Bankarnir ekki um borð

Af­ar ólík­legt er tal­ið að ís­lensku við­skipta­bank­arn­ir fá­ist til að taka þátt í fjár­mögn­un WOW air.

Bankarnir ekki um borð
Breyttir skilmálar WOW air hefur breytt skilmálum skuldabréfaútboðs síns. Meðal breytinganna er að þátttakendur fái kauprétt og afslátt af hlutabréfum í félaginu þegar það verður skráð á markað. Mynd: Sigurjón Ragnar

Ólíklegt er að íslensku viðskiptabankarnir þrír komi að fjármögnun WOW air en flugfélagið hefur leitað eftir því við bankana til að liðka fyrir skuldabréfaútboði sem nú stendur yfir hjá félaginu. Fréttablaðið greinir frá þessu í morgun. Unnið hefur verið að því síðustu vikur að afla WOW air lausafjár með skuldabréfaútboði og var stefnan sú að útboðið skilaði á bilinu sex til tólf milljörðum króna. 

Til stóð að skuldabréfaútboðinu lyki öðru hvoru megin við síðustu helgi, samkvæmt því sem Bloomberg fréttastofan hafði eftir Skúla Mogensen, forstjóra og eina eiganda WOW air. Það hefur ekki gengið eftir og nú herma heimildir að vonir standi til að hægt verði að ljúki því á morgun, 14. september. Þá hefur skilmálum skuldabréfaútboðsins verið breytt frá því sem fyrst var kynnt. Upphaflega stóð til að útboðið skilaði á bilinu 6 til 12 milljörðum króna en nú er stefnt að því að gefa út skuldabréf fyrir 13 milljarða króna eða um 100 milljónir evra. Auk þess er lágmarksstærð útboðsins nú sögð 5,5 milljarðar króna. Þá fá fjárfestar sem taka þátt nú kauprétt að hlutafé í flugfélaginu þegar það verður skráð á markað. Í fjárfestakynningu sem birt var um miðjan síðasta mánuð kom fram að félagið yrði skráð á markað í Kauphöllinni í Stokkhólmi en síðustu daga hafa verið sagðar fréttir af því að til standi að skrá félagið í Frankfurt, eins fljótt og auðið er.

Greint var frá því í gær að WOW air hefði rætt við forsvarsmenn Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankans um hugsanlega aðkomu bankanna að útboðinu, til að tryggja lágmarksstærð þess. Myndi slík aðkoma auðvelda vinnu við að fá aðra fjárfesta að borðinu. Hins vegar neituðu forsvarsmenn Íslandsbanka því að þeir hefðu átt þátt í einhverjum viðræðum við WOW air. Ekki hafa fengist upplýsingar frá hinum bönkunum að svo komnu máli. Í morgun fullyrti svo Fréttablaðið að afar ólíklegt sé að bankarnir komi að fjármögnuninni. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár