Kaj Anton ákærður fyrir umferðarlagabrot

Ís­lend­ing­ur­inn sem fékk tveggja ára fang­els­is­dóm fyr­ir að mis­þyrma tveggja ára barni var ný­lega ákærð­ur fyr­ir hraðakst­ur eft­ir að hafa ver­ið svipt­ur öku­rétti ævi­langt.

Kaj Anton ákærður fyrir umferðarlagabrot

Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra hefur ákært Kaj Anton Arnarsson Larsen fyrir að hafa ekið, sviptur ökurétti ævilangt, á 108 km hraða á klukkustund um Norðurlandsveg þar sem leyfður hámarkshraði er 90 km. Þetta kemur fram í ákæru og fyrirkalli sem birtist nýlega í Lögbirtingablaðinu.

Kaj var dæmdur í rúmlega tveggja ára fangelsi í Noregi árið 2016 fyrir að hafa misþyrmt tveggja ára barni. Voru áverkarnir slíkir að læknir brast í grát þegar hann lýsti þeim í vitnastúku.

Stundin fjallaði ítarlega um málið og í fyrra steig Kaj fram í viðtali við DV og lýsti sér sem fórnarlambi réttarmorðs. Sagðist hann ætla að fara með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. „Það eru engar sannanir fyrir því að ég hafi lamið eitthvað barn. Ég myndi aldrei gera það,“ sagði Kaj. 

Kaj kom til Íslands í nóvember 2016 og afplánaði eftirstöðvar dómsins á Litla-Hrauni. Þann 6. mars á þessu ári var hann svo staðinn að hraðakstri og hefur lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra höfðað sakamál fyrir Héraðsdómi Norðurlands. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Dómsmál

Ógnaði heimilisfólki með heimagerðu sverði
FréttirDómsmál

Ógn­aði heim­il­is­fólki með heima­gerðu sverði

Hér­aðs­dóm­ur Vest­ur­lands dæmdi fyr­ir skömmu mann fyr­ir lík­ams­árás, hús­brot og akst­ur und­ir áhrif­um áfeng­is. Í lýs­ing­um vitna er sagt frá því að mað­ur­inn hafi kýlt heim­il­is­mann sem reyndi að koma í veg fyr­ir að mað­ur­inn kæmi inn um glugga á hús­inu. Þá er einnig sagt frá því að mað­ur­inn hafi á ein­um tíma­punkti dreg­ið fram heima­gert sverð á sveifl­að því í kring­um sig fyr­ir ut­an hús­ið.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
2
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár