Unnið að því að fá nýja hluthafa inn í WOW air

Vant­ar enn fimm milj­ón­ir evra til að ná lág­marks­stærð skulda­bréfa­út­boðs fé­lags­ins. Von­ast er til að því marki verði náð í dag.

Unnið að því að fá nýja hluthafa inn í WOW air
Leitar að fjárfesti Skúli Mogensen, forstjóri og eini hluthafi WOW air, stefnir að því að fá inn nýjan hluthafa í félagið sem myndi koma með tugi milljóna evra í nýju hlutafé með sér. Mynd: Sigurjón Ragnar

Unnið er að því að fá nýjan fjárfesti inn í flugfélagið WOW air sem myndi leggja félaginu til tugi milljóna evra. Óljóst er þó hversu stóran hlut umræddur fjárfestir myndi eignast í félaginu á móti Skúla Mogensen, forstjóra þess, en hann er sem stendur eini hluthafinn í WOW air. Samhliða er stefnt að því að klára skuldabréfaútboð félagsins en unnið hefur verið að því undanfarnar vikur.

Fréttablaðið greinir frá þessu og fullyrðir jafnframt að erlendir fjárfestar séu búnir að gefa vilyrði fyrir kaupum á skuldabréfum að virði 45 milljónum evra að lágmarki. Lágmarksstærð útboðsins er nú sögð 50 milljónir evra, eða sem jafngildir um 6,5 milljörðum króna. Vonast er til að ljúka megi útboðinu í dag.

Samkvæmt sömu frétt hefur norska verðbréfafyrirtækið Pareto tryggt fjármuni upp á um 35 milljónir evra í útboðinu og Fossar markaðir hafa náð samkomulagi við bandarískan fjárfestingarsjóð um að hann skrái sig fyrir 10 milljónum evra.

Miðað við þessar fréttir má gera ráð fyrir að takast megi að forða félaginu frá falli en samkvæmt heimildum var talin raunveruleg og alvarleg hætta á því fyrir skemmstu að félagið færi í þrot, með ýmsum alvarlegum afleiðingum fyrir íslenska hagkerfið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár