Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Kaj Anton ákærður fyrir umferðarlagabrot

Ís­lend­ing­ur­inn sem fékk tveggja ára fang­els­is­dóm fyr­ir að mis­þyrma tveggja ára barni var ný­lega ákærð­ur fyr­ir hraðakst­ur eft­ir að hafa ver­ið svipt­ur öku­rétti ævi­langt.

Kaj Anton ákærður fyrir umferðarlagabrot

Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra hefur ákært Kaj Anton Arnarsson Larsen fyrir að hafa ekið, sviptur ökurétti ævilangt, á 108 km hraða á klukkustund um Norðurlandsveg þar sem leyfður hámarkshraði er 90 km. Þetta kemur fram í ákæru og fyrirkalli sem birtist nýlega í Lögbirtingablaðinu.

Kaj var dæmdur í rúmlega tveggja ára fangelsi í Noregi árið 2016 fyrir að hafa misþyrmt tveggja ára barni. Voru áverkarnir slíkir að læknir brast í grát þegar hann lýsti þeim í vitnastúku.

Stundin fjallaði ítarlega um málið og í fyrra steig Kaj fram í viðtali við DV og lýsti sér sem fórnarlambi réttarmorðs. Sagðist hann ætla að fara með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. „Það eru engar sannanir fyrir því að ég hafi lamið eitthvað barn. Ég myndi aldrei gera það,“ sagði Kaj. 

Kaj kom til Íslands í nóvember 2016 og afplánaði eftirstöðvar dómsins á Litla-Hrauni. Þann 6. mars á þessu ári var hann svo staðinn að hraðakstri og hefur lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra höfðað sakamál fyrir Héraðsdómi Norðurlands. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Dómsmál

Ógnaði heimilisfólki með heimagerðu sverði
FréttirDómsmál

Ógn­aði heim­il­is­fólki með heima­gerðu sverði

Hér­aðs­dóm­ur Vest­ur­lands dæmdi fyr­ir skömmu mann fyr­ir lík­ams­árás, hús­brot og akst­ur und­ir áhrif­um áfeng­is. Í lýs­ing­um vitna er sagt frá því að mað­ur­inn hafi kýlt heim­il­is­mann sem reyndi að koma í veg fyr­ir að mað­ur­inn kæmi inn um glugga á hús­inu. Þá er einnig sagt frá því að mað­ur­inn hafi á ein­um tíma­punkti dreg­ið fram heima­gert sverð á sveifl­að því í kring­um sig fyr­ir ut­an hús­ið.

Mest lesið

Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
4
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.
„Ég var lifandi dauð“
5
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
6
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár