Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Rauði krossinn segir ríkið ekki geta slegið eign sinni á fjármuni samtakanna

Rauði kross­inn ger­ir veru­leg­ar at­hug­semd­ir við mál­flutn­ing vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins. Seg­ir að ráðu­neyt­ið hafi óvænt og ein­hliða sett fram kröfu um að eign­ar­hald sjúkra­bíla fær­ist til rík­is­ins.

Rauði krossinn segir ríkið ekki geta slegið eign sinni á fjármuni samtakanna
Segja engan ágreining um eignarhald Rauði krossinn mótmælir fullyrðingum velferðarráðuneytisins um að uppi sé ágreiningur um eignarhald á sjúkrabílum. Þeir séu sannarlega í eigu Rauða krossins. Mynd: Velferðarráðuneytið

Rauði krossinn gerir verulegar athugasemdir við málflutning velferðarráðuneytisins í fréttatilkynningu um frestun á útboði vegna kaupa á sjúkrabílum. Meðal annars er því mótmælt, sem fullyrt er í tilkynningu ráðuneytisins, að ríkið hafi staðið straum af kaupum á sjúkrabílum. Þá geti ríkið ekki slegið eign sinni á fjármuni Rauða krossins með því að krefjast þess að eignarhald sjúkrabifreiða færist til ríkisins. Óumdeilt sé að Rauði krossinn sé eigandi sjúkrabíla.

Á vef velferðarráðuneytisins í gær birtist frétttilkynning þar sem kom fram að heilbrigðisráðherra hefði fallist á þá ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands og Ríkiskaupa að fresta skuli opnun útboðs vegna kaupa á sjúkrabílum um fjóra mánuði. Rauði korssinn hafit annast rekstur sjúkrabíla fyrir hið opinbera frá því að samningur þess efnis tók gildi 1. janúar 1998. Samningur um slíkt hafi hins vegar runnið út í lok árs 2015 og hafi viðræður um nýjan samning staðið síðan.

Í tilkynningu ráðuneytisins kemur einnig fram að ágreiningur hafi verið milli Rauða krossins og ráðuneytisins um eignarhald á sjúkrabílum en ríkið hafi staðið straum af kaupum nýrra bíla að stærstum hluta þó eignarhaldið hafi verið Rauða krossins.

Þessu mótmælir Rauði krossinn og segir að enginn ágreiningur sé uppi um eignarhald sjúkrabíla, enda sé skýrt kveðið á um það að Rauði krossinn sé eigandi þeirra. Þá sé það röng fullyrðing að ríkið hafi staðið staum af kaupum sjúkrabíla því hið rétta sé að framlag ríkisins fari til reksturs Sjúkrabílasjóðs. Allar rekstrartekjur sjóðsins, þar með talið framlög frá Rauða krossinum og notendum fari til rekstrar bílaflotans og einnig til fjárfestinga í bílum og búnaði. Við stofnun sjóðsins árið 1998 hafi Rauði krossinn lagt mikil verðmæti inn í hann, meðal annars um 70 sjúkrabíla og búnað. Haustið 2016 hafi ríkið og Rauði krosinn verið búin að koma sér saman um nýjan samning byggðan á óbreyttum forsendum en þá hafi verlferðarráðuneytið sett óvænt og einhliða fram þá kröfu að eignarhald sjúkrabíla skyldi færast til ríkisins. Það hafi verið gert án skýringa og án viðræðna um uppgjör við Rauða krossinn. „Ríkið getur ekki slegið eign sinni á fjármuni Rauða krossins því skýrt er kveðið á um það í samningum að Rauði krossinn sé eigandi bílanna,“ segir í tilkynningu frá Rauða krossinum.

Í tilkynningunni segir enn fremur að Rauði krossinn vilji halda rekstri sjúkrabíla áfram, líkt og hann hafi gert undanfarin 92 ár, en heilbrigðisráðherra hafi tekið ákvörðun um að færa reksturinn frá félaginu og til ríkisins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
5
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
6
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár