Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Bankarnir ekki um borð

Af­ar ólík­legt er tal­ið að ís­lensku við­skipta­bank­arn­ir fá­ist til að taka þátt í fjár­mögn­un WOW air.

Bankarnir ekki um borð
Breyttir skilmálar WOW air hefur breytt skilmálum skuldabréfaútboðs síns. Meðal breytinganna er að þátttakendur fái kauprétt og afslátt af hlutabréfum í félaginu þegar það verður skráð á markað. Mynd: Sigurjón Ragnar

Ólíklegt er að íslensku viðskiptabankarnir þrír komi að fjármögnun WOW air en flugfélagið hefur leitað eftir því við bankana til að liðka fyrir skuldabréfaútboði sem nú stendur yfir hjá félaginu. Fréttablaðið greinir frá þessu í morgun. Unnið hefur verið að því síðustu vikur að afla WOW air lausafjár með skuldabréfaútboði og var stefnan sú að útboðið skilaði á bilinu sex til tólf milljörðum króna. 

Til stóð að skuldabréfaútboðinu lyki öðru hvoru megin við síðustu helgi, samkvæmt því sem Bloomberg fréttastofan hafði eftir Skúla Mogensen, forstjóra og eina eiganda WOW air. Það hefur ekki gengið eftir og nú herma heimildir að vonir standi til að hægt verði að ljúki því á morgun, 14. september. Þá hefur skilmálum skuldabréfaútboðsins verið breytt frá því sem fyrst var kynnt. Upphaflega stóð til að útboðið skilaði á bilinu 6 til 12 milljörðum króna en nú er stefnt að því að gefa út skuldabréf fyrir 13 milljarða króna eða um 100 milljónir evra. Auk þess er lágmarksstærð útboðsins nú sögð 5,5 milljarðar króna. Þá fá fjárfestar sem taka þátt nú kauprétt að hlutafé í flugfélaginu þegar það verður skráð á markað. Í fjárfestakynningu sem birt var um miðjan síðasta mánuð kom fram að félagið yrði skráð á markað í Kauphöllinni í Stokkhólmi en síðustu daga hafa verið sagðar fréttir af því að til standi að skrá félagið í Frankfurt, eins fljótt og auðið er.

Greint var frá því í gær að WOW air hefði rætt við forsvarsmenn Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankans um hugsanlega aðkomu bankanna að útboðinu, til að tryggja lágmarksstærð þess. Myndi slík aðkoma auðvelda vinnu við að fá aðra fjárfesta að borðinu. Hins vegar neituðu forsvarsmenn Íslandsbanka því að þeir hefðu átt þátt í einhverjum viðræðum við WOW air. Ekki hafa fengist upplýsingar frá hinum bönkunum að svo komnu máli. Í morgun fullyrti svo Fréttablaðið að afar ólíklegt sé að bankarnir komi að fjármögnuninni. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár