Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Tekjuhæsta 1% þénaði yfir 26,3 milljónir á mann

Fram­telj­andi við mörk tekju­hæsta 1% Ís­lend­inga þén­ar nú 4,6 millj­ón­um krón­um meira en fyr­ir fimm ár­um. Mann­eskja við mörk tekju­lægstu 20% fram­telj­enda hækk­aði um 700 þús­und á sama tíma­bili.

Tekjuhæsta 1% þénaði yfir 26,3 milljónir á mann
Peningar Hagstofa Íslands hefur birt gögn um tekjutíundamörk framteljenda. Mynd: Shutterstock

2377 tekjuhæstu framteljendur til skatts, eða tekjuhæsta 1% Íslendinga, voru allir með yfir 26,3 milljónir króna í árstekjur árið 2017. Tekjuhæstu 10% framteljenda þénuðu yfir tæpar 11,2 milljónir króna á mann. Tekjulægstu 20% Íslendinga voru hins vegar með árstekjur undir 3 milljónir á mann. 

Þetta kemur fram í gögnum um heildartekjur sem Hagstofan birti á föstudag. Í gögnunum er framteljendum til skatts skipt í tíu jafn stóra hópa frá tekjulægstu til tekjuhæstu. Ekki eru birtar tölur um heildartekjur hverrar tekjutíundar heldur aðeins um mörkin milli þeirra, þ.e. tekjur tekjuhæsta framteljandans í hverjum hóp fyrir sig. Jafnframt eru birt gögn um tekjuhæstu 5% og tekjuhæsta 1% Íslendinga. Um heildartekjur er að ræða, þ.e. atvinnutekjur, fjármagnstekjur og aðrar tekjur.

1% hækkað um minnst 4,6 milljónir

Séu upplýsingar úr gögnum Hagstofunnar núvirtar kemur í ljós að heildarlaun manneskju við mörk tekjulægstu 20% framteljenda hafa hækkað um 38% síðustu fimm ár. Meðallaun hafa hækkað um tæp 26% og standa nú í 6,4 milljónum króna á ári. Laun manneskju við mörk 10% tekjuhæstu hafa hækkað um 19% og laun við tekjuhæsta 1% um 21%.

Í krónum talið hefur þó manneskja við mörk tekjuhæsta 1% framteljenda hækkað mest, eða um 4,6 milljónir króna á ári. Manneskja við mörk hæstu 10% hefur hækkað um 1,8 milljón á ári. Meðal framteljandinn hefur aðeins hækkað um 1,3 milljónir króna á ári og manneskja við lægstu 20% mörkin um 700 þúsund á ári.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
5
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
5
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár