Tekjuhæsta 1% þénaði yfir 26,3 milljónir á mann

Fram­telj­andi við mörk tekju­hæsta 1% Ís­lend­inga þén­ar nú 4,6 millj­ón­um krón­um meira en fyr­ir fimm ár­um. Mann­eskja við mörk tekju­lægstu 20% fram­telj­enda hækk­aði um 700 þús­und á sama tíma­bili.

Tekjuhæsta 1% þénaði yfir 26,3 milljónir á mann
Peningar Hagstofa Íslands hefur birt gögn um tekjutíundamörk framteljenda. Mynd: Shutterstock

2377 tekjuhæstu framteljendur til skatts, eða tekjuhæsta 1% Íslendinga, voru allir með yfir 26,3 milljónir króna í árstekjur árið 2017. Tekjuhæstu 10% framteljenda þénuðu yfir tæpar 11,2 milljónir króna á mann. Tekjulægstu 20% Íslendinga voru hins vegar með árstekjur undir 3 milljónir á mann. 

Þetta kemur fram í gögnum um heildartekjur sem Hagstofan birti á föstudag. Í gögnunum er framteljendum til skatts skipt í tíu jafn stóra hópa frá tekjulægstu til tekjuhæstu. Ekki eru birtar tölur um heildartekjur hverrar tekjutíundar heldur aðeins um mörkin milli þeirra, þ.e. tekjur tekjuhæsta framteljandans í hverjum hóp fyrir sig. Jafnframt eru birt gögn um tekjuhæstu 5% og tekjuhæsta 1% Íslendinga. Um heildartekjur er að ræða, þ.e. atvinnutekjur, fjármagnstekjur og aðrar tekjur.

1% hækkað um minnst 4,6 milljónir

Séu upplýsingar úr gögnum Hagstofunnar núvirtar kemur í ljós að heildarlaun manneskju við mörk tekjulægstu 20% framteljenda hafa hækkað um 38% síðustu fimm ár. Meðallaun hafa hækkað um tæp 26% og standa nú í 6,4 milljónum króna á ári. Laun manneskju við mörk 10% tekjuhæstu hafa hækkað um 19% og laun við tekjuhæsta 1% um 21%.

Í krónum talið hefur þó manneskja við mörk tekjuhæsta 1% framteljenda hækkað mest, eða um 4,6 milljónir króna á ári. Manneskja við mörk hæstu 10% hefur hækkað um 1,8 milljón á ári. Meðal framteljandinn hefur aðeins hækkað um 1,3 milljónir króna á ári og manneskja við lægstu 20% mörkin um 700 þúsund á ári.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu