Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Bankarnir ekki um borð

Af­ar ólík­legt er tal­ið að ís­lensku við­skipta­bank­arn­ir fá­ist til að taka þátt í fjár­mögn­un WOW air.

Bankarnir ekki um borð
Breyttir skilmálar WOW air hefur breytt skilmálum skuldabréfaútboðs síns. Meðal breytinganna er að þátttakendur fái kauprétt og afslátt af hlutabréfum í félaginu þegar það verður skráð á markað. Mynd: Sigurjón Ragnar

Ólíklegt er að íslensku viðskiptabankarnir þrír komi að fjármögnun WOW air en flugfélagið hefur leitað eftir því við bankana til að liðka fyrir skuldabréfaútboði sem nú stendur yfir hjá félaginu. Fréttablaðið greinir frá þessu í morgun. Unnið hefur verið að því síðustu vikur að afla WOW air lausafjár með skuldabréfaútboði og var stefnan sú að útboðið skilaði á bilinu sex til tólf milljörðum króna. 

Til stóð að skuldabréfaútboðinu lyki öðru hvoru megin við síðustu helgi, samkvæmt því sem Bloomberg fréttastofan hafði eftir Skúla Mogensen, forstjóra og eina eiganda WOW air. Það hefur ekki gengið eftir og nú herma heimildir að vonir standi til að hægt verði að ljúki því á morgun, 14. september. Þá hefur skilmálum skuldabréfaútboðsins verið breytt frá því sem fyrst var kynnt. Upphaflega stóð til að útboðið skilaði á bilinu 6 til 12 milljörðum króna en nú er stefnt að því að gefa út skuldabréf fyrir 13 milljarða króna eða um 100 milljónir evra. Auk þess er lágmarksstærð útboðsins nú sögð 5,5 milljarðar króna. Þá fá fjárfestar sem taka þátt nú kauprétt að hlutafé í flugfélaginu þegar það verður skráð á markað. Í fjárfestakynningu sem birt var um miðjan síðasta mánuð kom fram að félagið yrði skráð á markað í Kauphöllinni í Stokkhólmi en síðustu daga hafa verið sagðar fréttir af því að til standi að skrá félagið í Frankfurt, eins fljótt og auðið er.

Greint var frá því í gær að WOW air hefði rætt við forsvarsmenn Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankans um hugsanlega aðkomu bankanna að útboðinu, til að tryggja lágmarksstærð þess. Myndi slík aðkoma auðvelda vinnu við að fá aðra fjárfesta að borðinu. Hins vegar neituðu forsvarsmenn Íslandsbanka því að þeir hefðu átt þátt í einhverjum viðræðum við WOW air. Ekki hafa fengist upplýsingar frá hinum bönkunum að svo komnu máli. Í morgun fullyrti svo Fréttablaðið að afar ólíklegt sé að bankarnir komi að fjármögnuninni. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár