Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Tekjuhæsta 1% þénaði yfir 26,3 milljónir á mann

Fram­telj­andi við mörk tekju­hæsta 1% Ís­lend­inga þén­ar nú 4,6 millj­ón­um krón­um meira en fyr­ir fimm ár­um. Mann­eskja við mörk tekju­lægstu 20% fram­telj­enda hækk­aði um 700 þús­und á sama tíma­bili.

Tekjuhæsta 1% þénaði yfir 26,3 milljónir á mann
Peningar Hagstofa Íslands hefur birt gögn um tekjutíundamörk framteljenda. Mynd: Shutterstock

2377 tekjuhæstu framteljendur til skatts, eða tekjuhæsta 1% Íslendinga, voru allir með yfir 26,3 milljónir króna í árstekjur árið 2017. Tekjuhæstu 10% framteljenda þénuðu yfir tæpar 11,2 milljónir króna á mann. Tekjulægstu 20% Íslendinga voru hins vegar með árstekjur undir 3 milljónir á mann. 

Þetta kemur fram í gögnum um heildartekjur sem Hagstofan birti á föstudag. Í gögnunum er framteljendum til skatts skipt í tíu jafn stóra hópa frá tekjulægstu til tekjuhæstu. Ekki eru birtar tölur um heildartekjur hverrar tekjutíundar heldur aðeins um mörkin milli þeirra, þ.e. tekjur tekjuhæsta framteljandans í hverjum hóp fyrir sig. Jafnframt eru birt gögn um tekjuhæstu 5% og tekjuhæsta 1% Íslendinga. Um heildartekjur er að ræða, þ.e. atvinnutekjur, fjármagnstekjur og aðrar tekjur.

1% hækkað um minnst 4,6 milljónir

Séu upplýsingar úr gögnum Hagstofunnar núvirtar kemur í ljós að heildarlaun manneskju við mörk tekjulægstu 20% framteljenda hafa hækkað um 38% síðustu fimm ár. Meðallaun hafa hækkað um tæp 26% og standa nú í 6,4 milljónum króna á ári. Laun manneskju við mörk 10% tekjuhæstu hafa hækkað um 19% og laun við tekjuhæsta 1% um 21%.

Í krónum talið hefur þó manneskja við mörk tekjuhæsta 1% framteljenda hækkað mest, eða um 4,6 milljónir króna á ári. Manneskja við mörk hæstu 10% hefur hækkað um 1,8 milljón á ári. Meðal framteljandinn hefur aðeins hækkað um 1,3 milljónir króna á ári og manneskja við lægstu 20% mörkin um 700 þúsund á ári.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár