Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Norskur harmleikur og norræn gersemi

Tón­leik­ar, við­burð­ir og sýn­ing­ar 7.–20. sept­em­ber.

Norskur harmleikur og norræn gersemi

Utøya 22. júlí

Hvar? Bíó Paradís
Hvenær? Er í sýningu.
Aðgangseyrir: 1.600 kr.

Þann 22. júlí 2011 voru um 650 ungmenni í pólitískum sumarbúðum á eyju fyrir utan Ósló þegar vopnaður kristinn hægrisinnaður hryðjuverkamaður réðst á þau. Í þessari mynd er fylgst með hinni 18 ára skálduðu persónu, Kaja, en myndin gerist í rauntíma.

Annað rými

Hvar? Nýlistasafnið
Hvenær? 6. september–28. október
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Verk Eyglóar Harðardóttir á sýningunni Annað rými eru í stöðugri þróun. Á sinn hátt minnir ferlið á vöxt kristalla, sem kallar á viðbrögð umhverfisins við hverja hreyfingu og viðbótarörvun. Sumum verkanna tekst að ögra rýminu og gefa okkur hugmynd um aðra möguleika, á meðan önnur gefa því ákveðna staðfestingu og auka meðvitund okkar um það.

Allt sem er frábært

Hvar? Borgarleikhúsið
Hvenær? 14.–27. september
Aðgangseyrir: 6.550 kr.

Ungur sonur bregst við myrkum hugsunum móður sinnar með því að búa til lista yfir allt sem er gott í heiminum og gerir lífið þess virði að lifa. Tuttugu árum síðar er listinn enn að lengjast, lifandi áminning um að gleði er ekki síst að finna í því sem virðist léttvægt. Valur Freyr Einarsson stendur einn á sviðinu í þessum einleik.

Ronja Ræningjadóttir

Hvar? Þjóðleikhúsið
Hvenær? 15. september–30. desember
Aðgangseyrir: 4.500 kr.

Ronja Ræningjadóttir eftir Astrid Lindgren er ein af mikilvægustu barnabókum heimsins, en þessi norræna menningargersemi ratar á stóra svið Þjóðleikhússins. Salka Sól fer með hlutverk Ronju, en einnig koma fram Sigurður Þór Óskarsson, Örn Árnason, Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Edda Björgvinsdóttir og fleiri stjörnur.

Midgard 2018

Hvar? Laugardalshöll
Hvenær? 15.–16. september
Aðgangseyrir: 8.000 kr.

Hingað til hafa einstaklingar þurft að herja á erlenda grundu til að sækja ráðstefnur um myndasögur, borðspil og önnur nördaleg áhugamál, en í ár hefur hópur slíkra einstaklinga sameinað krafta sína til að halda Midgard-ráðstefnuna. Haldin verður búningakeppni og keppnir í borð- og herspilum, auk margra fyrirlestra og námskeiða.

Skátar, bagdad brothers, Man Kind

Hvar? Húrra
Hvenær? 19. september kl. 21.00

Ærslafullu strákarnir í Skátum hafa snúið aftur til leiks eftir langt hlé og eru farnir að troða upp úr á ný. Búast má við því að þurfa að mæta í dansskónum, þar sem að með þeim spila nostalgíu-poppararnir bagdad brothers og rokkararnir í Man Kind.

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Segist notuð sem leppur í Vorstjörnunni, sem lúti sjóræningjastjórn
5
Fréttir

Seg­ist not­uð sem lepp­ur í Vor­stjörn­unni, sem lúti sjó­ræn­ingja­stjórn

Sigrún E. Unn­steins­dótt­ir, stjórn­ar­mað­ur í Vor­stjörn­unni, seg­ir fram­kvæmda­stjórn Sósí­al­ista­flokks­ins fara með raun­veru­lega stjórn fé­lags­ins. Sjálf viti hún ekk­ert hvað fari fram inn­an þess. „Þetta er sjó­ræn­ingja­stjórn,“ seg­ir hún. Vara­formað­ur fram­kvæmda­stjórn­ar flokks­ins seg­ir ekk­ert ann­ar­legt í gangi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár