Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Stúdentaráð segir ríkisstjórnina svíkja loforð um eflingu háskólastigsins

„Það ligg­ur í aug­um uppi að rík­is­stjórn­in ætl­ar sér hvorki að standa við þau lof­orð að há­skóla Ís­lands nái með­al­tali OECD-ríkj­anna né Norð­ur­land­anna á tíma­bil­inu.“

Stúdentaráð segir ríkisstjórnina svíkja loforð um eflingu háskólastigsins
Stúdentaráð er hagsmunasamtök nemenda við HÍ.

Stúdentaráð Háskóla Íslands telur ljóst að stjórnarflokkarnir ætli að svíkja loforðin sem fram komu í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að fjármögnun íslensks háskólastigsins náði meðaltali OECD-ríkjanna fyrir árið 2020 og meðtaltali Norðurlanda árið 2025. 

„Til þess að ná meðaltali OECD-ríkjanna fyrir árið 2020 þyrfti að auka útgjöld um þrjá milljarða til háskólastigsins á næstu tveimur árum. Til þess að ná meðaltali Norðurlandanna þyrfti háskólastigið um það bil tveggja milljarða aukningu árlega til ársins 2025,“ segir í umsögn Stúdentaráðs um fjárlagafrumvarp ársins 2019 sem ríkisstjórnin kynnti í gær.

„Raunhækkun háskólastigsins fyrir árið 2019 er um 705 milljónir (1,6%) og fjármálaáætlun 2019-2023 gerir ráð fyrir um 2,7 milljarða viðbót næstu fimm árin til háskólastigsins í heild sinni. Það liggur því í augum uppi að ríkisstjórnin ætlar sér hvorki að standa við þau loforð að háskólar Íslands nái meðaltali OECD-ríkjanna né Norðurlandanna á tímabilinu.“

Heildargjöld háskólastigs árið 2019 eru áætluð 46.688,9 milljónir króna í fjárlagafrumvarpinu og aukast um 705 milljónir á föstu verðlagi fjárlaga 2018, eða sem svarar til 1,6 prósenta. Þegar tekið er tillit til áhrifa almennra launa- og verðlagsbreytinga hækka útgjöldin um 2,2 milljarða milli ára, eða sem svarar 5 prósentum. 

HáskólastigiðHér má sjá fjárhagslega þróun málefnasviðsins og einstakra málaflokka á tímabilinu 2017 til 2019.

Stúdentaráð bendir á að á Norðurlöndunum eru heildartekjur háskóla á ársnema að meðaltali 4,4 milljónir á ári en á Íslandi aðeins 2,6 milljónir. Nemendur á Íslandi fái því um 1,8 milljónum krónum minna. Af fjárlagafrumvarpinu sé ljóst að fjármagn á hvern nemanda muni ekki aukast nema fækkun nemenda á háskólastigi eigi sér stað, svo sem með aðgangstakmörkunum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Háskólamál

Rektor Háskóla Íslands segir tilboð ráðherra hafa gert erfiða fjárhagsstöðu skólans verri
FréttirHáskólamál

Rektor Há­skóla Ís­lands seg­ir til­boð ráð­herra hafa gert erf­iða fjár­hags­stöðu skól­ans verri

Jón Atli Bene­dikts­son, rektor Há­skóla Ís­lands, seg­ir að til­boð há­skóla­ráð­herra til sjálf­stætt starf­andi há­skóla vera um­fangs­mikla stefnu­breyt­ingu í fjár­mögn­un há­skóla­kerf­is­ins. Ekk­ert sam­ráð hafi ver­ið haft við stjórn­end­ur skól­ans en ljóst þyk­ir að breyt­ing­in muni að óbreyttu hafa nei­kvæð áhrif á fjár­hags­stöðu skól­ans sem sé nú þeg­ar erf­ið. HÍ sé far­inn að hug­leiða að leggja nið­ur náms­leið­ir.
Björgólfur Thor á stórhýsi á svæði háskólans í gegnum Lúxemborg
FréttirHáskólamál

Björgólf­ur Thor á stór­hýsi á svæði há­skól­ans í gegn­um Lúx­em­borg

Ekki ligg­ur end­an­lega fyr­ir hvaða starf­semi verð­ur í Grósku hug­mynda­húsi ann­að en að tölvu­leikja­fyr­ir­tæk­ið CCP verð­ur þar til húsa. Bygg­ing­in er í eigu fé­laga Björgólfs Thors Björgólfs­son­ar og við­skipta­fé­laga hans sem eru í Lúx­em­borg. Vís­inda­garð­ar Há­skóla Ís­lands eiga lóð­ina en ráða engu um hvað verð­ur í hús­inu.
Viðmiðum alþjóðastofnana ekki fylgt í samningi háskólans og Útlendingastofnunar um aldursgreiningar
Fréttir

Við­mið­um al­þjóða­stofn­ana ekki fylgt í samn­ingi há­skól­ans og Út­lend­inga­stofn­un­ar um ald­urs­grein­ing­ar

Há­skóli Ís­lands hyggst festa í sessi um­deild­ar lík­ams­rann­sókn­ir á hæl­is­leit­end­um sem stand­ast ekki kröf­ur Evr­ópu­ráðs­ins, Barna­rétt­ar­nefnd­ar SÞ og UNICEF um þverfag­legt mat á aldri og þroska. Tann­lækn­ar munu fá 100 þús­und krón­ur fyr­ir hvern hæl­is­leit­anda sem þeir ald­urs­greina sam­kvæmt drög­um að verk­samn­ingi sem Stund­in hef­ur und­ir hönd­um.

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár