Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Unnið að því að fá nýja hluthafa inn í WOW air

Vant­ar enn fimm milj­ón­ir evra til að ná lág­marks­stærð skulda­bréfa­út­boðs fé­lags­ins. Von­ast er til að því marki verði náð í dag.

Unnið að því að fá nýja hluthafa inn í WOW air
Leitar að fjárfesti Skúli Mogensen, forstjóri og eini hluthafi WOW air, stefnir að því að fá inn nýjan hluthafa í félagið sem myndi koma með tugi milljóna evra í nýju hlutafé með sér. Mynd: Sigurjón Ragnar

Unnið er að því að fá nýjan fjárfesti inn í flugfélagið WOW air sem myndi leggja félaginu til tugi milljóna evra. Óljóst er þó hversu stóran hlut umræddur fjárfestir myndi eignast í félaginu á móti Skúla Mogensen, forstjóra þess, en hann er sem stendur eini hluthafinn í WOW air. Samhliða er stefnt að því að klára skuldabréfaútboð félagsins en unnið hefur verið að því undanfarnar vikur.

Fréttablaðið greinir frá þessu og fullyrðir jafnframt að erlendir fjárfestar séu búnir að gefa vilyrði fyrir kaupum á skuldabréfum að virði 45 milljónum evra að lágmarki. Lágmarksstærð útboðsins er nú sögð 50 milljónir evra, eða sem jafngildir um 6,5 milljörðum króna. Vonast er til að ljúka megi útboðinu í dag.

Samkvæmt sömu frétt hefur norska verðbréfafyrirtækið Pareto tryggt fjármuni upp á um 35 milljónir evra í útboðinu og Fossar markaðir hafa náð samkomulagi við bandarískan fjárfestingarsjóð um að hann skrái sig fyrir 10 milljónum evra.

Miðað við þessar fréttir má gera ráð fyrir að takast megi að forða félaginu frá falli en samkvæmt heimildum var talin raunveruleg og alvarleg hætta á því fyrir skemmstu að félagið færi í þrot, með ýmsum alvarlegum afleiðingum fyrir íslenska hagkerfið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár