lega í grunn­skóla þeirra í vor og að barna­vernd Kópa­vogs hafi ekki tal­ið ástæðu til að kanna mál­ið. Kristjönu þyk­ir Snæ­lands­skóli ekki koma til móts við dótt­ur henn­ar, sem þol­ir ekki að hitta dreng­inn dag­lega, og get­ur því ekki mætt til skóla.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
3
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
7
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
8
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár