Mannkynið hefur fundið upp ýmsar leiðir til að koma í veg fyrir ótímabærar þunganir í gegnum tíðina. Nokkrar tegundir vinsælla getnaðarvarna fyrir konur hafa verið í boði í áraraðir og gera konum kleift að koma í veg fyrir þunganir með öruggum hætti. Nýstárleg aðferð sem byggir á notkun á smáforriti, ásamt mælingum á líkamshita, var nýverið samþykkt í Bandaríkjunum.
Fyrsta smáforritið samþykkt sem getnaðarvörn
Konur hafa lengi verið mishrifnar af þeim getnaðarvörnum sem í boði eru á markaðnum. Þar má meðal annars nefna hina vinsælu getnaðarvarnarpillu sem þrátt fyrir gagnsemi sína getur haft óæskilegar aukaverkanir í för með sér fyrir notandann. Að auki eiga getnaðarvarnir fyrir konur það sameiginlegt að vera inngrip, hvort sem það er í formi hormóna eða sem aðskotahlutur í líkama konunnar.
Til að reyna að leysa þennan vanda og bjóða upp á öðruvísi leið til að koma í veg fyrir ótímabærar þunganir þróuðu hjón í Svíþjóð …
Athugasemdir