Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Bankarnir ekki um borð

Af­ar ólík­legt er tal­ið að ís­lensku við­skipta­bank­arn­ir fá­ist til að taka þátt í fjár­mögn­un WOW air.

Bankarnir ekki um borð
Breyttir skilmálar WOW air hefur breytt skilmálum skuldabréfaútboðs síns. Meðal breytinganna er að þátttakendur fái kauprétt og afslátt af hlutabréfum í félaginu þegar það verður skráð á markað. Mynd: Sigurjón Ragnar

Ólíklegt er að íslensku viðskiptabankarnir þrír komi að fjármögnun WOW air en flugfélagið hefur leitað eftir því við bankana til að liðka fyrir skuldabréfaútboði sem nú stendur yfir hjá félaginu. Fréttablaðið greinir frá þessu í morgun. Unnið hefur verið að því síðustu vikur að afla WOW air lausafjár með skuldabréfaútboði og var stefnan sú að útboðið skilaði á bilinu sex til tólf milljörðum króna. 

Til stóð að skuldabréfaútboðinu lyki öðru hvoru megin við síðustu helgi, samkvæmt því sem Bloomberg fréttastofan hafði eftir Skúla Mogensen, forstjóra og eina eiganda WOW air. Það hefur ekki gengið eftir og nú herma heimildir að vonir standi til að hægt verði að ljúki því á morgun, 14. september. Þá hefur skilmálum skuldabréfaútboðsins verið breytt frá því sem fyrst var kynnt. Upphaflega stóð til að útboðið skilaði á bilinu 6 til 12 milljörðum króna en nú er stefnt að því að gefa út skuldabréf fyrir 13 milljarða króna eða um 100 milljónir evra. Auk þess er lágmarksstærð útboðsins nú sögð 5,5 milljarðar króna. Þá fá fjárfestar sem taka þátt nú kauprétt að hlutafé í flugfélaginu þegar það verður skráð á markað. Í fjárfestakynningu sem birt var um miðjan síðasta mánuð kom fram að félagið yrði skráð á markað í Kauphöllinni í Stokkhólmi en síðustu daga hafa verið sagðar fréttir af því að til standi að skrá félagið í Frankfurt, eins fljótt og auðið er.

Greint var frá því í gær að WOW air hefði rætt við forsvarsmenn Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankans um hugsanlega aðkomu bankanna að útboðinu, til að tryggja lágmarksstærð þess. Myndi slík aðkoma auðvelda vinnu við að fá aðra fjárfesta að borðinu. Hins vegar neituðu forsvarsmenn Íslandsbanka því að þeir hefðu átt þátt í einhverjum viðræðum við WOW air. Ekki hafa fengist upplýsingar frá hinum bönkunum að svo komnu máli. Í morgun fullyrti svo Fréttablaðið að afar ólíklegt sé að bankarnir komi að fjármögnuninni. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
4
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár