Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Íslensku flugfélögin ábyrg fyrir aukinni losun gróðurhúsalofttegunda

Ís­lenski flug­iðn­að­ur­inn jók út­blást­ur um 13% á milli ár­anna 2016 og 2017. Icelanda­ir bar ábyrgð á meira en helm­ingi los­un­ar­inn­ar og jókst los­un WOW Air einnig nokk­uð á milli ára.

Íslensku flugfélögin ábyrg fyrir aukinni losun gróðurhúsalofttegunda
Flugsamgöngur Flugfélög á Íslandi eru ábyrg fyrir megningu af aukningu útblásturs síðustu ár. Mynd: Shutterstock

Losun gróðurhúsalofttegunda jókst um 13,2% í flugi til og frá Íslandi á milli áranna 2016 og 2017. Losun í iðnaði jókst lítillega, eða um 2,8%. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Umhverfisstofnun í dag.

Upplýsingarnar byggja á uppgjöri á viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir. Alls gerðu fimm íslenskir flugrekendur upp heimildir sínar og bar Icelandair ábyrgð á meira en helmingi losunarinnar. Losun WOW Air jókst einnig nokkuð á milli ára. Heildarlosun í flugi sem fellur undir kerfið var 813.745 tonn CO2 ígilda, en í iðnaði var losunin 1.831.667 tonn af CO2 ígildum. Einungis er um að ræða losun vegna flugs innan EES og er Ameríkuflug ekki innan gildissviðs kerfisins.

Losun gróðurhúsalofttegundaFlugiðnaðurinn á Íslandi er ábyrgur fyrir sífellt meiri losun gróðurhúsalofttegunda.

Viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir gróðurhúsalofttegunda gegna lykilhlutverki í aðgerðum Evrópusambandins gegn loftslagsbreytingum. Rekstraraðilum er úthlutað losunarheimildum, en það sem flugrekendur og rekstraraðilar losa umfram endurgjaldslausar losunarheimildir þurfa þeir að kaupa heimildir á markaði og er kerfinu þannig ætlað að vera hvati til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár