Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Tekjuhæsta 1% þénaði yfir 26,3 milljónir á mann

Fram­telj­andi við mörk tekju­hæsta 1% Ís­lend­inga þén­ar nú 4,6 millj­ón­um krón­um meira en fyr­ir fimm ár­um. Mann­eskja við mörk tekju­lægstu 20% fram­telj­enda hækk­aði um 700 þús­und á sama tíma­bili.

Tekjuhæsta 1% þénaði yfir 26,3 milljónir á mann
Peningar Hagstofa Íslands hefur birt gögn um tekjutíundamörk framteljenda. Mynd: Shutterstock

2377 tekjuhæstu framteljendur til skatts, eða tekjuhæsta 1% Íslendinga, voru allir með yfir 26,3 milljónir króna í árstekjur árið 2017. Tekjuhæstu 10% framteljenda þénuðu yfir tæpar 11,2 milljónir króna á mann. Tekjulægstu 20% Íslendinga voru hins vegar með árstekjur undir 3 milljónir á mann. 

Þetta kemur fram í gögnum um heildartekjur sem Hagstofan birti á föstudag. Í gögnunum er framteljendum til skatts skipt í tíu jafn stóra hópa frá tekjulægstu til tekjuhæstu. Ekki eru birtar tölur um heildartekjur hverrar tekjutíundar heldur aðeins um mörkin milli þeirra, þ.e. tekjur tekjuhæsta framteljandans í hverjum hóp fyrir sig. Jafnframt eru birt gögn um tekjuhæstu 5% og tekjuhæsta 1% Íslendinga. Um heildartekjur er að ræða, þ.e. atvinnutekjur, fjármagnstekjur og aðrar tekjur.

1% hækkað um minnst 4,6 milljónir

Séu upplýsingar úr gögnum Hagstofunnar núvirtar kemur í ljós að heildarlaun manneskju við mörk tekjulægstu 20% framteljenda hafa hækkað um 38% síðustu fimm ár. Meðallaun hafa hækkað um tæp 26% og standa nú í 6,4 milljónum króna á ári. Laun manneskju við mörk 10% tekjuhæstu hafa hækkað um 19% og laun við tekjuhæsta 1% um 21%.

Í krónum talið hefur þó manneskja við mörk tekjuhæsta 1% framteljenda hækkað mest, eða um 4,6 milljónir króna á ári. Manneskja við mörk hæstu 10% hefur hækkað um 1,8 milljón á ári. Meðal framteljandinn hefur aðeins hækkað um 1,3 milljónir króna á ári og manneskja við lægstu 20% mörkin um 700 þúsund á ári.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
1
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
3
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
6
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár