Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Unnið að því að fá nýja hluthafa inn í WOW air

Vant­ar enn fimm milj­ón­ir evra til að ná lág­marks­stærð skulda­bréfa­út­boðs fé­lags­ins. Von­ast er til að því marki verði náð í dag.

Unnið að því að fá nýja hluthafa inn í WOW air
Leitar að fjárfesti Skúli Mogensen, forstjóri og eini hluthafi WOW air, stefnir að því að fá inn nýjan hluthafa í félagið sem myndi koma með tugi milljóna evra í nýju hlutafé með sér. Mynd: Sigurjón Ragnar

Unnið er að því að fá nýjan fjárfesti inn í flugfélagið WOW air sem myndi leggja félaginu til tugi milljóna evra. Óljóst er þó hversu stóran hlut umræddur fjárfestir myndi eignast í félaginu á móti Skúla Mogensen, forstjóra þess, en hann er sem stendur eini hluthafinn í WOW air. Samhliða er stefnt að því að klára skuldabréfaútboð félagsins en unnið hefur verið að því undanfarnar vikur.

Fréttablaðið greinir frá þessu og fullyrðir jafnframt að erlendir fjárfestar séu búnir að gefa vilyrði fyrir kaupum á skuldabréfum að virði 45 milljónum evra að lágmarki. Lágmarksstærð útboðsins er nú sögð 50 milljónir evra, eða sem jafngildir um 6,5 milljörðum króna. Vonast er til að ljúka megi útboðinu í dag.

Samkvæmt sömu frétt hefur norska verðbréfafyrirtækið Pareto tryggt fjármuni upp á um 35 milljónir evra í útboðinu og Fossar markaðir hafa náð samkomulagi við bandarískan fjárfestingarsjóð um að hann skrái sig fyrir 10 milljónum evra.

Miðað við þessar fréttir má gera ráð fyrir að takast megi að forða félaginu frá falli en samkvæmt heimildum var talin raunveruleg og alvarleg hætta á því fyrir skemmstu að félagið færi í þrot, með ýmsum alvarlegum afleiðingum fyrir íslenska hagkerfið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
2
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.
Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
4
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár